Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 202014 Það styttist í að nýtt fimleika- hús verði tilbúið við Vesturgötu á Akranesi. Um er að ræða 1.640 fermetra hús sem er byggt við gamla íþróttahúsið. Einnig er búið að gera upp hluta af aðstöðunni í gamla húsnæðinu og næst verður það hús tekið í gegn að utan, múr- verk lagað og húsið málað. Í sal nýja hússins er gryfja og steyptir áhorfendapallar auk þess sem hægt er að horfa niður í salinn frá áhorf- endasvæði þar sem gengið er inn á áhorfendapallana en þar verða stórir gluggar niður í bæði nýja og gamla salinn. Gömlu búningsklef- unum hefur verið breytt þar sem áður voru fjórir klefar eru nú orðn- ir sex og nýjum sturtum komið fyrir undir áhorfendapöllum fim- leikahússins. Inngangurinn sem snýr að Brekkubæjarskóla verður lokað og notuður sem skógeymsla og á móti kemur nýr inngangur þar sem gamli inngangurinn var upp á þekjuna. Frístund Brekku- bæjarskóla verður áfram í íþótta- húsinu og færist nú á áhorfenda- svæðið en þar verður sett upp lít- il eldunaraðstaða sem nýtist til að útbúa smá bita fyrir krakkana í frí- stund og fimleikafélagið getur ver- ið með litla veitingasölu þar þegar mót standa yfir. Formleg vígsla í haust Fyrirtækið Spennt ehf. er um þess- ar mundir að ljúka við sinn hluta af verkinu og í vikunni koma verk- takar að leggja gólfdúk á salinn. Lítilsháttar seinkun verður á upp- setningu búnaðar þar sem sá verk- hluti er í höndum danskra verktaka og vegna kórónuveirunnar geta þeir ekki komið til landsins strax. Þeir eru þó væntanlegir til landsins snemma í júlí og verður fimleika- húsið klárt fyrir fyrstu æfingu þeg- ar þeir hafa lokið sinni vinnu. Að sögn Alfreðs Alfreðssonar, rekstar- stjóra áhaldahúss á skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar, er stefnt á að hægt verði að prófa búnaðinn seinnipart júlímánað- ar og æfingar hefjast svo í haust. Aðspurður segir hann húsið verða formlega vígt í haust áður en æf- ingar hefjast af krafti í húsinu. Viðhaldsfrí klæðning Fimleikahúsið hefur fengið nokkra athygli fyrir útlit þess að utan, en það er klætt með ryðguðum stál- plötum og lerki. „Þetta hefur feng- ið nokkra athygli og það eru alveg skiptar skoðanir á hvort þetta sé fal- legt eða ekki,“ segir Alfreð. „En ég held að það sé ekki hægt að dæma um það fyrr en búið er að ljúka öllu verkinu, fimleikahúsinu, gamla íþróttahúsinu og lóðinni,“ segir Alfreð. Lóðin verður tekin í gegn í sumar. „Akraneskaupstaður er að fara í allsherjar hönnunarferli á skólalóðum bæjarins og verður lóð- in við fimleikahúsið tekin með í því verki,“ segir Alfreð. Arkitekt húss- ins valdi klæðninguna en Akranes- kaupstaður hefur það að leiðarljósi að ytra byrgði húsa sé að mestu við- haldsfrítt. arg Framkvæmdir við nýtt fimleikahús við Vesturgötu á Akranesi eru nú á lokametrunum Fimleikahúsið við Vesturgötu er klætt með ryðguðum járnplötum og lerki. Horft yfir salinn í nýja fimleikahúsinu. Lengst til vinstri á mynd sést hvar verður gryfja. Hér er gengið niður á áhorfendapalla en í þessu rými verður frístund Brekku- bæjarskóla. Til hægri á myndinni sést hvar verður stór gluggi þar sem hægt verður að horfa niður í salinn. Veggurinn á móti glugganum verður færður lengra út og þar verða einnig stórir gluggar til að horfa niður í gamla íþróttasalinn. Hér sést yfir áhorfendapallana í salnum. Búningsklefunum var breytt og fjölgað úr fjórum í sex. Veggurinn fyrir aftan körfuboltaspjöldin verður færður að spjöldunum og þar koma gluggar til að hægt sé að horfa niður í salinn. Hér sést hvar er verið að gera inngang inn í húsið, horft frá hurðinni inn í gamla íþróttasalinn. Nýr gólfdúkur á ganginum fyrir framan búningsklefana. Sturturnar eru undir áhorfendapöllunum í nýja fimleikahúsinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.