Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 202020
Kristján Sveinsson rekur fyrir-
tækið Kontiki Kayaking í Stykkis-
hólmi þar sem hann býður upp á
kajakferðir um Breiðafjörð. Krist-
ján ólst upp í Hveragerði og fyrsta
kajakinn keypti hann fyrir ferming-
arpeningana sína. „Ég bjó ekki við
sjóinn svo ég keypti straumvatnska-
jak, svona til að sigla á niður ár og
fljót,“ útskýrir hann. Kajaksiglingar
hafa síðan verið hans helsta áhuga-
mál. „Ég hef verið á fullu í þessu
síðan og um tvítugt var ég byrjaður
að starfa sem leiðsögumaður. Það
leiddi svo til þess að ég fór að vinna
við að fara í river rafting ferðir með
fólk og svo fór ég í ferðir upp á
jökla og fleira,“ segir Kristján sem
hefur meira og minna starfað sem
leiðsögumaður síðustu tíu ár.
Örlögin komu honum
í Hólminn
Kristján flutti í Stykkishólm fyr-
ir fimm árum, en hvað leiddi hann
þangað? „Örlögin,“ svarar hann og
hlær. „Barnsmóðir mín er héðan og
býr hér. Ég ákvað að búa hér líka
til að vera nær syni okkar. Mér líkar
líka rosalega vel að búa hér og líð-
ur vel í Hólminum,“ segir Kristján.
Fljótlega eftir að hann flutti í Stykk-
ishólm byrjaði hann að huga að því
að bjóða upp á kajakferðir. „Mig
langaði að leiðsegja fólki hérna fyr-
ir vestan og fannst vanta afþreyingu
sem tengdist Breiðafirði því þetta
er frábær staður til að vera á kajak,“
segir Kristján. „Það er hægt að fara
í bátsferðir um fjörðinn en það var
enginn með kajaka,“ bætir hann
við. Kristján er að hefja þriðja sum-
arið sitt með kajakferðir um fjörð-
inn og segir hann fyrstu tvö sumur-
in hafa gengið ágætlega, þó það taki
alltaf tíma að koma svona ferðum á
kortið. Mest voru þetta þó erlendir
ferðamenn sem komu í ferðir. „Ég
veit ekkert hvernig þetta sumar
verður. En ég hef líka verið að fá Ís-
lendinga í ferðir, þeir voru til dæm-
is töluvert fleiri síðasta sumar held-
ur en sumarið þar á undan,“ segir
Kristján. „Það verður bara að koma
í ljós hvernig þetta sumar verður en
ég verð með opið. Maður verður
að reyna að hanga í þessu í gegn-
um þessa skrýtnu tíma,“ segir hann
jákvæður.
Þræðir á milli eyja
Aðspurður segir Kristján alla geta
siglt kajak. „Ef þú kannt að hjóla
kanntu á kajak,“ segir hann og bætir
við að kannski sé þetta þó ekki fyrir
þá sem eru vatnshræddir. Að sögn
Kristjáns er Breiðafjörður frábær
staður til siglinga en þar sé einstakt
að róa á kajak í kringum allar litlu
eyjarnar, skerin og hólmana innan
um það fjölbreytta fuglalíf sem þar
er. „Að róa á sjó er ekki mjög frá-
brugðið því að vera á vatni en mað-
ur er kannski aðeins berskjaldaðri
fyrir veðrum og vindum. En þar
sem við erum bara að þræða milli
eyja erum við alltaf nálægt landi,
erum ekki að róa út á rúmsjó,“ seg-
ir Kristján. Aðspurður segist hann
ekki fara með fólk í land í eyjunum
nema kannki í sérstökum tilfellum.
„Ég vil ekki fara í land þegar fugl-
inn er að verpa því það gæti truflað.
En þegar það á ekki við kemur fyrir
á góðum dögum að ég stoppa með
fólk í Landey,“ segir hann.
Hjá Kontiki Kayaking eru opnar
brottfarir sem fólk getur skráð sig
í og komast átta með í hverja ferð.
Fyrir sérhópa býður Kristján upp á
að fara með allt að tíu manns saman
í hóp og til 15. júní næstkomandi er
hann með tveir fyrir einn tilboð á
öllum ferðum. Frekari upplýsingar
er hægt að finna á heimasíðu Kon-
tiki Kayaking, https://www.kontiki.
is. arg/ Ljósm. Kristján Sveinsson
Drónamynd af Þorgeiri GK sem er við Landey. Ljósm. Ása Steinarsdóttir
Einstakt að róa á kajak um Breiðafjörð
Kristján Sveinsson rekur fyrirtækið Kontiki Kayaking í Stykkishólmi.
Skipsflak af Þorgeiri GK sem er við Landey skammt út frá Stykkishólmi. Hér er
Kristján á kajak með Breka Þór, son sinn með sér. Ljósm. visitstykisholmur.is
Mikið fuglalíf í eyjum á Breiðafirði.
Kristján kemur frá Hveragerði en hefur sest að í Hólminum til að vera nær Breka
Þór, drengnum sínum. Ljósm. visitstykisholmur.isÞað er fallegt við Breiðafjörð.
Á siglingu um Breiðafjörð.