Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 20206 Krefst þrjátíu milljóna REYKH.HR: Tryggvi Harð- arson fráfarandi sveitarstjóri Reykhólahrepps gerir kröfu um að fá greidd laun út núverandi kjörtímabil, það er til júní 2022. Frá þessu var greint á vest- firska fréttavefnum bb.is í síð- ustu viku. Tryggva var sagt upp störfum um miðjan apríl og fær greidd þriggja mánaða laun á uppsagnarfresti. Málið var tek- ið fyrir á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku og var ekki fall- ist á kröfu sveitarstjórans fyrr- verandi. Áætlað er að krafan hljómi upp á 30 milljónir króna að meðtöldum launatengd- um gjöldum fyrir framangreint tímabil. -mm Slakað á fjölda- takmörkunum LANDIÐ: Frá og með síðasta mánudegi er allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 áður, heimilt er að opna líkams- ræktarstöðvar með sömu tak- mörkunum og gilda um sund- og baðstaði og öllum veitinga- stöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og einnig spilasölum, er heimilt að hafa opið til kl. 23.00. Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er. Sjá nánar frétt á íþróttasíðum. -mm Spíttbústaður HVALFJSV: Umsjónarmenn sumarbústaðar í Hvalfirði höfðu samband við lögreglu í vikunni sem leið. Bústaðurinn er leigð- ur út til skamms tíma í senn og fundu leigusalarnir merki um fíkniefnaneyslu og fíkniefni í bústaðnum. Forprófun á efn- unum gefur til kynna að þar sé um að ræða amfetamín, að sögn lögreglu. Málið er til rannsókn- ar. -kgk Býður Jökul til sölu SNÆFELLSNES: Í nýjasta tölublaði bæjarblaðsins Jökuls í Ólafsvík tilkynnir Jóhann- es Ólafsson ritstjóri og útgef- andi hjá Steinprenti að útgáf- an sé til sölu ef viðunandi til- boð fáist. Jökull hefur komið út vikulega frá 8. mars 2001 og fjallar blaðið um málefni líð- andi stundar í Snæfellsbæ og víðar á Snæfellsnesi. -mm Kortavelta mikil framan af maí LANDIÐ: Strangasta hluta samkomubannsins var aflétt 4. maí síðastliðinn. Afléttingin náði til ýmissa þjónustugreina sem höfðu þurft að leggja nið- ur starfsemi vikurnar á und- an. Þannig máttu, svo dæmi séu nefnd, hárgreiðslustofur, snyrtistofur, tannlæknastof- ur, sjúkraþjálfarar og nudd- arar opna dyr sínar á nýjan leik. Þegar rýnt er í innlenda kortaveltu eftir dögum má sjá að landsmenn tóku opnunum fagnandi enda margir orðnir áfjáðir í að komast á nýjan leik í klippingu, sjúkraþjálfun og álíka. Þjónustufyrirtæki hafa almennt farið verr út úr CO- VID-ástandinu en verslanir ef miðað er við greiðslukortatöl- fræði Rannsóknaseturs versl- unarinnar. Raunar sýndu inn- lendar kortatölur fyrir apríl- mánuð 11% aukningu inn- lendrar kortaveltu í verslun- um frá sama mánuði í fyrra á meðan mikill samdráttur var í kortaveltu þjónustufyrirtækja. Dagleg meðalvelta innlendra korta hérlendis hækkaði mið- að við þetta um 43% á milli tímabilanna tveggja, fyrir og eftir afléttinguna 4. maí. -mm Leit hafin að nýju SNÆFELLSNES: Í síðustu viku hófst leit að nýju að And- ris Kalvans, sem talið er að hafi týnst á Snæfellsnesi 30. desember síðastliðinn. Hætta þurfti leit eftir áramót vegna erfiðra veðurskilyrða. Þriðju- daginn 19. maí fór Lögreglan á Vesturlandi ásamt björgun- arsveitarmönnum og sérsveit- armönnum að Hrútaborgum, þar sem talið er að Andris hafi verið. Ekið var þangað á sex- hjólum og dróna flogið það- an yfir stórt svæði, til að leita mannsins og skoða skilyrði. Myndskeiðin úr drónanum hafa síðan verið yfirfarin. Að sögn lögreglu hefur leitin ekki borið árangur enn sem kom- ið er. Skilyrði til leitar eru enn nokkuð erfið og kom það við- bragðsaðilum á óvart hversu mikill snjór er enn á svæðinu. Leit verður haldið áfram þar til maðurinn finnst, að sögn lögreglu. -kgk Slökkt verður á einum ofni járn- blendiverksmiðju Elkem á Grund- artanga fram á sumarið. Þegar Skessuhorn heyrði í Einari Þor- steinssyni forstjóra í gærmorgun var reyndar slökkt á öllum þrem- ur, en tveir þeirra voru aðeins úti vegna hefðbundinna þátta. „Einn ofn verður úti eitthvað lengur og búast má við því að hann verði það eitthvað vel fram á sumarið,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem, í samtali við Skessuhorn. Slökkt var á þeim ofni til að ráðast í hefðbundið viðhald, en ákveðið að lengja stoppið til að gera viðhalds- vinnuna hagkvæmari. Hún verður þannig unnin í dagvinnu en ekki á vöktum allan sólarhringinn. Spurður um áhrif þessa á starfs- mannahald næstu mánuði segir Einar að færri sumarstarfsmenn verði ráðnir til starfa hjá Elkem nú í sumar en verið hefur undan- farin ár. Erfitt ástand á mörkuðum Ástæðan fyrir því að ákveðið var að lengja viðhaldsstopp ofnsins nú segir Einar vera ástand á mörk- uðum, sem rakið er til Covid-19 faraldursins. „Ef ekki eru keyptir bílar og ekki verið að framkvæma þá á endanum vantar ekki stál. Þá geta stálverin ekki lengur framleitt sína vöru og þá vantar þau ekki hráefni sem við framleiðum,“ seg- ir Einar, sem vonast vitaskuld til þess að markaðir fari að glæðast á nýjan leik áður en langt um líður. „Við krossleggjum fingur að það gangi vel að koma heiminum aft- ur í gang,“ segir hann. Það muni líklegast ekki gerast á einni nóttu, en þó það gerðist hratt segir for- stjórinn fyrirtækið vel í stakk búið að takast á við það. Birgaðastaða af fullunninni vöru sé góð og hægt væri að þjóna markaðnum í tölu- verðan tíma áður en framleiðsla hæfist aftur með fullum afköstum. „En þetta er bara mjög sérkennileg staða sem nú er uppi í heiminum. Við erum, eins og sóttvarnalæknir hefur oft sagt, með allt í stöðugri endurskoðun,“ segir Einar Þor- steinsson að endingu. kgk Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga. Ljósm. úr safni/ kgk. Slökkt á einum ofni Elkem fram á sumarið Viðhaldsstopp lengt vegna stöðu á mörkuðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.