Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 20208
Beltislausir
SNÆFELLSNES: Lögregl-
an á Vesturlandi hafði afskipti
af mörgum ökumönnum á Snæ-
fellsnesi á mánudaginn. Einn
var stöðvaður við Hamraenda í
Stykkishólmi, ljóslaus auk þess
sem hann hafði ekkert ökuskír-
teini meðferðis. Blásturspróf gaf
til kynna áfengisneyslu, en undir
refsimörkum. Var akstur manns-
ins því stöðvaður og hann þurfti
að halda áfram fótgangandi. Þá
voru nokkuð margir sektaðir á
Snæfellsnesi þennan mánudag-
inn fyrir að vera ekki í bílbelti,
ljóslausir, fyrir of hraðan akstur,
án þess að vera með ökuskírteini
meðferðis og fyrir að tala í sím-
ann undir stýri. -kgk
Rúða í höggi
BORGARNES: Tilkynnt var
um tjón á bifreið sem lagt var
á bílastæði við Hamar í Borg-
arnesi á föstudaginn. Hliðar-
rúða hafði brotnað. Ekki er tal-
ið að um skemmdarverk eða
innbrot hafi verið að ræða, held-
ur að golfkúla hafi verið slegin í
rúðuna frá Hamarsvelli. -kgk
Einkennilegt
aksturslag
VESTURLAND: Tilkynnt var
um einkennilegt aksturslag bif-
reiðar í Hvalfjarðargöngum síð-
degis á sunnudag. Bíllinn á að
hafa rásað á veginum og farið yfir
á öfugan vegarhelming. Bifreiðin
fannst ekki. Sama dag var tilkynnt
um glæfraakstur á Kirkjubraut á
Akranesi. Sá ökumaður var stöðv-
aður á Skagabraut skömmu síðar
og neitaði sök. -kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
16.-22. maí
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu
Akranes: 33 bátar.
Heildarlöndun: 81.017 kg.
Mestur afli: Ebbi AK-37: 17.230
kg í fjórum róðrum.
Arnarstapi: 30 bátar.
Heildarlöndun: 138.797 kg.
Mestur afli: Bárður SH-811:
66.816 kg í sex löndunum.
Grundarfjörður: 26 bátar.
Heildarlöndun: 597.286 kg.
Mestur afli: Drangey SK-2:
211.308 kg í tveimur löndunum.
Ólafsvík: 59 bátar.
Heildarlöndun: 800.153 kg.
Mestur afli: Streinunn SH-167:
133.202 kg í fjórum róðrum.
Rif: 33 bátar.
Heildarlöndun: 727.381 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH-270:
135.629 kg í tveimur löndunum.
Stykkishólmur: 17 bátar.
Heildarlöndun: 26.787 kg.
Mestur afli: Hanna Ellerts
SH-4: 2.937 kg í einum róðri.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Drangey SK-2 - GRU:
117.937 kg. 18. maí.
2. Drangey SK-2 - GRU:
93.371 kg. 21. maí.
3. Tjaldur SH-270 - RIF:
88.420 kg. 18. maí.
4. Sigurborg SH-12 - GRU:
87.182 kg. 17. maí.
5. Örvar SH-777 - RIF: 77.350
kg. 18. maí. -kgk
Slys við
framúrakstur
BORGARBYGGÐ: Um-
ferðarslys varð á Snæfells-
nesvegi nálægt vegamótun-
um við Akra á laugardag-
inn. Tveimur bifreiðum var
ekið til suðurs. Ökumaður
aftari bifreiðarinnar hugð-
ist taka fram úr þegar fremri
bílnum var beygt í veg fyrir
hann. Ökumaður fremri bíls-
ins ætlaði að beygja til vinstri
og hafði hægt ferðina. Kvaðst
hann ekki hafa tekið eftir hin-
um bílnum við framúrakstur-
inn með þeim afleiðingum að
bifreiðarnar lentu saman og
annar bíllinn hafnaði á skilti.
Fólkið í bílunum kenndi sér
eymsla eftir slysið. Ökumað-
ur og börn úr öðrum bílnum
voru flutt til læknisskoðun-
ar á heilsugæslustöð HVE í
Borgarnesi. Báðir bílarnir eru
mikið skemmdir og óökuhæf-
ir. -kgk
Sviptur og fullur
GRUNDARFJ: Lögreglu
barst tilkynning um hugs-
anlega ölvaðan og réttinda-
lausan ökumann á ferð við
Grundarfjörð síðastliðinn
laugardag. Lögregla kannaði
málið og fann ökumanninn.
