Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 2020 23 Guðjón Þórðarson hefur verið ráð- inn nýr þjálfari Víkings Ólafsvík. Hann tekur við starfinu af Jóni Páli Pálmasyni sem var vikið frá störf- um í síðustu viku. Guðjón tók formlega við liðinu eftir leik Ólafs- víkinga gegn Aftureldingu á föstu- daginn, en Brynjar Kristmundsson stýrði liðinu í þeim leik sem reynd- ar fór illa fyrir Víking sem tapaði 3-1 á heimavelli. Guðjón Þórðarson er Skaga- maður að uppruna og þaulreyndur þjálfari. Hann hefur m.a. þjálfað lið ÍA, KA, KR, Stoke, Crewe, Notts County og Grindavík ásamt því að hafa þjálfað íslenska karlalands- liðið. Hér á landi hefur Guðjón ekki þjálfað síðan 2012 þegar hann stýrði Grindavík.Síðast var hann við störf hjá NSI Runavik í Færeyj- um en hætti með liðið eftir síðasta tímabil. Í tilkynningu frá Víkingi kemur fram að Guðjón taki við lið- inu og stýri því út þetta tímabil. mm liðin vika hefur reynst kvenna- liði ÍA í knattspyrnu erfið en liðið tapaði báðum viðureignum sínum, fyrst úti gegn toppliði Keflavíkur á fimmtudaginn, og núna síðast á mánudaginn gegn Augnabliki. leikur ÍA og Augnabliks fór fram á Akranesvelli þegar sjötta umferð Íslandsmótsins fór af stað. Það voru Skagastúlkur sem komust fyrst á blað þegar Guðrún Karítas Sig- urðardóttir kom knettinum í mark gestanna. Ekki komu fleiri mörk í fyrri hlutanum og Skagakonur með ágætis eins mark forskot í leikhléi. Í síðar hálfleik, á innan við tíu mínútna spilamennsku, náðu Kópa- vogsstúlkur að jafna metin. Það var Þórhildur Þórhallsdóttir sem sendi boltann yfir marklínu Skagakvenna og jafnaði. Heimstúlkur voru ekki lengi að svara því einungis tveim- ur mínútum síðar kom Fríða Hall- dórsdóttir þeim gulklæddu yfir á nýjan leik og staðan allt í einu orð- in 2-1. lokamínúturnar voru fjör- ugar. Þórhildur Þórhallsdóttir í Augnabliki reyndist hetja liðsins en hún jafnaði metin þegar tvær mín- útur voru eftir af venjulegum leik- tíma. Hún var svo aftur á ferðinni á fyrstu mínútu uppbótartíma og landaði sigrinum í blálokin. 3-2 fyrir Augnabliki var niðurstaðan. Með tveimur töpum í röð í vik- unni, fyrst gegn Keflavík og næst gegn Augnabliki, hefur ÍA dott- ið niður um tvö sæti og situr nú í sjöunda sæti með einungis sex stig þegar sex umferðir eru bún- ar. Augnablik er í sætinu fyrir ofan með sjö stig. Næsti leikur ÍA er gegn Fjölni 28. júlí í Grafarvoginum og hefst leikurinn kl. 19:15. glh/ Ljósm. sas Skagamenn máttu sækja knöttinn sex sinnum í netið þegar þeir heim- sóttu Víking R. í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöld. Staðan var 2-1 í hálfleik og leikurinn galopinn, en í þeim síðari tóku heimamenn öll völd á vellinum og sigruðu að lokum 6-2. Fyrst dró til tíðinda á 23. mínútu leiksins þegar Víkingur fékk víta- spyrnu eftir að Aron Kristófer lár- usson braut á Davíð Erni Atlasyni í teignum. Óttar Magnús Karls- son fór á punktinn og skoraði með föstu lágu skoti í hornið vinstra megin. Árni Snær Ólafsson hafði hönd á boltanum en hafði ekki er- indi sem erfiði. Á 37. bættu heima- menn öðru marki við. Kári Árnason skallaði boltann inn á markteit eft- ir hornspyrnu. Þar reis Davíð Örn hæst í teignum og skallaði boltann í netið. Varnarmenn Víkings sköll- uðu hornspyrnu út í teiginn. Þar féll boltinn fyrir Stefán Teit Þórð- arson sem hamraði hann í þverslá og inn. Staðan í hálfleik var 2-1 og leikurinn galopinn. Víkingar gerðu að kalla út um leikinn með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik. Nikolaj Hansen skoraði það fyrra með lag- legri vippu á 51. minútu eftir góða sendingu frá Atla Barkarsyni. Að- eins mínútu síðar sendu Víking- ar boltann upp völlinn. Árni Snær kom langt út úr markinu en hitti ekki boltann svo hann féll fyrir Er- ling Agnarsson sem fór framhjá Marcusi Johansen og lagði hann í autt markið. Staðan orðin 4-1 fyrir