Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 2020 11 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Reykholtskirkja Verið velkomin í Reykholtskirkju Reykholtskirkja 7. sd. 26. júlí Sóknarprestur S K E S S U H O R N 2 02 0 / L jó sm . G uð la ug ur Ó sk ar ss on „Ég skrapp um helgina í Eystri- Rangá með dætur mínar,“ sagði Skagamaðurinn Reynir Sigmunds- son. Hann hefur verið leiðsögu- maður við ána í sumar. Eystri- Rangá hefur gefið flesta laxa í sum- ar, eða þetta um 2000. „Við fórum að veiða í smá stund á svæði þrjú, í Hrafnaklettunum, og allt gekk upp. Helga Dís fjögurra ára fékk maríulaxinn sinn, flottan smálax og beit uggann af og stóð sig eins og hetja. Alexandra Ósk 16 ára fékk svo 90 cm nýgenginn hæng og tók sá fiskur í síðasta kast- inu. Það gekk því allt upp hjá okk- ur á smástund þegar við vorum að veiða,“ sagði Reynir ánægður. Víða hægt að komast í veiði Það er víða hægt að komast í veiði hér á Vesturlandi og veiðivonin er ágæt bæði í laxi og silungi. Marg- ir ungir veiðimenn eru að stiga sín fyrstu skref í veiðinni á þessu sumri enda hafa fjölskyldur sjaldan farið eins mikið saman til veiða eins og í ár. „Það er alltaf að veiðast eitthvað, laxinn er að mæta hjá okkur,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir um leirá í leirársveit, en veiðin byrjaði vel í vor og stutt er í að sjóbirtingurinn fari að mæta. Tími laxins er hins vegar þessa dagana. „Sonurinn fékk flottan sjóbirt- ing,“ sagði Heiða Dís Fjeldsted um sjóbirtinginn sem Kristján son- ur hennar veiddi á Seleyrinni fyrir skömmu. Margir hafa rennt fyrir fisk á Seleyrinni síðan í vor og sum- ir fengið góða veiði. Ódýrt er að veiða þarna. „Við fengum átta laxa, vorum í tvo daga. Mest fengum við í veiði- stað núll,“ sagði Sigurður Garðars- son um Gufuá í Borgarhreppi. Sig- urður veiðir víða á hverju sumri. Hægt er að kaupa veiðileyfi í Gufuá og veiðivonin er bara nokkuð góð núna. Alla jafnan er Gufuá vatnslítil upp við þjóðveg, en vatnsbúskapur- inn er betri neðan til í henni. En við færum okkur aðeins út á Mýrar. Þar er verið að selja veiði- leyfi í ósinn á Hítará fyrir hóflegan pening, en þar veiðist bæði lax og bleikja. Í vikunni voru veiðimenn bæði í Oddastaðavatni og Svínavatni á Heydal. Eitthvað voru þeir að fá en fiskurinn mætti vera stærri. Hraunfjöðurinn hefur verið að gefa vel eins og við höfum áður sagt frá, en til að veiða þar þurfa menn að hafa Veiðikortið. Bleikjan hefur verið í tökustuði í sumar og það mesta sem við heyrðum af voru 50 fiskar hjá einum veiðimanni um daginn. Auk þess vænn fiskur. „Bleikjan er að koma inn í Efri Haukadalsá þessa dagana og veiði- menn að fá flotta fiska,“ sagði Ás- geir Ásmundsson leigutaki. Hægt er að fá veiðileyfi þar. Já, það er víða hægt að veiða í vötnum og ám, enda hafa fjölskyld- ur sjaldan farið eins mikið saman til veiða eins og í sumar. gb Fjögurra ára Skagamær veiddi maríulaxinn Sigurður Garðars með lax úr Gufuá fyrir nokkrum dögum, en þeir félagar veiddu átta laxa. Systurnar Alexandra Ósk og Helga Dís með fiskana sem þær veiddu. Kristján Fjeldsted með flottan sjóbirting af Seleyrinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.