Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 13 Gréta Björgvinsdóttir útfararstjóri s: 770 0188 Guðný Bjarnadóttir útfararstjóri s: 869 7522 www.borgutfor.is Borg útfararþjónusta borg@borgutfor.is Borg útfararþjónusta veitir alhliða þjónustu við syrgjendur þegar að útför kemur, óháð trúarbrögðum og lífsskoðunum. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Ólafsvík 2019 Bifreiðaskoðun verður við Fiskiðjuna Bylgjuna, Bankastræti 1 Þriðjudaginn 2. júní Miðvikudaginn 3. júní Fimmtudaginn 4. júní Föstudaginn 5. júní ATH. Allar stærðir ökutækja skoðaðar Upplýsingar í síma 863-0710 SK ES SU H O R N 2 02 0 Bjössaróló þekkja eflaust marg- ir Borgfirðingar en rólóinn varð til þegar Björn Guðmundsson tré- smíðameistari og þáverandi starfs- maður KBB smíðaði leiktæki sem hann setti upp fyrir utan heimili sitt í Borgarnesi. Hann byrjaði að smíða fyrstu leiktækin árið 1979 og bætti svo hægt og rólega við fleiri tækjum og hélt þeim eldri við. Leiktækin eru einstök en útlit þeirra er óhefð- bundið því sem þekkist á leikvöll- um almennt, en Bjössi smíðaði að- eins úr afgangs timbri sem ella hefði verið hent. Leiktækin eru nú kom- in til ára sinna en síðustu ár hefur Borgarbyggð haldið Bjössaróló við með reglubundnu viðhaldi á hverju ári. Þegar völlurinn var skoðaður til að taka út hvað þyrfti að gera á þessu ári kom í ljós að nokkur leik- tæki voru ónýt og önnur þurftu töluvert viðhald. Var því ákveðið að fara vel yfir öll leiktækin. „Það voru þarna nokkur leiktæki sem voru tekin alveg í gegn frá grunni og önnur sem voru töluvert endur- nýjuð,“ segir Hrafnhildur Tryggva- dóttir, verkefnastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar í samtali við Skessuhorn. Halda í einkenni Bjössaróló Ólafur Axelsson smiður hefur und- anfarin ár séð um viðhald á Bjöss- aróló fyrir Borgarbyggð og tók hann einnig að sér þessar endur- bætur ásamt sínu starfsfólki. Bjöss- aróló var lokað frá 22. apríl síð- astliðnum og opnaður á ný föstu- daginn 8. maí í mun betra ástandi. „Við létum fjarlægja eina klifur- grind sem Bjössi hafði ekki gert og var því ekki með í uppruna- legu pælingunni hans. Önnur leik- tæki eru núna komin í lag og svæðið allt orðið mun betra og við höfum heyrt að það sé mikil ánægja með þetta,“ segir Hrafnhildur og bæt- ir við að næst verði stigi sem ligg- ur frá Bjössaróló niður að íþrótta- svæðinu í Borgarnesi endurnýjaður. „Það verður bara farið í það núna í vor og sumar. Við leggjum upp með að halda Bjössaróló við og halda vel í einkenni hans. En ég held að Bjössaróló sé alltaf að komast bet- ur á kortið og fundum við það til dæmis á Covid tímum að það var mikil aðsókn á svæðið. Við viljum geta tekið á móti fólki á Bjössaróló í sumar og vonum að Íslendingar, og aðrir, verði duglegir að kíkja við,“ segir Hrafnhildur. arg/ Ljósm. Hrafnhildur Tryggvadóttir Sum leiktækin þurfti að gera upp frá grunni. Miklar endurbætur á Bjössaróló í Borgarnesi Bjössaróló er sífellt að verða þekktari. Ljósm. Heiðar Lind Hansson. Búið er að gera miklar endurbætur á leiktækjunum. Leiktækin smíðaði Björn Guðmundsson úr afgangs timbri sem til féll.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.