Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 202010 Töluverðar mannabreytingar eru nú framundan í stétt presta í Borg- arfirði og skipan prestakalla. Biskup Íslands auglýsti nýverið laust til um- sóknar embætti sóknarprests í Staf- holtsprestakalli. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir var fyrir réttu ári ráðin sóknarprestur Stafholtsprestakalls tímabundið til eins árs, en til gam- ans má geta þess að gárungar kalla slíka tímabundna ráðningu hrökk- brauð. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 2. júní næstkomandi. Tekið er fram í auglýsingu Bisk- upsstofu um embætti sóknarprests í Stafholti að fyrirvari sé gerður um ráðningu þar sem unnið er að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall án fækkunar presta. „Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsókn- ar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing er varða m.a. Stafholts- prestakall og sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla í pró- fastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings,“ eins og það er orðað í auglýsingu Biskupsstofu. Prestakallaskipan óvarin En það er víðar en í Stafholti sem breytingar eru í vændum. Um næstu mánaðamót lýkur séra Flóki Kristinsson embætti í Hvanneyrar- prestakalli. Prestssetrið hefur ver- ið selt og starfið ekki verið auglýst. Samkvæmt svari sem Biskupsstofa gaf Skessuhorni er jafnvel stefnt að sameiningu Reykholts- og Hvann- eyrarprestakalla, en þó líklega ekki fyrr en séra Geir Waage sóknar- prestur í Reykholti lýkur embætti við lok þessa árs. Aðspurður seg- ir séra Geir að bagaleg óvissa ríki um framtíð prestakalla í héraðinu. „Ég hef sannspurt, að biskup er enn að gæla við að leggja saman öll prestaköll norðan Skarðsheiðar og jafnvel Dalaprestakall með,“ segir Geir sem kallar eftir skýrum svör- um biskups um þetta sem og hvort til standi að hafa áfram prestsset- ur í Reykholti. „Fólk er í mikilli óvissu um þetta. Ég get engin svör gefið þar sem enginn héraðsfund- ur hefur verið haldinn vegna ko- vid, prestastefna féll niður og fund- ir fátíðir. Nú er því prestakallaskip- anin næsta óvarin fyrir geðþóttatil- tækjum kirkjustjórnarinnar,“ sagði séra Geir í samtali við Skessuhorn. Hann bætir við að héraðsfund- ir hafi ítrekað hafnað þessum hug- myndum kirkjustjórnarinnar. Líklegt að Reykholt og Hvanneyri verði sameinað Vegna þeirrar óvissu sem ríkir sam- kvæmt framanskráðu, einkum í Borgarfirði, sendi Skessuhorn fyrir- spurn á Biskupsstofu. Pétur Mark- an, samskiptastjóri Biskupsstofu, sendi eftirfarandi svar: „Engar til- lögur liggja fyrir kirkjuþingi um sameiningu prestakalla í Borgar- firði. Hins vegar hafa tvær tillögur verið ræddar á biskupafundi en sá fundur ákveður hvaða sameiningar- tillögur eru lagðar fyrir kirkjuþing ár hvert. Fyrri tillagan fjallar um að prestaköllin í Borgarfirði sameinist í eitt prestakall með einum sóknar- presti og tveimur prestum. Prests- setur verði áfram á Borg, í Stafholti og í Reykholti. Síðari tillagan fjallar um að prestaköllin í Borgarfirði og Dalaprestakall sameinist í eitt prestakall með einum sóknarpresti og þremur prestum. Þessar tillög- ur hafa verið sendar heim í hérað til umræðu en eins og áður sagði hafa þær ekki verið lagðar fram á kirkjuþingi til samþykktar eða synj- unar. Ég geri frekar ráð fyrir því að hvorug þessara tillagna verði lögð- fyrir kirkjuþing í haust en þar sem sóknarpresturinn á Hvanneyri læt- ur af störfum um næstu mánaða- mót og Reykholtsprestakall verð- ur laust um næstu áramót er líklegt að þau tvö prestaköll verði samein- uð og auglýst sem eitt prestakall frá næstu áramótum,“ segir í svari Pét- urs Markan, samskiptastjóra Bisk- upsstofu. mm Í síðustu viku hófst jarðavegsvinna fyrir byggingu nýs gróðurhúss á Garðyrkjustöðinni Laugalandi í Stafholtstungum. Byggt verður um 1300 fermetra gróðurhús sem bæt- ist þannig við þá 3600 fermetra sem nú eru undir gleri. Á næstu tveimur mánuðum verður mokað fyrir hús- inu og steyptur grunnur en síðan er ráðgert