Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 7
Hvernig væri að njóta dagsins í Dölunum? Vínlandssetur var opnað 5. júlí síðastliðinn og er nýr og spennandi áfangastaður í Búðardal. Setrið er staðsett niðri við höfnina í Búðardal í einu af elstu húsum bæjarins. Uppi á loftinu er metnaðarfull sögusýning, en niðri notalegur veitingastaður þar sem hægt er að fá sér góða súpu eða ka og bakkelsi. Heimsókn á sögusýninguna í Vínlandssetri er skemmtileg blanda af skemmtun og fræðslu, sagan lifnar við og við kynnumst helstu persónum sem tengjast landafundum Norrænna manna í vestri. Þar koma við sögu Eiríkur rauði, Leifur heppni sonur hans og ekki síður Guðríður Þorbjarnardóttir og maður hennar Þor nnur Karlsefni. Sýningunni hefur verið sérlega vel tekið og fólk á öllum aldri hefur látið vel af henni, allt frá börnum til sérfræðinga í Íslendingasögum. Í Dölunum er líka tilvalið að skella sér í sund á Laugum í Sælingsdal, líta við í tilgátubænum á Eiríksstöðum, heimsækja dýragarðinn í Hólum eða heimsækja Rjómabúið á Erpsstöðum, svo dæmi séu tekin. Athugið einnig að Vínlandssetrið er í samvinnu við Landnámssetur Íslands í Borgarnesi og boðið er upp á miða á góðu verði á báðar sýningar Landnáms- setursins og sýningu Vínandsseturs. Vínlandssetrið Leifsbúð Búðarbraut 1 370 Búðardal info@vinlandssetur.is www.vinlandssetur.is sími 434 1441 Við kynnum skemmtilega dagsferð í Dalina, örstutt að skreppa! - sjáumst!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.