Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 27.05.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 202012 Undanfarið hafa félagar í Slökkvi- liði Borgarbyggðar sótt námkeið til að öðlast löggildingu sem slökkvi- liðsmenn. Um síðustu helgi sátu þeir eitt af fjórum námskeiðum sem menn þurfa að ljúka til að öðl- ast réttindi. Námskeið II er kennt í tveimur hlutum. Nú var farið í bóklega hluta þess, svo sem varð- andi reykköfun, eiturefnaflokka og fleira. Verklega hluti námskeiðsins er síðan kenndur í Keflavík í góðu samstarfi við Brunavarnir Suð- urnesja þar sem meðal annars er kennd heit reykköfun. Mannvirkjastofnun sendir alla jafnan kennara á þessi námskeið og sér um framkvæmd prófa. Það sem er óvanalegt við námskeiðið í Borgarnesi er að nú sér um kennsl- una Heiðar Örn Jónsson, sem ný- verið var ráðinn í starf varaslökk- viliðsstjóra. Hann hefur aflað sér kennsluréttinda hjá Brunavörnum Árnessýslu þar sem hann starfaði áður og er þetta í fyrsta skipti sem slökkvilið mannað hlutastarfandi er þannig að mestu leyti sjálfbært um kennsluna. Nú sækja 16 manns námskeiðið í Borgarnesi, en fram- kvæmd þess er í góðu samstarfi við Mannvirkjastofnun sem jafnframt leggur prófin fyrir að endingu. „Þetta er mikil framför. Áður vor- um við bundnir af því að sækja um námskeið á haustin fyrir næsta ár. Maður sótti kannski um að halda þrjú námskeið en fékk einungis að halda nema eitt. Nú erum við aftur á móti komnir í það ferli að hægt verður að byrja strax nýliðaþjálfun. Þannig verður allt fræðslustarf skil- virkara og þjálfun nýrra slökkviliðs- manna skilvirkari en áður var hægt. Endurmenntunarpógramm verður sömuleiðis hægt að uppfæra jafn- harðan,“ segir Bjarni Kristinn Þor- steinsson slökkviliðsstjóri í samtali við Skessuhorn. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar á námskeiðinu um liðna helgi. mm/ Ljósm. Rolando Díaz. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar stóð fyrir námskeiði á vegum Brunamálaskólans helgina 22.-24. maí. Um er að ræða nám- skeið II, fyrri hluta, þar sem kennt er m.a undirstaða í reykköfun, reyk- losun og björgun fólks úr brenn- andi húsum. Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar slökkviliðsstjóra er námskeiðið hluti af námi slökkvi- liðmanna til að öðlast löggildingu í faginu. Alls voru tíu slökkviliðs- manna frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar sem tóku þátt og þrír slökkviliðsmenn frá slökkvi- liði Snæfellsbæjar. Námskeiðið er haldið á vegum Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar en hún hýsir Brunamálaskólann. Leiðbeinend- ur voru Þórður Bogason og Hall- dór Guðmundsson ásamt Sigurði Þór Elíssyni frá SAH. Áætlað er að seinni hluti námskeiðsins fari fram daganna 5. - 7. júní. mm/jhr Skriðið við reykköfun. Héldu námskeið til að undirbúa löggildingu slökkviliðsmanna Hér er æfing á Jaðarsbökkum. Bundið er fyrir augu til að líkja sem mest eftir raunverulegum aðstæðum í brenn- andi húsum. Fyrsta skipti sem slökkvilið sinnir sjálft kennslunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.