Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 7 FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF 26 íbúðir af 37 seldar Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð tilbúin á 1. hæð. 2ja-3ja herbergja íbúðirnar eru frá 93 fm til 96 fm, möguleiki að bæta við öðru svefnherbergi. Sérmerkt bílastæði. Sérgeymsla í kjallara. Verð 39,0 millj. (ein íbúð eftir). 3ja herbergja íbúðirnar 105 fm til 107 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílakjallara og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 46,6 millj. til 50,9 millj. 4ra herbergja íbúðirnar eru frá 126 fm til 128 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílskýli og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 56,4 millj. til 59,4 millj. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH. Innihurðir og flísar frá Parka. Heimilistæki frá Ormsson. Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunnar, sýningaríbúð á 1. hæð hússins. Stillholt 21 – Akranesi Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Sýslumaðurinn á Vesturlandi S K E S S U H O R N 2 01 9 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Kjör forseta Íslands fer fram laugardaginn 27. júní 2020. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundarer hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum: Akranesi - skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18, virka daga kl. 10.00 til 15.00 Borgarnesi - skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00 Stykkishólmi - skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00 Frá 9. júní 2020 verður einnig kosið á neðangreindum stöðum; Búðardal - skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11, á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 09.30 til 13.00 Eyja- og Miklaholtshreppi - skrifstofu hreppsstjóra, Þverá, virka daga kl. 12.00 til 13.00 Grundarfirði – skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16, virka daga kl. 10.00 til 14.00 Snæfellsbær - skrifstofu sýslumanns, Klettsbúð 4, virka daga kl. 09.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00 Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Stykkishólmi, 25. maí 2020 Sýslumaðurinn á Vesturlandi Lögreglustjórinn á Suðurnesj- um birti á sunnudaginn ábendingu til foreldra varðandi hlaupbangsa (Gummy bears) sem innihalda kannabis og hugsanlega fleiri efni. Ungmennum var um helgina boðið slíkt stórhættulegt sælgæti og vitað er um tvö tilfelli þar sem 13 og 14 ára stúlkur voru fluttar meðvitund- arlausar á sjúkrahús. „Talið var í fyrstu að um veikindi væri að ræða en við sýnatöku kom í ljós að stúlkurnar höfðu innbyrt kannabisefni og morfín. Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi,“ segir í tilkynn- ingu lögreglu. „Málin bárust til okk- ar og rannsókn leiddi í ljós að stúlk- urnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni. Sjálfsagt er um að ræða forvitni hjá unga fólkinu. For- eldrar þessara krakka spurðu okkur ítrekað hvar fá börnin þessi efni? Aðgengi að fíkniefnum er afar auð- velt og fyrir þann sem hefur verið bent á hvernig þetta er gert þá tek- ur það ekki nema nokkrar mínútur að verða sér úti um efni,“ sagði lög- reglan á Suðurnesjum. „Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi mál- ið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem varð sér úti um þetta var brugðið, þegar hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglu- mann og áttaði hann sig á alvar- leika málsins. Við viljum brýna fyrir foreldrum að ræða þetta við börnin ykkar og fræða þau um þessar hætt- ur sem eru þarna úti. Sá sem þetta ritar gerði sér ferð á veraldarvef- inn og eftir stutta stund þar þá er gríðarlega auðvelt að búa til þetta hlaup og hægt er að steypa það í hvaða form sem er, hvort sem það eru hlaupbangsar eða hvað sem er. Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því til- felli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýn- um sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja alls- kyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.“ Að lokum er það tekið fram að stúlkunum tveimur heilsast ágætlega voru þær útskrifaðar af sjúkrahúsi á sunnu- dag og munu að öllum líkindum ná sér að fullu. mm Hlaupbangsar í umferð sem innihalda kannabis og morfín

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.