að í ágúst hefjist vinna við reisingu hússins. Flutt verður inn forsmíðað hús frá Hollandi sem jafnframt verður, að sögn Þórhallar Bjarnasonar garðyrkjubónda, fyrsta húsið sem hann byggir sem hannað er sérstaklega fyrir raflýsingu. Þótt raflýsing sé í húsunum nú þá voru þau ekki hönnuð með hana í huga. Lífstílsbreyting vinnur með garðyrkjunni Garðyrkjustöðin á Laugalandi er fjölskyldufyrirtæki en hlutafélagið Laugaland var stofnað 1942. Hjón- in Erla Gunnlaugsdóttir og Þórhall- ur Bjarnason eru af þriðju kynslóð garðyrkjubænda þar en auk þeirra er Hjalti sonur þeirra kominn með þeim í reksturinn. Þórhallur seg- ir í samtali við Skessuhorn að mik- il tækifæri séu nú í grænmetisrækt- un hér á landi, bæði í inniræktun og hvers kyns útiræktun. Það megi meðal annars rekja til lífstílsbreyt- ingar landsmanna þar sem margir huga að heilbrigði og hollri fæðu. „Íslendingar eiga hæglega að geta orðið sjálfbærir í grænmetisræktun og eiga að stefna að því. Margir tala fyrir neyslu á öllu sem er hollt auk þeirra sem sérstaklega vilja velja ís- lenskt fram yfir innflutta vöru. Það eru því mikil sóknarfæri til staðar hjá garðyrkubændum og tækifæri ef rétt er á málum haldið,“ segir Þór- hallur. Hann minnir á að æskilegt væri að garðyrkjan fengi raforku á betra verði en nú býðst, en raf- magnsmálin og dreifing orkunnar segir hann vera hálfgert eilífðarmál garðyrkjubænda, þótt ýmislegt hafi þó þokast í rétta átt. Á Laugalandi hefur um langt skeið verið ræktaðar agúrkur eingöngu og síðustu árin er hluti uppskerunnar svokallaðar smágúrkur. Neytendur hafa tekið þeirri framleiðslu fagnandi og hafa Laugalandsbændur verið hvattir til að auka framleiðslu á agúrkum og jafnvel öðrum tegundum einnig vegna aukinnar eftirspurnar. Nýtt byggingarlag Þórhallur segir stækkun gróðrar- stöðvarinnar vera vegna þess að þau sjá framtíð í grænmetisræktun. „Maður væri ekki að standa í þessu nema af því það er framtíð í garð- yrkju og það er hægt að hafa við- unandi afkomu af rekstrinum. Ann- ars værum við ekki að stækka stöð- ina og leggja út í milljóna tuga fjár- festingu.“ Þórhallur segist hafa ver- ið nærri búinn að ráðast í þessa fjár- festingu 2008 en þær fyrirætlanir hafi þá runnið út í sandinn vegna gengisfalls krónunnar í framhaldi af gjaldþroti bankanna. Nú sjái hann lag að taka þráðinn upp. „Gróður- húsin okkar eru í raun framleiðslu- tækin okkar og þau er að sjálfsögðu nauðsynlegt að endurnýja og bæta eftir því sem aðstæður leyfa. Nú byggjum við í fyrsta skipti gróður- hús sem hannað er sérstaklega til að lýsa í því plönturnar. Gömlu húsin okkar eru með norrænu byggingar- lagi en þetta hús verður með hærri veggi og þakið með lágum burstum. Þetta hús verður glerjað með hertu gleri sem á að gera þau sterkbyggð- ara til að takast á við veður og vinda. Það verður nánast hægt að ganga á glerinu án þess að það brotni. Nú á næstu vikum mun Eiríkur J Ingólfs- son taka að sér að steypa upp sökkla og síðan kemur til okkar hollenskur vinnuflokkur í ágúst og áætlar þrjár vikur í að reisa húsið. Annar vinnu- flokkur kemur svo í framhaldinu og glerjar. Þannig reiknum við með að geta hafið framleiðslu í nýja hús- inu á næsta ári,“ segir Þórhallur. Líkt og í núverandi gróðurhúsum á Laugalandi verða agúrkur fram- leiddar í nýja húsinu. mm Brauð laust í Borgarfirði og óvissa um framtíðarskipan embætta Stafholtkirkja í Borgarfirði. Hefja byggingu nýs gróðurhúss á Laugalandi Agúrkuplöntur í uppeldi. Í síðustu viku var byrjað að moka fyrir grunni að nýju gróðurhúsi en jarðvinnuna tók Davíð Ólafsson að sér. Á myndinni eru f.v. Arnþór Ólafsson, Hjalti Þórhallsson, Þórhallur Bjarnason og Davíð Ólafsson. Smágúrkurnar frá Laugalandi hafa fengið afar góðar viðtökur á markað- inum. Erla og Þórhallur eru hér í húsi þar sem hundruðir smágúrkuplantna eru í blóma. Tína þarf smágúrkurnar af plöntunum tvisvar á dag til að þær vaxi ekki uppfyrir kjörstærð. Hollenskt gróðurhús svipað því sem flutt verður inn í sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.