Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 202024 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Jón Arnar Magnússon fjölþrauta- kappi er að mati undirritaðs, og reyndar margra annarra, fjölhæfasti íþróttamaðurinn sem keppt hefur fyrir Íslands hönd. Þegar hann var upp á sitt besta var hann í fremstu röð í heiminum í sjöþraut innan- húss og tugþraut utanhúss. Hann er í 34. sæti á afrekaskrá Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins í tugþraut frá upphafi. Segir það mikið um styrk- leika hans á alþjóðamælikvarða. Hann á Íslandsmetið í báðum grein- unum og reyndar nokkrum öðrum. Íslandsmetið í tugþraut, 8573 stig, setti hann í Götzis 1998 þá 28 ára, og í sjöþraut 6293 stig í Maebashi 1999 sem er Norðurlandamet. Til saman- burðar má geta þess að Frakkinn Ke- vin Mayer á heimsmetið í tugþraut 9126 stig og Bandaríkjamaðurinn Ashton Eaton í sjöþraut 6645 stig. Margfaldur Íslandsmeistari Jón Arnar keppti á meistaramót- um Íslands í frjálsum íþróttum 1989-2006 og varð 71 sinnum Ís- landsmeistari. Þar af 33 sinnum inn- anhúss og 38 sinnum utanhúss. Árið 2003 vann hann samtals ellefu Ís- landsmeistaratitla, en árin 1990 og 1991 var hann ekki með vegna meiðsla. Samanburður við afreka- skrá FRÍ Hér á eftir ætla ég að bera saman ár- angur Jóns Arnar í einstökum grein- um í sjö- og tugþraut við 100 manna afrekaskrá FRÍ frá upphafi. Þar kem- ur margt fróðlegt í ljós og sýnir hversu fjölhæfur frjálsíþróttamaður Jón Arnar var. Fyrst er nefndur ár- angur hans í metþrautunum en síðan greint frá besta árangri hans í grein- inni og hvar hann er í afrekaskránni. Við þessa samantekt naut ég aðstoð- ar Stefáns Ragnars Jónssonar (al- fræðiorðabókar!), Magnúsar Jakobs- sonar fyrrverandi formanns FRÍ og Friðriks Þórs Óskarssonar sem lengi hefur haldið utan um afrakaskrá FRÍ. Þeir eru allir mjög fróðir um afrek ís- lenskra frjálsíþróttamanna. Sjöþraut Ashton Eaton á heimsmetið í sjö- þraut 6645 stig sett árið 2012. Ár- angur hans í einstökum greinum: 60 m hlaup 6,79 sek, langstökk 8,16 m, kúla 14,56 m, hástökk 2,03 m, 60 m grind 7,68 sek, stöng 5,20 m, 1000 m hl. 2:32,78 mín. Íslands- met Jóns Arnar er 6293 stig: 60 m hlaup 6,99 sek , en á best 6,82 sek. 3. sæti á afrekaskrá FRÍ. Langstökk 7,69 m en á best 7,82 sem er Ís- landsmet. Kúluvarp 16,08 m en á best 16,37 m 16. sæti. Hástökk 2,02 m en á best 2,06 m 8. sæti. 60m grind 8,09 sek en á best 7,98 sem er Íslandsmet. Stangarstökk 5,00 m en á best 5,20 m 3. sæti. 1000 m hlaup 2;39,55 mín 17. sæti. Ef hann hefði ná sínum besta árangri í sömu þrautinni hefði hann hlotið 6532 stig. Næstir honum á afreka- skránni koma Einar Daði Lárus- son með 5859 stig. Árangur í ein- stökum greinum: 7,16 sek, 7,29 m, 13,31 m, 2,08 m, 8,15 sek, 4,75 m, 2:46,37 mín. Í þriðja sæti er Tristan Freyr sonur Jóns Arnars með 5596 stig 20 ára. Árangur hans: 7,03 sek, 7,21 m, 12,32 m, 2,03 m, 8,44 sek, 4,40 m, 2:46,88 mín. Helsti árangur Jóns Arnars í sjö- þrautar mótum (röð-mót-staður- ár-árangur): 3. EM Stokkhólmi 1996 6069 stig. 3. HM í París 1997 6145 stig. 5. EM í Valencia 1998 6170 stig. 5. HM í Maebashi 1999 6293 stig. 2. HM í Lissabon 2001 6233 stig. 2. Ratingen 202 8390 stig. 4. EM Vín 2002 5996 stig. 4. HM Birmingham 2003 6185 stig. 7. EM Búdapest 2004 5993 stig. Tugþraut 100 m hljóp Jón Arnar á 10,74 sek í metþrautinni, en besti árangur hans er 10,3 sek með handtímatöku sem er 4. besti tíminn frá upphafi. Sambærilegur við 10,54 sek með rafmagnstímatöku. Til gamans má geta þess að Jasse Owens setti heimsmet 1936, 10,3 sek, sem stóð í marga áratugi. Jón Arnar stökk 7,60 m í langstökki en á Íslandsmet- ið 8,00 m. Kúlunni varpaði hann 16,03 m en á best 16,61 m sem er með því besta sem tugþrautarmenn hafa náð. Er hann í 19. sæti í afreka- skránni. Í hástökki stökk hann 2,03 m en á best 2,07 m. Er í 7. sæti á af- rekaskránni. 