Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Side 13

Skessuhorn - 22.07.2020, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 2020 13 Hér ekur Gunnar Deutzinum, árgerð 1960, á þjóðhátíðardaginn 2015. Ljósm. úr safni/sá. Sparisjóðnum í Borgarnesi og að- stoð frá Bjarna Guðráðssyni í Nesi, tókst að ljúka við byggingu bíls- ins í Reykholti. Þorsteinn Pálsson og Sigurður Ísaksson hjá Bifreiða- byggingum bólstruðu og klæddu sætin í bílinn, Eggert Sigurðsson í Stykkishólmi dúklagði hann og það stóð á endum að við náðum að fjármagna bílinn og Kjerúlf að af- greiða hann frá sér þarna snemm- sumars 1980. Þetta reyndist hins vegar vera síðasti bíllinn sem verk- stæðið framleiddi. Það fór í þrot skömmu síðar. Bíllinn úr Reykholti átti hins vegar eftir að reynast mér vel og duga lengi, var skemmtileg- ur bíll. Það var komin mikil reynsla á yfirbyggingarnar í Reykholti og ánægjulegt til þess að vita að nokkr- ir þessara bíla hafa varðveist. Meðal annars bæði Soffía II og Soffía III sem Guðmundur Kjerúlf og Guðni Sigurjónsson ráku sjálfir sem skóla- bíla uppi í Borgarfirði og fóru svo á í hálendisferðir á sumrin.“ Gunn- ar segir að bíllinn hans hafi verið hægfara eins og þessir bílar voru almennt, enda allur akstur á þeim tíma á malarvegum í mismunandi ástandi. „Hann var hins vegar þýð- ur og góður, maður vissi ekki af sér þegar farið var yfir Sprengisand á honum og hann var mjög góður í ferðir upp að Herðubreiðarlindum þar sem allt er í krókum og beygj- um.“ Gunnar segir að árið 1980 hafi verið mikið tímamótaár hjá sér. Ekki einungis að fest voru kaup á nýrri rútu, heldur keypti hann einnig innflutt einingahús hjá Húsasmiðjunni sem hann reisti á lóð sem hann hafði fengið með sökkli við Víkurflöt í Stykkishólmi. „Ég keypti sökkul að húsi á þessum stað og gekk síðan inn í kaup á ein- ingahúsi frá Húsasmiðjunni sem ekki hafði verið leyst út af kaupanda þess.“ Í þessu húsi búa þau Gunnar og Benedikta enn. Dalastúlka kom inn í líf hans Þegar þarna var komið sögu seg- ir Gunnar að hann hafi aldrei ver- ið búinn að festa ráð sitt. „Það var enginn tími til þess, vinnutarnir voru býsna langar.“ En svo kvikn- aði ástin. Þau segjast hafa kynnst á böllum í sveitinni, án þess að fara nánar út í það. Saman byrja Gunn- ar og Benedikta að búa árið 1983, bæði komin á fertugsaldur og hann þá með talsvert umfangsmikinn rekstur í gangi og fluttur inn í ein- ingahúsið sem hann hafði reist við Víkurflöt. „Hún kom og fór strax að hafa vit fyrir mér ýmsu, til dæm- is í peningamálunum, ekki veitti af,“ segir Gunnar og brosir. Benna er fædd 1949 en hún var uppalin á Hömrum í Haukadal í Dölum, sveitastúlka sem fór meðal annars til náms í Húsmæðraskólanum á Stað- arfelli eins og algengt var með ung- ar konur á þeim tíma. Hún starfaði framan af ævinni í Búðardal en eft- ir flutning í Hólminn við ýmis störf þar. Barna varð þeim ekki auðið. Sér fyrir endan á rekstrinum Þannig liðu árin hjá Gunnari í mik- illi vinnu. Börnum var ekið til og frá skóla frá því eftir réttir og fram að sauðburði á vorin, en þá fljót- lega tók akstur við fyrir Hópferða- miðstöðina með skólabörn á höf- uðborgarsvæðinu og ferðamenn. Heimildamenn blaðamanns segja það orð fara af Gunnari að hann sé afar öruggur bílstjóri og hafi auk þess ríka þjónustulund. Þetta tvennt fari vel saman þegar farþeg- arflutningar eru annars vegar. „Allt frá því í maí og alla sumarmánuð- ina var maður kannski í stanslausri útgerð með rútuna í tíu daga til hálfsmánaðar túrum í senn og síðar jókst álagið þegar rútunum fjölgaði og reksturinn vatt utan á sig. Við rákum lengi saman GH hópferða- bíla, ég og Guðmundur Hjartar- son. Mest vorum við með sex bíla í útgerð í einu sem gátu tekið allt að 200 farþega í sæti. Auk skólaakst- urs og ferðaþjónustunnar á sumr- in vorum við mikið að aka með íþróttahópa héðan úr Hólminum og Grundarfirði og allskyns tilfall- andi keyrslu með félög og hópa. Um tíma vorum við auk þess með áætlunarakstur milli Snæfellsness og Reykjavíkur. Nú í dag á ég tvo bíla eftir í flotanum, báða litla, eða 17 og 10 manna bíla og hvorugan á númerum í augnablikinu enda duttu öll verkefni út vegna Covid í vor.