Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 21
Hettupeysur
fáð� verðtilboð fyrir þin� hóp
www.smaprent.is • smaprent@smaprent.is • sími 666-5110
Ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira
er enginn sendingarkostnaður!
www.smaprent.is
900 kr/stk
Verð áður 1.290 kr/stk
1.290 kr/stk
1.500 kr/stk
Verð áður 2.990 kr/stk
990 kr/stk
400 kr/stk
Verð áður 1.990 kr/stk
1.990 kr/stk 1.490 kr/stk
Elís�
w
w
w
.s
m
ap
re
n
t.
is
TI
LB
O
Ð
SH
O
R
N
Við sendum út
um alLt LAND!
Sjúkraþjálfun Akraness var opnuð
í síðustu viku við Suðurgötu 126.
Stofuna eiga og reka sjúkraþjálfar-
arnir Gunnar Smári Jónbjörnsson,
Einar Harðarson, Anna Sólveig
Smáradóttir og Helga Sjöfn Jó-
hannesdóttir, en þau eru öll búsett
á Akranesi og voru áður að starfa í
Reykjavík. Það er því mikill fengur
fyrir Skagamenn og nærsveitunga
að fá þau öll til starfa á heimaslóð-
um. Aðstaðan á nýju stofunni er til
fyrirmyndar en þar er rúmgóður
æfingasalur með öllum helstu tækj-
um sem sjúkraþjálfararnir deila. Þá
eru fjögur fullbúin herbergi sem
hver sjúkraþjálfari notar en fimmta
herbergið er laust og því möguleiki
fyrir einn sjúkraþjálfara að bætast í
hópinn. „Þetta eru ekkert smá flott
og góð tæki, alveg það besta sem
er í boði,“ segir Gunnar Smári og
sýnir blaðamanni æfingatæki sem
notast við loftmótstöðu í stað lóða.
„Það eru því engin læti í lóðum að
skella saman eða neitt svoleiðis,“
segir hann og brosir. „Það er svo
gaman að opna svona nýja stöð, þar
sem allt er glænýtt og flott,“ bætir
hann við.
Aðspurður segir Gunnar Smári
starfsemina hafa farið rólega af
stað. „Við byrjuðum á að taka út
allt svona byrjendavesenið og nú
er það allt frá,“ segir hann og hlær.
„Það getur allt farið að detta al-
mennilega í gang hjá okkur núna,“
heldur hann áfram. Þá segir hann
að fólk geti komið í allt að sex
skipti til þeirra án þess að vera með
beiðni læknis. Þær Anna Sólveig og
Helga Sjöfn eru að auki með fyr-
irtækið Hreyfistjórn og á hæðinni
fyrir neðan Sjúkraþjálfun Akra-
ness eru þær með sal fyrir hreyf-
inámskeið. Einnig stendur til boða
að leigja salinn fyrir jóga eða aðra
hóptíma. „Við getum svo nýtt sal-
inn sjálf í alls konar hópatíma en
við förum örugglega af stað með
svoleiðis með haustinu,“ segir
Gunnar Smári.
Hægt er að hafa samband við
Sjúkraþjálfun Akraness í síma
422-1122. arg
Sjúkraþjálfun Akraness opnuð
Gunnar Smári og Einar í salnum í Sjúkraþjálfun Akraness.
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Gunnar Smári Jónbjörnsson, Einar Harðarson og
Anna Sólveig Smáradóttir reka saman Sjúkraþjálfun Akraness. Ljósm. aðsend.
Stofan er vel búin tækjum og tólum og hér má sjá æfingatæki sem notast við
loftmótstöðu í stað lóða.