Reyndist grunur tilkynnanda
á rökum reistur, því öku-
maðurinn var undir áhrifum
áfengis og hafði verið svipt-
ur ökuréttindum. Hann var
handtekinn og færður á lög-
reglustöð. -kgk
Dópaður og
drukkinn
BORGARNES: Ökumaður
var stöðvaður á Vesturlands-
vegi til móts við Sólbakka í
Borgarnesi kl. 9 á laugardags-
morgun. Reyndist hann aka
bifreið sinni undir áhrifum
áfengis og er auk þess grun-
aður um að hafa verið und-
ir áhrifum ólöglegra fíkni-
efna. Hann var handtekinn
og færður á lögreglustöð þar
sem honum var gert að veita
blóðsýni. -kgk
Á miklum hraða
VESTURLAND: Dagbók-
arfærslum lögreglu sem tengj-
ast umferðarmálum fer fjölg-
andi og einkum hefur hrað-
akstursbrotum fjölgað mikið
undanfarið eins og áður hefur
verið fjallað um. Síðasta vika
var þar engin undantekning
í umdæmi Lögreglunnar á
Vesturlandi. Lögregla stöðv-
aði ökumann á 122 km hraða
á klst. á Snæfellsnesvegi við
Kaldármela og annan á 128
km hraða á Vesturlandsvegi
við Gröf. Þá var einn grip-
inn á 135 km hraða á klst. á
Útnesvegi við Ingjaldshólsaf-
leggjara. Lögregla var einnig
á ferð um umdæmið á mynda-
vélabílnum. Sem dæmi var
hraði á Vesturlandsvegi vakt-
aður 25. maí, milli kl. 10:00
og 11:00. Alls fóru 57 öku-
tæki um vegarkaflann þessa
klukkustund og fjórir voru
kærðir. Sá sem hraðast ók var
á 113 km/klst. -kgk
18. maí árið 1980 voru þessir fjór-
ir piltar fermdir í Innra-Hólms-
kirkju í Innri-Akraneshreppi. Rétt-
um fjörutíu árum síðar var ákveð-
ið að endurtaka myndatökuna og
stillt upp líkt og forðum. Að vísu
er sóknarpresturinn, séra Jón Ein-
arsson í Saurbæ, fallinn frá fyrir 25
árum, en var vafalítið með þeim í
anda. Á meðfylgjandi mynd freist-
uðu drengirnir þess að vera með
sem líkasta uppstillingu hvað lík-
amsbeitingu varðar. „Það skemmti-
lega er hvað þetta endurspeglar
karakterana í myndefninu; Ingólfur
Valdimarsson sýnir kurteisislegt og
vinalegt bros, Pétur Ottesen drýp-
ur höfði af hógværð og feimni við
myndavélina, Gísli Rúnar að horfa
á einhverja stelpu við hlið ljós-
myndarans og Haraldur Benedikts-
son greinilega búinn að henda ein-
hverri háðsglósu inn í hópinn,“
skrifaði Pétur Ottesen, af hógværð
og bætir við: „En lífið hefur farið
bærilega með okkur og öllum hef-
ur okkur auðnast að fóta okkur vel
eftir að við komumst í fullorðinna
manna tölu.“
mm
Slysavarnadeild Dalasýslu gaf ný-
verið öllum börnum í 5. og 6. bekk
Auðarskóla reiðhjólahjálma og
minnti um leið á mikilvægi þess að
nota hjálma þegar ferðast er um á
reiðhjólum, línuskautum, hlaupa-
hjólum og sambærilegum tækjum.
Undir venjulegum kringumstæð-
um hefðu hjálmarnir verið afhentir
í Auðarskóla en vegna Covid-19 og
takmörkunar á umgengni í skólum
fór hópur félaga úr Slysavarnadeild-
inni um héraðið og afhenti hjálm-
ana. Hér má sjá hóp barna sem
voru saman úti við leik þegar þær
Björt Þorleifsdóttir og Dagný Lára
Mikaelsdóttir mættu með gjafirnar
á Sunnubraut í Búðardal. sm
Bændasamtök Íslands sendu Krist-
jáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra erindi í lok
apríl þar sem farið var fram á tíma-
bundið frávik frá úthlutun tollkvóta
sem kveðið er á í samningi við ESB
um viðskipti með landbúnaðaraf-
urðir. Samtökin lögðu til að fallið
yrði frá útboði á tollkvótum í maí
fyrir tímabillið júlí til desember
2020. Í vikunni sem leið barst svar-
bréf frá ráðherra þar sem erindinu
er hafnað á þeim grundvelli að ekki
sé heimilt að falla frá úthlutun toll-
kvóta vegna ákvæða í tollasamningi
milli Íslands og Evrópusambands-
ins. Ríkisstjórnin hefur hins vegar
ákveðið að ráðast í úttekt á samn-
ingnum og í framhaldi af því verð-
ur tekin ákvörðun um hvort óskað
verði eftir viðræðum við ESB um
endurskoðun tollasamningsins.
Ástæður þess að Bændasamtök-
in óskuðu eftir því að fallið yrði frá
úthlutun tollkvóta tímabundið voru
fyrst og fremst áhrif COVID-19
faraldursins. Mikil fækkun ferða-
manna hefur áhrif á neyslu mat-
væla hér á landi en stækkun toll-
kvótanna með samningi árið 2015
var ekki síst réttlætt með vaxandi
fjölda ferðamanna sem innlend
framleiðsla gæti ekki annað. Þær
forsendur eru að engu orðnar núna
að mati samtakanna. BÍ bentu ráð-
herra á að úthlutun tollkvóta með
óbreyttum hætti, þegar eftirspurn
er verulega minni en áður, myndi
grafa undan innlendri framleiðslu
og mögulega veikja stoðir hennar
verulega. Íslenskt atvinnulíf þyrfti
ekki á því að halda í þeirri djúpu
efnahagslægð sem landið er nú í,
eins og fram kemur í erindi BÍ.
mm
Vill ekki falla frá útboði
tollkvóta á landbúnaðarafurðir
Slysavarnadeild Dalasýslu
gaf reiðhjólahjálma
Fjörutíu ára fermingarafmæli