Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 27
Frá og með síðasta mánudegi er
allt að 200 manns heimilt að koma
saman í einu rými í stað 50 og
heimilt að opna íþróttamannvirki
og líkamsræktarstöðvar með sömu
takmörkunum og gilda um sund-
og baðstaði og aðra staði. Í minn-
isblaði sóttvarnalæknis er jafnframt
lagt til að engar sérstakar takmark-
anir verði á íþróttastarfi en gæta
þarf að hámarksfjölda fullorðinna
allt að 200 manns í sama rými.
Þetta kemur fram í nýrri auglýs-
ingu heilbrigðisráðherra um tak-
mörkun á samkomum vegna far-
sóttar sem birt var í dag og tekur
gildi á morgun.
Þó er tekið fram í auglýsingunni
að í takmörkun á samkomum felst
að fjöldasamkomur eru óheimilar
þegar fleiri en 200 einstaklingar
koma saman, hvort sem er í opin-
berum rýmum eða einkarýmum.
Þar á meðal eru íþróttaviðburðir
og aðrir viðburðir þar sem fleiri en
200 manns koma saman.
Í auglýsingunni er hvatt til þess
að viðhalda tveggja metra nálægð-
armörkum eftir því sem kostur er,
eins og nánar er fjallað um í aug-
lýsingunni. Auglýsingin er í fullu
samræmi við tillögur sóttvarna-
læknis.
Með nýrri auglýsingu verður
framkvæmd tveggja metra regl-
urnar breytt nokkuð. Horft er til
þess að vernda þá sem eru við-
kvæmir með því að skapa þeim sem
það kjósa aðstæður til að viðhalda
tveggja metra fjarlægðarreglu.
Þannig verði til dæmis á veitinga-
stöðum, í leikhúsum og bíósölum
boðið upp á að minnsta kosti nokk-
ur sæti sem geri þetta kleift.
Á líkamsræktarstöðvum verð-
ur, líkt og á á sund- og baðstöð-
um, takmörkun á fjölda gesta sem
miðast við að þeir séu aldrei fleiri
en nemur helmingi af leyfilegum
hámarksfjölda samkvæmt starfs-
leyfi. Eins og fram kemur í auglýs-
ingunni verða áfram gerðar sömu
kröfur um sótthreinsun og þrif al-
menningsrýma og hingað til. Þessi
nýja auglýsing um takmörkun á
samkomubanni gildir til 21. júní.
mm
Árleg hreyfivika, Now We Move,
hófst á mánudaginn og stendur yfir
fram á næsta sunnudag. Verkefnið
er hluti af stærstu lýðheilsuherferð
í Evrópu og hefur verið fastur lið-
ur á hverju ári frá árinu 2012 en
það er UMFÍ sem sér um að skipu-
leggja og halda um viðburðinn hér
á landi. Markmið verkefnisins er að
fjölga íbúum í Evrópu sem hreyfa
sig reglulega, en aðeins þriðjung-
ur þeirra gerir það. UMFÍ hvetur
alla til að finna sér uppáhalds hreyf-
ingu til að stunda reglulega, eða að
minnsta kosti í 30 mínútur á dag.
Nokkur sveitarfélög á Vesturlandi
taka þátt í Hreyfivikunni með að
bjóða upp á skipulagða viðburði á
sínum svæðum.
Á heimasíðu UMFÍ má finna
viðburði eftir sveitarfélögum og
eru þar skráðir viðburðir á Akra-
nesi, Borgarnesi, Búðardal og Snæ-
fellsbæ. Nákvæmari dagskrá er
þó að finna fyrir viðburði á Akra-
nesi á www.ia.is og í Borgarbyggð
á www.umsb.is. Á Akranesi verð-
ur m.a. boðið upp á opnar æfingar
hjá Knattspyrnufélagi ÍA, útiklifur
og fræðslu um hjól og hjólatúra. Í
Borgarnesi verður m.a boðið upp á
gönguferðir, íþróttadag og göngu-
ferð yfir Skarðsheiði.
arg
Miklar sviptingar voru á sunnu-
dagskvöldið á lokahring B-59
Hótel-mótsins í golfi sem spilað
var á Garðavelli á Akranesi und-
ir stjórn Golfklúbbsins Leynis.
Mótið er eitt af sterkustu mótum
sumarsins og allir fremstu spilarar
landsins tóku þátt. Á mótinu voru
leiknir þrír hringir, alls 54 holur,
frá föstudegi til sunnudags. Gríð-
arleg spenna var á lokadeginum
þegar bæði Valdís Þóra Jónsdótt-
ir og Haraldur Franklín Magnús
urðu að gefa eftir forystu sem þau
höfðu haft allt mótið. Rástímum
keppenda var seinkað fram yfir
hádegi á sunnudag vegna veðurs
og voru aðstæður nokkuð krefj-
andi síðdegis vegna úrkomu. Það
var mikill munur frá laugardeg-
inum þegar besta veður sumars-
ins var um vestanvert landið. Það
var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
úr GR og Axel Bóasson úr Keili
sem stóðu uppi sem sigurvegarar
á mótinu. Ólafía Þórunn tryggði
sér sigurinn með pari á lokahol-
unni en Valdís Þóra var með fimm
högga forskot á hana fyrir loka-
hringinn. Axel Bóasson lék loka-
hringinn á mínus einu höggi sem
dugði honum í einvígi gegn Har-
aldi Franklín Magnús úr GR.
mm/ Ljósm. golf.is/seþ
Valdís Þóra
Jónsdóttir,
Guðrún Brá
Björgvins-
dóttir, Ólafía
Þórunn Krist-
insdóttir á
milli brauta.
Sviptingar á fyrsta stórmóti ársins í golfi
Horft yfir keppnisvöllinn í veðurblíðunni á laugardaginn. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Axel Bóasson úr Keili stóðu uppi sem sigur-
vegarar.
Svipmynd úr Meta Bolic á Akranesi. Ljósm. úr safni.
Dregið úr takmörkun á íþróttastarfi
Hreyfivika
stendur nú yfir
Hreyfivika stendur yfir. Ljósm. UMFÍ
Frá hlaupi yfir Skarðsheiði í Hreyfiviku á síðasta ári. Ljósm. úr safni/UMSB