Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Af fjárveitingum til slökkviliða Í starfi mínu á liðnum árum hef ég oft fylgst með starfi slökkviliðsmanna. Í þann hóp velst fólk sem hefur sérstaka eiginleika. Svo ég sletti hefur það undantekn- ingalaust svona „rescue“ eiginleika, er ávallt viðbúið. Fólk með þessa eiginleika kýs ýmist að starfa í björgunarsveitum slökkviliðum, aka sjúkrabílum eða lög- reglu. Er oft mundstrað í fleiri en eitt af þessum hlutverkum og við útköll þurft að velja á milli þess að grípa rauða björgunarsveitargallann eða gula slökkviliðs- búninginn. Þetta er fólkið sem alltaf er til taks ef koma þarf öðrum til hjálpar. Allir vilja hafa slökkviliðsmenn til taks, en enginn vill þurfa að fá þá heim til sín. Í síðustu viku fylgdist ég með stóru verkefni þegar gróðureldar breiddust hratt út í grónu hrauni neðan við Paradísarlaut í Norðurárdal. Um viðamikið verkefni var að ræða og því var strax ákveðið að kalla til aðstoðar slökkviliðs- mönnum í Borgarbyggð, félaga þeirra frá Akranesi og af Suðurnesjum. Sam- hentur náði þessi hópur að slökkva eldana á tólf tímum sem í mínum huga er nánast kraftaverk miðað við aðstæður. Samstarf líkt og var með slökkviliðunum í Norðurárdal er þekkt frá síðari árum. Nægir að nefna stórbruna sem varð á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholts- hreppi 2016. Þá sameinuðust öll slökkvilið á Vesturlandi í baráttuna við elda í fiskþurrkun. Vissulega brann stórt hús, en með samstilltu átaki tókst slökkvi- liðsmönnum á Vesturlandi að koma í veg fyrir að fleiri hús yrðu eldi að bráð. Tjónið var engu að síður svo mikið að sama dag gaf tryggingafélagið sem í hlut átti út afkomuviðvörun. Ég hins vegar man ekki hvort slökkviliðin fengu sér- stakar þakkir frá tryggingafélaginu fyrir að hafa komið í veg fyrir að enn stærra tjón yrði. Á liðnum árum hef ég reynt að fylgjast sem best með starfi allra slökkviliða í landshlutanum, en þó sýnu mest með starfi og tækjakosti slökkviliðanna í Borg- arbyggð annars vegar og Akranesi og Hvalfjarðarsveit hins vegar. Bæði eru þessi lið mönnum úrvalsmannskap. Þar hefur orðið mikil endurnýjun á síðustu árum í mannskap og nú er þjálfun tekin föstum tökum. En það gegnir öðru máli um endurnýjun búnaðar, þar ráða aðrir för. Slökkvilið, eldvarnaeftirlit og annað sem tengist þeirri starfsemi er á forsvari sveitarfélaga en starfað er í anda laga og reglugerða sem gilda á landsvísu. Varð- andi endurnýjun tækjakosts finnst mér skóinn hafa kreppt all verulega á síðustu árum. Mér hefur fundist alltof litlum fjármunum varið í málaflokkinn og beini orðum mínum sérstaklega að Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og Borgar- byggð. Mér finnst til dæmis ekki ná nokkurri átt að enginn körfubíll sé til staðar á Akranesi. Nýlega var flutt inn í tíu hæða fjölbýlishús og fjölmörg önnur hús eru í bæjarfélaginu þar sem hæðirnar eru frá fjórum og upp í tíu. Jafnvel þótt nýjasta húsið sé búið úðakerfi, ef upp kæmi eldur, er það í mínum huga með öllu óásættanlegt að í bæjarfélaginu sé ekki til sérbúinn körfubíll til að koma fólki til bjargar úr mikilli hæð. Aldrei myndi ég flytja inn í háhýsi við þessar aðstæður. Finnst raunar ótrúlegt að verktakar, almenningur og einnig slökkvilið sýni það jafnaðargeð sem raun ber vitni í þessu máli. Í tilfelli Slökkviliðs Borgarbyggðar er jafn ótrúlegt að ekki sé til staðar slökkvibíll eða bílar sem búnir eru One-Se- ven froðubúnaði. Margoft hef ég orðið vitni af hversu vel slíkur búnaður virkar hvort sem er í húsbrunum eða til að slökkva gróðurelda. Af þessum sökum fagna ég sérstaklega að slökkvilið í landshlutanum eru farin að vinna náið saman og deila um leið tækjakosti þegar mikið liggur við. En engu að síður skipta mín- útur máli þegar brunar eru annars vegar. Sveitarstjórnarfólk þarf því að hætta að líta á framlög til slökkviliða sem afgangsstærð. Slökkvilið eiga aldrei að vera olnbogabörn í rekstri sveitarfélaga, margir aðrir málaflokkar eru minna nauð- synlegir. Við eigum ekki að þurfa að fórna mannslífum vegna þess að búnaður slökkviliða stenst ekki tímans tönn. Þá hættir jafnvel duglega „rescue“ fólkið okkar að vilja koma nærri. Magnús Magnússon Mikill erill hefur verið á höfninni í Grundarfirði þennan mánuðinn. Drangey SK hefur komið nokkr- um sinnum og landað í Grundar- firði í mánuðinum ásamt heimabát- unum. Þá hafa sömuleiðis nokkrir rækjubátar landað en heildaraflinn sem komið hefur í land í Grundar- fjarðarhöfn fór yfir tvöþúsund og fjögurhundruð tonn 25. maí síðast- liðinn. Þá voru starfsmenn Djúpa- kletts önnum kafnir við að landa úr Drangey sem kom með fullfermi að landi um morguninn en áður höfðu þeir landað fullfermi úr Runólfi SH og Sigurborg SH beið löndunar. Þá voru Farsæll og Vestri einnig vænt- anlegir síðar um daginn. tfk Síðastliðinn miðvikudag hófust grásleppuveiðar í Breiðafirði sam- kvæmt sérstöku tímabundnu leyfi sem sjávarútvegsráðherra gaf til veiða þar, þegar hann tilkynnti að öðrum grásleppuveiðum yrði hætt 3. maí. Bátum með veiðireynslu á Breiðafirði er nú heimilt að veiða allt að 15 tonn á þessari stuttu ver- tíð. Jafnframt talaði ráðherra skýrt um það á fundi með grásleppu- veiðimönnum að veiðarnar yrðu stöðvaðar ef í ljós kæmi að þær yrðu óhóflegar eins og það var orðað. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar í Stykkishólmshöfn á laugardag- inn. Verið var að landa fallegri grá- sleppu úr Öbbu SH. Þeir sjómenn sem fréttaritari ræddi við sögðu veiðarnar ganga vel. Netin voru lögð miðvikudaginn 20. maí og voru flestir með löndun úr fyrstu vitjunum á föstudag eða laugardag. mm/ Ljósm. sá. Góð aflabrögð í maí Hásetarnir á Öbbunni í löndun. Skammvinn grásleppuvertíð Hér er verið að landa fallegri grásleppu úr Öbbu SH í Stykkishólmshöfn. Guðmundur Gunnþórsson, Gummi Gussa, er hér að ísa grásleppuna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.