Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 202016 Fornbifreið er þannig skilgreind í lögum að það er ökutæki sem ekki er ætlað til almennrar notkunar, telst vera safngripur og er eða verður að minnsta kosti 25 ára á almanaksárinu. Bíll verður þó ekki sjálfkrafa fornbíll við 25 ára aldurinn, en hægt er að sækja um slíka skráningu. Óháð því þá lækka bifreiða- gjöld til hins opinbera þegar þeim aldri er náð. Ef um fornbíla er að ræða er mögulegt að semja um hagstæðari tryggingaið- gjöld enda eru það ekki brúksbílar. En þrátt fyrir að fornbíl- um sé lítið sem ekkert ekið nema á tyllidögum þarf að færa þá til skoðunar annað hvert ár til að þeir séu löglegir í umferð- inni. Frumherji hefur um árabil í samstarfi við Fornbílafjelag Borgarfjarðar boðið eigendum fornbíla upp á sérstakan skoð- unardag í Borgarnesi gegn einkar hagstæðu gjaldi. Á Sam- gönguminjasafninu í Brákarey voru rúmlega 80 bílar og önn- ur farartæki síðastliðinn vetur en fækkar lítilega yfir sumar- tímann. Flestir bílanna eru í eigu félagsmanna en félagið sjálft á þó tæpa tvo tugi bíla og annarra ökutækja sem því hafa ver- ið gefnir. Það var líf og fjör í skoðunarstöð Frumherja síðdegis á þriðjudag í liðinni viku. Þá streymdu bílar á svæðið, hver á fætur öðrum. Skúli Guðmundsson skráði bílana í röðina og tók við gjaldi en Kristinn Óskar Sigmundsson tók bílana svo til skoðunar. Flestir höfðu bílarnir verið ræstir í stæðum sí- num í Brákarey og brunað á þeim á Sólbakkann. Líkt og með nýlegri bíla þarf að fara yfir að helstu öryggisatriði í fornbílum séu í lagi. Misjafnt er þó hvaða kröfur eru gerðar og fer það eftir framleiðsluári bílsins. Þannig var til dæmis ekki skylt að hafa öryggisbelti í elstu bílum og jafnvel ekki stefnuljós, svo dæmi séu tekin. mm Fornbílar færðir til skoðunar Fagur gulrauður Wagoneer árgerð 1970 var með fyrstu bílum til skoðunar. Árni Guðmundsson á Beigalda á tvo Volvo fólksbíla, hvor öðrum glæsilegri. Sá yngri er hér til skoðunar, M-558 árgerð 1988. Kristinn Óskar er hér að yfirfara búnaðinn í Oldsmobile Super-88, árgerð 1959. Snorri Jóhannesson á Augastöðum, eigandi bílsins, gengur léttfættur við hlið hans. Snorri sagði þetta hátíðisdag sem hann vildi ekki missa af, þótt annir stæðu nú yfir í sauðburði. Með skoðunarmiða til 2022 brunaði Snorri svo í sveitina, vel keyrandi. Jónas Guðmundsson á Bjarteyjarsandi mætti með Chevrolet Biscayne, 58 módel. „Varaðu þig, þú ert að keyra út úr braut,“ kallar Gunnar Jónsson hér til Kristins, sem áttaði sig ekki á hversu mjór Morris Ninor Super-1000 er. Bíll þessi er af árgerð 1964 og skráð framleiðsluland hans er Stóra-Bretland. M-20 var skömmu síðar kominn með fulla skoðun til 2022. Þessi Mustang Mark-1 er af árgerð 1971 og vissulega einn glæsilegasti bíllinn sem fór á gryfjuna þennan daginn. Oddur Ágúst Fjeldsted er stoltur eigandi. Volvo, Benz og Chevrolet pickup í röðinni. Komið með Volkswagen rúgbrauð árgerð 1980 til skoðunar. Þetta er einn af mörgum bílum í eigu Fornbílafjelagsins. Sæmundur Sigmundsson mætti fyrstur manna í skoðun með sinn M-5 Chevrolet Bel Air árg. 1957. Einn sá glæsilegasti í Brákarey enda kenndur við hverfi ríka og fræga fólksins í LA. Gömlu skoðunarmiðarnir eru sérframleiddir af Forn- bílaklúbbi Íslands til að halda í gamla hefð allt frá tímum Bifreiðaeftirlits ríkisins. Margir safna þessum miðum og raða þeim í framgluggana eftir því sem pláss leyfir. Hvort það er heppilegt til lengdar er önnu saga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.