Víking. En Skagamenn voru ekki af baki dottnir og minnkuðu muninn í 4-2 á 59. mínútu leiksins. Brynj- ar Snær Pálsson sendi boltann inn í teiginn á Hlyn Sævar Jónsson sem var einn og óvaldaður í teignum og setti boltann í netið með fyrstu snertingu sinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Skagamönnum tókst þó ekki að minnka muninn í leiknum frekar, þvert á móti áttu heimamenn eftir að auka forskot sitt. Ágúst Eðvald Hlynsson kom Víkingi í 5-2 á 66. mínútu með góðu skoti af vítateigs- línunni eftir sendingu frá Nikolaj Hansen. Ágúst skoraði síðan annað mark sitt og sjötta mark Víkings á 79. mínútu þegar boltinn féll fyrir hann á fjærstöng eftir skot í varnar- mann. Það var síðasta mark leiksins, sem lauk með 6-2 sigri Víkings. Skagamenn sitja í 7. sæti deildar- innar með tíu stig eftir sjö leiki, jafn mörg og Stjarnan í sætinu fyrir og FH-ingar í sætinu fyrir neðan, en hafa leikið fleiri leiki. Næst reima Skagamenn á sig skóna annað kvöld, fimmtudaginn 23. júlí, þegar þeir fá Stjörnumenn í heimsókn á Akranes. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Víkingur Ó. mátti sætta sig við tap gegn Aftureldingu, 1-3, þegar lið- in mættust í 1. deild karla í knatt- spyrnu á föstudagskvöld. leikið var á Ólafsvíkurvelli. Brynjar Krist- mundsson stýrði liðinu í leiknum en Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfari Ólafsvíkinga, fylgdist með úr stúkunni. Hann mun síðan stýra liðinu frá og með næsta leik. En aftur að leik föstudagsins. Það voru gestirnir úr Mosfellsbæ sem komust yfir strax á 5. mínútu leiks- ins eftir laglegt þríhyrningaspil sem lauk með því að Kári Steinn Hlíf- arsson lagði boltann á Jason Daða Svanþórsson sem skoraði. Eftir að hafa fengið smá skell í upphafi komust Ólafsvíkingar betur inn í leikinn eftir því sem leið á. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki, allt þar til hálftími var liðinn. Þá bættu gestirnir öðru marki við. Mikill usli skapaðist í vítateig Víkings eftir hornspyrnu. Að lokum skoppaði boltinn út úr teignum vinstra megin, fyrir fætur Kristjáns Atla Marteinssonar sem þrumaði honum í hornið fjær. Aft- urelding leiddi þannig með tveim- ur mörkum gegn engu þegar flaut- að var til hálfleiks. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi síðari hálfleiks, en eftir því sem leið á tóku Ólafsvíkingar stjórnina. Þeir héldu boltanum vel en gekk erfiðlega að að skapa sér ákjósanleg marktækifæri. Það var ekki fyrr en undir lok leiks að Víkingur komst á blað. Vítaspyrna var dæmd á Aftur- eldingu og fyrirliðinn Emir Dokara fór á punktinn. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina heldur þrumaði boltanum í slána og inn. En gest- irnir áttu lokaorðið og innsigluðu 1-3 sigur sinn þegar komið var fram í uppbótartíma. Brynjar Atli Braga- son varði með tilþrifum eftir usla í vítateig Víkings, en boltinn barst á Valgeir Árna Svansson sem potaði boltanum yfir línuna. Víkingur Ó. situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar með sex stig eftir sex leiki, jafn mörg og leikn- ir F. í sætinu fyrir neðan en þremur stigum á eftir liðunum fyrir ofan. Næsti leikur Ólafsvíkinga er úti- leikur gegn leikni R. í kvöld, mið- vikudaginn 22. júlí. kgk Skagamenn fengu skell á Víkingsvelli Alls voru 17 hornspyrnur teknar í leiknum. Þar af tók ÍA 14. Erfið vika að baki hjá Skagakonum Spilað var í mígandi rigningu í Keflavík. Guðjón var að sjálfsögðu mættur til að fylgjast með gengi Víkings í leiknum gegn Aftureldingu á föstudaginn. Í kjölfar leiksins tók Guðjón við þjálfun liðsins. Guð- jóni á hægri hönd er Pétur Steinar Jóhannsson og Ólafur Rögnvaldsson á vinstri. Ljósm. af. Guðjón Þórðarson nýr þjálfari Víkings Ó. Daníel Snorri Guðlaugsson í baráttu við varnarmann Aftureldingar. Ljósm. af. Töpuðu á heimavelli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.