400 m hlaup, sem var síðasta grein fyrri dags hljóp hann á 47,66 sek, en á best 46,49 sek og er í 2. sæti á afrekaskránni. 110 m grindahlaup hljóp hann á 14,24 sek en á best 13,91 sek sem er Íslands- met. Kringlunni kastaði hann 47,82 m en á best 51,30 m sem er í 20. sæti á afrekaskránni. Á stönginni stökk hann 5,10 m en á best 5,20 m og er 2. sæti á afrekaskránni. Spjótinu kastaði hann 59,77 m en á best 64,60 m sem er 14. sæti á afrekaskránni. Síðasta greinin 1500 m hlaup er ekki mikið uppáhald hjá mörgum tugþrautarmönnum. Í met þrautinni hljóp Jón Arnar á 4:46,43 mín – en á best 4:32,23. Það er eina greinin sem hann er ekki í 100 manna skrá FRÍ. Hundr- aðasti árangurinn á afrekaskrá FRÍ er 4:11,0 mín. Aðrir íslenskir tugþrautarmenn Til samanburðar má geta árang- urs þriggja annarra íslenskra tug- þrautarmanna. Einar Daði Lár- usson er annar á íslensku afreka- skránni með 7898 stig sem hann setti í Kladno 2012, 22 ára. Árang- ur hans í einstökum greinum var: 11,23 sek, 7,35 m, 13,99 m, 2,04 m, 49,16 sek, 14,49 sek, 38,74 m, 4,77 m, 56,03 m, 4:37,12 mín. Annar fjölþrautarmaður sem var lengi að, Valbjörn Þorláksson, var í fremstu röð á Norðurlöndum á sínum tíma. Hans besti árangur í tugþraut 7184 stig setti hann í Kaupmannahöfn 33 ára gamall 1967. Hann er í 8. sæti á íslensku afrekaskránni. Ár- angur hans í einstökum greinum var: 100 m 10,77 sek, langst. 7,04 m, kúlu 13,45 m, hástökk 1,78 m, 400 m 50,6 sek. 110 grind 15,4 sek, kringla 39,09 m, stöng 4,40 m, spjót 56,52 m, 1500 m 4:59,2 mín. Þriðji tugþrautamaðurinn er Örn Clau- sen sem varð annar á EM í Brussel 1950 eftir dramatískan endi. Hann náði best 6932 stigum í Reykjavík 1951 þá 23 ára. Hann er í 17. sæti í afrekaskránni. Árangur hans er 100 m 10,8 sek, langstökk 7,12 m, kúluvarp 13,42 m, hástökk 1,80 m, 400 m 50,5 sek, 110 m grind. 14,7 sek, kringla 40,84 m, stöng 3,20 m, spjót 46,44 m, 1500 m 4:42,2 mín. Samanburður við heims- methafann í tugþraut Heimsmet Kevins Mayer í tug- þraut er 9126 stig sett árið 2018. Árangur í einstökum greinum: 10,55 sek, 7,80 m, 16,00 m, 2,05 m, 48,42, sek, 13,75 sek, 50,54 m, 5,45 m, 71,90 m, 4:36,11 mín. Ef Jón Arnar hefði náð sínum besta ár- angri í sömu þrautinni: 10,54 sek, 8,00 m, 16,61 m, 2,07 m, 46,49 sek, 13,91 sek, 51,30 m, 5,20 m, 64,60 m, 4:32,23 mín hefði hann hlot- ið 9150 stig sem væri betri árangur en heimsmetið í dag. Fyrri daginn hefði hann hlotið 4763 stig, senni- lega besti fyrri dagur hjá nokkrum tugþrautarmanni. Hann hefði ver- ið með betri árangur en Kevin Ma- yer í öllum greinum fyrri daginn og í kringlukasti og 1500 m hlaupi seinni daginn. Af þessarri upptalningu sést vel hversu gífurlega fjölhæfur Jón Arn- ar Magnússon var. Helstu mót í tugþraut sem Jón Arnar tók þátt í: 5. Götzis 1995 8237 stig. 5. Tal- ance 1995 8248 stig. 12. Ólymp- íuleikar Atlanda 1996 8274 stig. 5. Götzis 1997 8470 stig. 3. Götzis 1998 8573 stig. 4. Búdapest 1998 8552 stig. 1. Talence 1998 8410 stig. 1. EM bikarkeppni Reykja- vík 1998 8583 stig (meðv. of mikill í grind). Besti árangur Jóns Arnar í sjöþraut og tugþraut er vel sam- bærilegur við árangur fremstu fjöl- þrautamanna í heiminum í dag. Ingimundur Ingimundarson tók saman. Jón Arnar Magnússon fjölþrautarkappi: Fjölhæfasti íþróttamaður Íslands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.