Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 20206 Þrír grunaðir um lambsdrápið SNÆFELLSNES: lögregla hefur þrjá aðila grunaða um að hafa drepið og úrbeinað sex vikna gamalt lamb á Snæfells- nesi fyrr í mánuðinum. Greint var frá málinu í Skessuhorni í síðustu viku. Eftir að það gerðist hafði ábúandi á Snæ- fellsnesi samband við lögreglu og tilkynnti að hann hefði komið að þremur mönnum á landareign sinni, þar sem einn þeirra gerði sig líklegan til að ganga örna sinna. Vís- aði hann mönnunum burtu en varð þess síðan var að svo virt- ist sem þeir hefðu farið inn í bílskúr hans og þar ofan í mat- arkistu. Ábúandi á öðrum bæ á Snæfellsnesi tilkynnti seinna að farið hefði verið inn heima hjá honum þegar heimilisfólk var fjarverandi. Engu var stol- ið en hundunum hafði ver- ið hleypt út og eldhúsið not- að. Húsráðandi taldi að þarna hefði verið fleiri en einn mað- ur á ferðinni. Mennirnir hafa ekki fundist en lögreglan á Vesturlandi hefur látið boð út ganga til allra lögregluemb- ætta landsins að vera vakandi fyrir atvikum sem þessum, því hún telur að þarna hafi verið á ferðinni sömu menn og drápu landið. -kgk Fíkniefnafram- leiðsla stöðvuð BORGARBYGGÐ: lögregla gerði húsleit í húsi í Borgar- firði að morgni þriðjudags- ins 14. júlí síðastliðins, vegna gruns um framleiðslu fíkni- efna. Að sögn lögreglu fund- ust þar ýmis merki um virka ræktun í húsinu, s.s. afskorn- ingar af kannabisplöntum, spennar fyrir ræktunarlampa, þurrktjöld, áburðarbrús- ar, tölvur og ýmislegt fleira. Allt var haldlagt í þágu rann- sóknar, að sögn lögreglu. Þrír menn eru grunaðir að hafa staðið að ræktuninni. Málið er til rannsóknar hjá rannsóknar- deild lögreglunnar á Vestur- landi en enn hefur ekki tek- ist að hafa hendur í hári þre- menninganna grunuðu. -kgk At í Neyðarlínunni VESTURLAND: Síðastiðinn fimmtudag hafði manneskja samband við Neyðarlínuna og greindi frá því á ensku að stjúpfaðir hennar væri vopn- aður byssu og hefði hleypt af skotum. Þegar málið var at- hugað kom í ljós að tilkynning hennar átti ekki við nein rök að styðjast. Við rannsóknina kom enn fremur í ljós að þessi sama manneskja hafði hringt 13 sinnum áður í Neyðar- línuna og er íslensk, en þótt- ist vera enskumælandi þegar hún hafði samband á fimmtu- dag. Að sögn lögreglu er mál- ið bókað sem símaat í Neyð- arlínu og litið alvarlegum aug- um. Viðkomandi gæti átt yfir höfði sér sekt. -kgk Störf óháð staðsetningu AKRANES: Á fundi bæjarráðs Akraness 9. júlí síðastliðinn var fjallað um bókun sem byggðar- ráð Skagafjarðar gerði þá ný- verið um opinber störf á lands- byggðinni. Bæjarráð bókaði eft- irfarandi: „Bæjarráð Akraness tekur undir með byggðarráði sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem þau fagna ákvörðun fé- lags- og barnamálaráðherra um fjölgun starfa á landsbyggðinni. Bæjarráð leggur mikla áherslu á að þegar ný störf verða til hjá ráðuneytum og stofnunum þess að þá verði þau auglýst sem störf án staðsetningar enda gerir nú- tímasamskiptatækni það kleift að vinna hin ýmsu störf hvar sem er. Þessu tengt má nefna að á Akranesi var nýverið opn- að samvinnusetur við Bárugötu sem gerir fyrirtækjum og opin- berum aðilum það mögulegt að starfsmenn þeirra geti starfað nær heimili og fjölskyldu,“ segir í bókuninni. -mm Ríkisborgurum fjölgaði LANDIÐ: Alls voru 50.701 erlendir ríkisborgarar búsett- ir hér á landi 1. júlí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 1.354 frá 1. desember 2019. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgur- um sem eru búsettir hér á landi um 1.171 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Pólskir ríkis- borgarar sem eru búsettir hér á landi eru nú 20.904 og fjölgaði á ofannefndu tímabili um 230 einstaklinga. Næst mest fjölgun var meðal rúmenskra ríkisborg- ara eða um 178. Í tölum Þjóð- skrár kemur einnig fram að fólk af 166 þjóðernum hefur haft búsetu hér á landi á tímabilinu desember 2019 til júlí 2020. -mm Guðmunda Ólafsdóttir hefur ver- ið ráðin framkvæmdastjóri Íþrótta- bandalags Akraness í stað Hildar Kar- enar Aðalsteinsdóttur sem hverfur til annarra starfa. Guðmunda kemur til starfa frá Íþróttafélagi Reykjavíkur þar sem hún var verkefnastjóri / fram- kvæmdastjóri tímabundið en áður starfaði hún sem fjármálastjóri hjá Iðnvélum og sem framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Guðmunda hefur lok- ið MBA gráðu frá Háskóla Íslands á sviði nýsköpunar og stjórnunar. Í tilkynningu frá ÍA segir að Guð- munda þekki vel til íþróttastarfs en hún hefur komið að íþróttastarfi á mörgum sviðum í hartnær tuttugu ár, setið í aðalstjórn KR, stýrt verkefni um eflingu kvennastarfs innan KR og stýrt vinnu við umsókn til ÍSÍ um fyrirmyndafélag. lokaverkefni Guð- mundu í MBA náminu var stefnumót- un KR í heild fyrir árin 2019-2024. „Nýr framkvæmdastjóri tekur formlega til starfa 10. ágúst og um leið og stjórn ÍA þakkar Hildi Karen kærlega fyrir ómetanleg störf í þágu félagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi, bjóðum við nýjan framkvæmdastjóra hjartanlega vel- kominn til starfa hjá ÍA,“ segir í til- kynningu. mm Jarðskjálfti að stærð 5,0 á Rich- terkvarða varð við Fagradalsfjall á Reykjanesi kl. 23:36 á sunnudags- kvöld. Fannst hann mjög víða á suðvestanverðu landinu; á Reykja- nesi og höfuðborgarsvæðinu, Akra- nesi og einnig í Borgarnesi. Í kjöl- far skjálftans mældust margir eftir- skjálftar. Sá stærsti þeirra var 4,6 að stærð, sem mældist korteri fyrir sex á mánudagsmorgun og skömmu fyrir hálf sjö mældist annar upp á 4,3 að stærð, að því er fram kemur á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Alls höfðu 19 skjálftar stærri en 5,0 á Richterkvarða mælst við Fagra- dalsfjall frá fyrsta skjálftanum og til hádegis á mánudag. kgk Jarðskjálftar á Reykjanesi Guðmunda verður nýr framkvæmdastjóri ÍA Guðmunda og Marella Steinsdóttir formaður stjórnar ÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.