Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 202018 Á gatnamótunum við Götuás við minni Lundarreykjadals í Borg- arfirði hefur Vegagerðin sett upp ágætt vegakort og skilti með áhuga- verðum stöðum. Ekki er vanþörf á góðum merkinum því það getur verið villugjarnt í Borgarfirði fyrir þá sem ekki eru staðkunnugir. Við kortið eru einnig myndir af áhuga- verðum stöðum og kirkjum; m.a. á Húsafelli, Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd og Hjarðarholtskirkju. Í Borgarfirði er að finna Hjarðar- holtskirkju í Stafholtstungum, en myndin sýnir Hjarðarholtskirkju í Dölum. Vissulega er það falleg kirkja, en mjög ólík litlu bænda- kirkjunni með sama nafni í Borg- arfirði. Mögulega er þetta þó með vilja gert því hægt er að gera fal- lega akstursleið úr Borgarfirði, yfir Bröttubrekku og í Dali. Staðkunn- ugir hafa þó bent á að líklega sé um mistök að ræða. mm Í kjölfar gróðureldanna í Norður- árdal á mánudaginn í síðustu viku var tekin ákvörðun í hópi slökkvi- liðsmanna í Borgarbyggð. „Eft- ir svona langt og strangt slökkvi- starf eins og í Norðurárdal verða menn illa súrir og lyktandi þeg- ar heim er komið. Staðreyndin er nefnilega sú að nær ómögulegt er að hreinsa lyktina af sér í venju- legri sturtu eða heitu baði. Mað- ur er jafnvel næstu tvo, þrjá daga að glíma við hálfgerða eitrun í gegnum húðina og líðanin eins og slæm þynnka eftir fyllerí. Það er hins vegar hægt að hreinsa þetta af sér með því að fara í gufubað eða sauna. Því tókum við félag- arnir í Neista, félagi slökkviliðs- manna í Borgarbyggð, ákvörðun um að hefja söfnun fyrir sauna- tunnu. Hún verður staðsett við hlið slökkvistöðvarinnar við Sól- bakka og í hana geta menn farið eftir svona löng útköll til að leggja sig í bleyti í heitri gufu og hreinsa húðina,“ segir Þórður Sigurðs- son aðalvarðsstjóri hjá Slökkvi- liði Borgarbyggðar í samtali við Skessuhorn. „Með því að fara í heitt gufubað er hægt að hreinsa út úr svitaholunum eiturefni, sem jafnvel eru krabbameinsvaldandi, en loða annars við mann í ein- hverja daga eftir svona slökkvi- starf. Sót og reykur getur verið algjör viðbjóður og hvorki okk- ur né fjölskyldum okkar gerandi að koma illa lyktandi og óhreinir heim eftir svona útköll.“ Þórður segir að slökkviliðsmenn séu nú að safna fyrir kaupum á saunatunnu með því að taka að sér hreinsun bílastæða við bens- ínstöðvarnar í Borgarnesi, en að- spurður segir hann að slökkviliðs- menn slái hreint ekki höndunum á móti stuðningi frá almenningi eða fyrirtækjum ef einhverjir vilji leggja söfnuninni lið. „Þeir sem vilja styrkja okkur við þessa söfnun geta haft samband við okkur félagana í Neista,“ segir Þórður, eða lagt inn á reikning: 0326-13-110396 og kt: 450310-0260. mm Á síðasta ári var ákveðið í tilefni þess að 75 ár voru þá liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi ákváðu þrjú ráðu- neyti auk Stofnunar Árna Magnús- sonar og Snorrastofu í Reykholti, að taka höndum saman við þró- un átaksverkefnis til fimm ára um þverfaglegar rannsóknir á ritmenn- ingu íslenskra miðalda, skammstaf- að RÍM. Til að framfylgja verk- efninu var stofnaður sjóður, sem nú hefur verið veitt úr. Markmiðið verkefnisins m.a. að efla rannsóknir á heimildum um ritunarstaði mið- aldahandrita á Íslandi og þá sér- staklega á þeim lærdómsmiðstöðv- um og klaustrum þar sem ritmenn- ing blómstraði. Verkefnið skipt- ist í tvo verkþætti: Annars vegar að rannsaka menningarminjar og um- hverfi þessara staða og hins vegar handrita- og bókmenningu þeirra. Síðastliðinn fimmtudag fór fyrsta úthlutun sjóðsins fram og sá Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráherra um afhend- ingu styrkja við hátíðlega athöfn í Bókhlöðu Snorrastofu. Alls bárust tíu umsóknir um styrki, en sótt var um samtals 66,8 milljónir króna. Úthlutunarefndin veitti sex styrki og eru handhafar þeirra eftirfar- andi: Elín Ósk Heiðarsdóttir fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands, 7 milljónir króna vegna verkefnis- ins „Staðarhóll í Dölum: Höfuð- ból í minjum, sögu og sagnarit- un“, Steinunn Kristjánsdóttir fyrir hönd Háskóla Ísland, 7 milljónir króna vegna verkefnisins „Þing- eyraklaustur: Hjarta ritmenningar í fjórar aldir“, Helgi Þorláksson fyr- ir hönd Oddafélagsins, 7 milljónir króna vegna verkefnisins „Odda- rannsóknin“, Viðar Hreinsson fyr- ir hönd Náttúruminjasafns Íslands, 3,3 milljónir vegna verkefnisins „Náttúrur og fornar frásagnir. Um náttúru- og umhverfissýn íslenskra miðaldasagna“, Beeke Stegman fyrir hönd Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum, 2,7 milljónir króna vegna verkefnis- ins „Bókagerð í Helgafellsklaust- iri á fjórtandu öld“ og Axel Krist- insson og Árni Daníel Júlíusson, 3 milljónir króna vegna verkefnisins „Sögur og fylgdarmenn“. Snorrastofa annast umsýslu RÍM-verkefnisins með sérstök- um samningi. Stofnunin hefur því framkvæmd verkefnisins með höndum, þar með talið nauðsyn- lega eftirfylgni. „Snorrastofa mun leggja metnað sinn í að leiða sam- an styrkþega á sérstökum samráðs- fundum og málþingum í Reykholti. Þá er vonast til að hægt verði að fjármagna útgáfu bóka um einstaka þætti verkefnisins og að lokum stórt yfirlitsrit,“ segir í tilkynningu. mm Saunatunna sambærileg þeirri sem Neistamenn safna nú fyrir. Þessi stendur við veiðihúsið við Helgavatn í Þverárhlíð. Safna fyrir gufubaði til að lykta ekki eins illa Slökkviliðsmenn hafa að undanförnu tekið að sér að hreinsa bílaplön við verslanir í Borgarnesi. Afrakstur þeirrar vinnu fer nú til söfnunar fyrir saunatunnu. Ljósm. glh. Kirkju- myndir hafa skolast til Frá vinstri: Bergur Þorgeirsson, Elín Ósk Heiðarsdóttir, Steinunn Kristjánsdóttir, Viðar Hreinsson, Axel Kristinsson, Lilja D Alfreðsdóttir, Árni Daníel Júlíusson, Helgi Þorláksson, Beeke Stegman og Björn Bjarnason. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Styrkir vegna verkefnisins Ritmenning íslenskra miðalda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.