“ Lán að kaupa atvinnuhúsnæði Gunnar segir að það hafi verið lán fyrir sig og rekstur GH hópferða- bíla að hann gat keypt iðnaðarhús við Aðalgötu 30 í Stykkishólmi og fengið þar rúmgóða aðstöðu til við- gerða og viðhalds á bílunum. „Ég kaupi þetta hús af bankanum árið 1990. Geri ýmislegt fyrir húsið og er enn með rúmlega helming þess í notkun sjálfur. Óskar frændi minn frá Helgafelli rekur í hinum hlut- anum rafmagnsverkstæði.“ Í hús- inu við Aðalgötu er Gunnar nú með aðstöðu fyrir sig sjálfan til alls- kyns dundurs. Hann hefur meðal annars gert listavel upp tvo gamla traktora, Ferguson árgerð 1955 og Deutz frá 1960 sem hann fékk hjá tengdafólkinu sínu á Hömrum. Þá er hann nú kominn vel á veg með uppgerð á Farmal A árgerð 1946. Þessa gömlu traktora setti hann í gang fyrir blaðamann og ruku þeir í gang á augabragði og vélar þeirra mölluðu undurblítt. En áhugamál Gunnars eru fleiri. Heima í bílskúr hefur hann renni- bekk og framleiðir þar skálar, staup og tóbakshorn í frítímanum. „Ég er einn af þeim sem hef aldrei haft meira að gera en eftir að ég hætti að vinna. Ef maður hefur áhuga- mál þegar starfstímanum lýkur er alltaf hægt að finna sér eitthvað til dundurs,“ segir hann. Reyndar er dálítill braskari í honum. Hefur gaman af að kaupa og selja tæki og tól og leitar upp varahluti og vélar með góðra manna aðstoð á netinu og pantar dekk og varahluti utan úr heimi. Kveðst ætla næstu daga að fara og sækja nýtt fjórhjól sem hann hafði pantað, segir nauðsynlegt að hafa slíkt tæki í smalamennskun- um á haustin vestur í Haukadal. Nýleg keypti hann átta ára Bens smárútu sem hann datt niður á fyr- ir gott verð, lítið ekinn bíl og vel með farinn. Inni á verkstæði er auk þess vísir að safni af fleiru en upp- gerðum gömlum dráttarvélum. Þar má til dæmis finna sýnishorn af fyrstu farsímunum og talstöðvar sem voru nauðsynleg öryggistæki í hópferðabílum þegar ferðast var í slæmum veðrum og færð á árum áður. „Árið 1984 fengum við 40 NMT síma á Hópferðamiðstöðina. Með þeim varð í raun algjör bylt- ing í öryggi okkar og farþeganna. Það var til dæmis settur upp sendir á Húsavíkurfjalli sem tryggði far- símasamband alla leið inn í Öskju, í 150 kílómetra beina loftlínu,“ segir hann. Uppi á veggjum á verkstæð- inu hjá Gunnari má auk þess finna fleiri minjar úr atvinnustarfseminni, til dæmis númeraplötur. Bílnúm- erið P-91 eignaðist Gunnar ungur og hefur haldið tryggð við það alla tíð en einnig númer sem rýma við það, svo sem P-191, P-291, P-591 og P-791. Gott ef heimasíminn og gemsinn hafa ekki líka sömu end- ingu. Það er gaman að spjalla við Gunn- ar Hinriksson. Hann er tækjamað- ur og fróður um afar margt sem viðkemur atvinnuháttum og sögu liðinna áratuga. Við erum sammála um að hann gæti efalítið haft frá efni að segja í heila bók. Það verður hins vegar að bíða betri tíma. mm Uppi á vegg á verkstæðinu er að finna minjar frá liðinni tíð. Talstöðvar og fyrstu farsímana sem dæmi. Þessi Farmall-A árg. ´46 er nú langt kominn í endurgerð í höndum Gunnars. Gunnar á akstri um Stykkishólm á Ferguson, árg. 1955. Ljósm. sá. Við rennibekkinn heima í skúr þar sem verða til skálar, bikarar, tóbakspontur og fleira. Árituð mynd í gestabók úr rútunni hjá Gunnari. Stórsöngvarinn Ivan Rebroff þakkar hér fyrir aksturinn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.