Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Síða 12

Skessuhorn - 22.07.2020, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 202012 Fæðingardagur hans er 11.11. og árið 1946. Mamma hans sagði drenginn hafa byrjað að ganga ell- efu mánaða, líklega um ellefuleitið þennan októberdag. Við heimsækj- um Gunnar Hinriksson rútubíls- stjóra í Stykkishólmi. Hann fædd- ist á Helgafelli í Helgafellssveit. Á þeim sama forna kirkjustað og land- námsjörð sem sagt er að Þorstein þorskabítur, sonur Þórólfs Mostr- arskeggs, hafi fyrstur byggt sér bæ. Synir Þorsteins voru þeir Börkur digri og Þorgrímur, mágur Gísla Súrssonar, sem Gísli reyndar drap. Sonur hans og Þórdísar Súrsdóttur var Snorri goði Þorgrímsson, sem bjó fyrst á Helgafelli og lét gera þar kirkju, en hafði svo jarðaskipti við Guðrúnu Ósvífursdóttur og Ósvíf- ur föður hennar. Bjó Guðrún lengi á Helgafelli, fyrst með fjórða manni sínum, Þorkatli Eyjólfssyni, og síð- an lengi ekkja eftir að hann drukkn- aði. En látum hér lokið upprifj- un Helgafellsfólks á Söguöld. Um þúsund árum eftir tíma Guðrún- ar fór ungur bóndasonur, sem al- ist hafði upp á Helgafelli, að vinna fyrir sér. Fyrst á jarðýtu en síðar að aka börnum úr heimasveit sinni og til skóla í Stykkishólmi og rak lengi hópferðafyrirtæki. En nú er komið að starfslokum hjá Gunnari. Rútu- útgerðin er orðin smá í sniðum. Gunnar og kona hans Benedikta Guðjónsdóttir búa í snyrtilegu ein- býlishúsi með gróinn og fallegan garð við Víkurflöt í Stykkishólmi. Þau eru nú bæði komin á áttræð- isaldur og una hag sínum vel í hús- inu sínu. Erindi blaðamanns var að heyra brot af sögu Gunnars frá Helgafelli og heyra hvað hann hef- ur fyrir stafni. Læstur inni með föngunum „Ég fæddist og ólst upp á Helga- felli við þessi venjulegu sveitastörf. Eins og þá tíðkaðist fóru ungling- ar snemma að vinna fyrir sér. Ég fór í vinnu í Hólminum en var auk þess tvo vetur á vertíð í Ólafsvík. Einn vetur starfaði ég svo í Búrfelli og um tíma árið 1966 á Neskaup- stað, vann þar með litríkum kar- akterum á borð við Óla Komma og úlfi Hjörvar við að rífa tvö versl- unarhús. Það var skemmtilegur tími, alltaf gott veður, farið á böll í Atlavík og notið lífsins. Þá starf- aði ég sjö ár á jarðýtu, hafði alltaf þennan brennandi tækja- og akst- ursáhuga. Vann meðal annars við lagningu vegar yfir Holtavörðu- heiði og sömuleiðis þegar byrj- að var að gera flugvöllinn hér í Stykkishólmi í kringum 1970. Það var maður hérna í Hólminum sem hafði brennandi áhuga á að hing- að yrði flugfært. Hann hét Jóhann Rafnsson og á hann var hlustað og flugvöllurinn er enn. Eitt sinn var ég að vinna á ýtunni á Kvíabryggju, líklega um hálfsmánaðartíma, og var þá látinn gista hjá föngunum. Við vorum einfaldlega lokaðir inni á kvöldin og svo fór ég að ýta þeg- ar opnað var næsta morgun. Þetta voru allt svona smákrimmar sem voru vistaðir þarna á þeim tíma. Einn var kallaður Helgi fleygur og var þarna í afvötnun. Svo var þarna gullsmiður nokkur sem var sett- ur í steininn vegna ógreiddra með- laga. Eitt sinn þegar ég kom þarna úteftir á sunnudagskvöldi var allt í fári. Gullsmiðurinn hafði feng- ið gest sem greinilega hafði skilið eftir flösku í felum. Hann hafði svo dottið í það um kvöldið og fannst við Grundarfjörð eftir mikla leit. Annars var þetta ágætt, þarna voru fangarnir að vinna að ýmsu gagn- legu og komu því vafalaust út betri einstaklingar en fyrir innilokun,“ rifjar Gunnar upp. Skólaakstur í þrjá áratugi Á þjóðhátíðarárinu 1974 hættir Helgafellssveit að senda krakka í heimavistarskólann í laugargerði og Gunnar tekur að sér skólaakstur með börnin sem þá fóru til náms í Grunnskólann í Stykkishólmi. „Ég var í skólaakstrinum akkúrat í 30 ár. Hætti þegar eitt barn var eft- ir á skólaaldri í Bjarnarhöfn. Þeg- ar mest var var ekið með 25 börn úr Helgafellssveit í skólann í Hólm- inum, en oftast voru þetta um tólf börn.“ Gunnar segir að fljótlega eftir að skólaaksturinn hófst hafi hann farið að leita eftir verkefn- um á rútuna yfir sumartímann. „Ég gerðist því hluthafi í Hópferðamið- stöðinni í Reykjavík, sem nú heit- ir Trex. Það fyrirtæki var að meg- inhluta stofnað af bílstjórum af landsbyggðinni sem líkt og í mínu tilfelli vantaði verkefni á bílana á sumrin. Við byrjuðum á BSÍ, fór- um svo á Suðurlandsbraut, í Skeif- una og þangað sem Volvo umboðið er núna. Fyrirkomulagið á rekstri Hópferðamiðstöðvarinnar var þannig að verkefnum var dreift sem bróðurlegast á milli hluthafanna. Stærstu viðskiptavinirnir voru úlf- ar Jakobsen og Ferðaskrifstofa rík- isins, Arena. Mikið var um akstur á skólabörnum úr Reykjavík út á land á vorin en svo var ferðaþjón- ustan að fara af stað og mikið far- ið með erlenda ferðahópa hringinn, yfir Kjöl, Sprengisand og í Öskju, en einnig miklu víðar.“ Keypti síðasta Reykholtsbílinn Aksturinn með börn á vetrum og ferðamenn á sumrin vatt upp á sig hjá Gunnari. „Sumarið 1979 panta ég svo bíl hjá Guðmundi Kjerúlf í Reykholti. Hann hafði þá byggt yfir fjöldan allan af bílum á verk- stæðinu sínu, bæði rútur til far- þegaflutninga og eldhúsbíla í há- lendisferðir. Þegar ég panta bílinn vissi ég ekki að reksturinn á yfir- byggingaverkstæðinu var kominn í basl. Bíllinn átti að verða klár fyrir sumarið 1980, en þetta stóð tæpt. Með góðra manna hjálp, fjármögn- un hjá Friðjóni Sveinbjörnssyni í Strákurinn frá Helgafelli sem fór í véla- og hópferðaakstur Kíkt í heimsókn til Gunnars Hinrikssonar í Stykkishólmi Benedikta og Gunnar heima við eldhúsborðið. Bílnúmerið P-91 hefur Gunnar átt lengi. Nú er það á eldri Bens fólksbíl. Ungur jarðýtustjóri. Í ferð til Færeyja á Reykholtsrútunni. Oft var þröngt til aksturs milli húsa, enda göturnar ekki gerðar fyrir svo stóra bíla. 57 manna Bens rúta sem GH hópferðabílar gerðu út.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.