Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 202018 Birkir Pétursson heldur nú ljós- myndasýningu á laxárbakka í Hvalfjarðarsveit og verður sýning- in opin eitthvað fram yfir verslun- armannahelgi. Birkir flutti á Akra- nes árið 2003 en hann bjó einnig þar sem barn, á árunum 1972-1977. „Ég flutti nú bara fyrir algjör mistök þarna árið 2003. Ég bjó í Reykjavík en bauðst að leigja fínt herbergi hér á Akranesi sem ég og gerði en það endaði með því að í desember árið 2004 var ég búinn að kaupa mér íbúð, það stóð sko aldrei til,“ segir Birkir og brosir. Ljósmyndun verri en kvef Birkir var á sjó hjá landhelgisgæsl- unni í ellefu ár, frá 2001-2012 en þá lenti hann í slysi á Filippseyjum þar sem hnéð fór illa og hann varð að hætta að vinna. Í dag eru það ljós- myndirnar sem eiga hug hans all- an. „ljósmyndunin er verri en að fá kvef, þegar maður nær í þessa bakt- eríu þá læknast maður aldrei, þetta versnar bara,“ segir hann og hlær. Hann byrjaði fyrst að taka myndir árið 2012 með lítilli vasamyndavél. „Ég eignaðist svo voða fína Nikon myndavél en það var ekki hægt að skipta um linsu á henni og fljótlega fann ég að hún dugði bara ekki. Ég þurfti að geta komist nær mynd- efninu og ég þurfti að geta gert meira. Mér hefur nefnilega aldrei þótt gaman að taka bara mynd- ir eins og aðrir, ég vil alltaf vera öðruvísi,“ segir Birkir. „Systir mín átti á þessum tíma Canon 400 vél og við bara skiptum, ég fékk henn- ar vél og hún mína. Ég notaði þá vél í tvö ár en þá bilaði hún og ég fór og keypti nýja,“ bætir hann við en Birkir keypti sér þá Canon 5D Mark III vél sem hann notar enn í dag auk þess sem hann á í dag Ca- non 7D Mark II vél og100/400 ca- non linsu sem hann notar í fugla- myndatökur. Gaman að taka myndir af gömlu Birkir er mest að taka myndir af landslagi eða fuglum og segist hafa mest gaman af hrafninum. „Vanda- málið með fuglana er samt að þeir fara, ekki landslagið,“ segir hann og hlær. En með þolinmæði að vopni segist hann hafa mjög gaman að fuglamyndatökum en á veggjunum á laxárbakka hanga margar falleg- ar fuglamyndir eftir hann, af bæði hrafninum og kríunni. Sýningin á laxárbakka er fjórða einkasýning- in sem Birkir heldur en hann hefur sömuleiðis tekið þátt í samsýningu í Akranesvita. Myndirnar hans er líka hægt að skoða á Facebook und- ir nafninu Birkir Pétusson Photos. Spurður hvort hann eigi sér uppá- halds mynd bendir hann á mynd af gömlu friðuðu húsi í svart/hvítu. „Mér þykir rosalega gaman að taka myndir af gömlum illa förnum hús- um eða bílum og það er líka oft gaman að setja svoleiðis myndir í svart/hvítt, það gefur þeim ákveð- inn sjarma. Þessa dagana er ég líka mikið að vinna með spegilmynd- ir og þykir það alltaf skemmtilegt,“ segir hann. Bara með augu eins og aðrir Birkir er ekki menntaður ljósmynd- ari heldur sjálflærður. „Maður get- ur lært mikið með Youtube og svo bara með því að prófa. Ég fæ alls- konar hugmyndir og smelli bara af og ef það heppnast ekki prófa ég bara aftur, eða ekki. Ég er lítið fyr- ir þessar reglur allar og fer ekkert eftir neinni þriðjungareglu eða eitt- hvað slíkt. ljósmyndirnar mínar eru listaverkin mín og ef fólki þykja þær flottar þá er það bara frábært en ef ekki þá er það bara allt í lagi líka,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi alltaf verið listrænn segist hann ekki vita það. „Ég bara byrj- aði að taka myndir og fékk að heyra að ég hefði þetta í mér og væri með auga fyrir fallegu myndefni, en ég er samt bara með alveg eins augu og aðrir og veit ekkert hvort ég hafi þetta eitthvað frekar í mér en aðr- ir. Mér þykir þetta skemmtilegt og myndirnar mínar fá góð viðbrögð svo ég pæli lítið í öðru,“ segir Birk- ir og brosir. arg/ Ljósm. Birkir Pétursson Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Einveran er búin og ég er slopp- inn úr sóttkvínni. Ég sat uppi einn með sjálfan mig í tvær vikur og ég held að þetta sé manni bara hollt, að kynnast sjálfum sér - en segjum samt hollt í hófi því ég er svo feg- inn að vera kominn aftur út á með- al fólks. Það var mér til happs að hafa með mér litla bók sem ég fann fyrir löngu á svona „gamalt og gef- ins“ borði á bókasafni í Harvard há- skóla. Þetta er bókin Peace is every step eða Friður er hvert fótatak eftir búddamunkinn Thich Nhat Hanh frá Víetnam. Ég er nú ekki búddisti eða mikill hugleiðslumaður en ég hafði heyrt sögur af þessum munki og hvernig hans friðarboðskapur hafi haft áhrif á Martin luther King, sem síðan tilnefndi Thich Nhat Hanh til frið- arverðlauna Nóbels árið 1967. Eftir dvöl mína í ófriðarástandinu í Níg- er þá hef ég verið leitandi að frið- sömum fróðleik til að bæta mína andlegu líðan, sem og að koma til móts við þessa reiði sem bergmál- ar á samfélagsmiðlunum mínum. Fólk er skiljanlega reitt í garð þessa ástands sem ríkir í mörgum löndum en ef réttlætið á að koma með reiði, hatri og jafnvel ofbeldi þá er eitt- hvað ekki rétt. Þessi litla bók gerði mér gott. Hún samanstendur af viskukorn- um, sögum og leiðbeiningum sem leiða mann að því að njóta augna- bliksins og vera meðvitaður um að upplifa hverja líðandi stund. Bókin þjálfar mann í að nota áreitið í dag- lega umhverfinu okkar sem áminn- ingu um að brosa, anda og vera með sjálfum sér. Til dæmis í hvert skipti þegar síminn þinn gefur frá sér hljóð þá getur þú gefið þér stund til að muna að anda vel og djúpt. Eitthvað eins og illgresi sem þú sérð allsstaðar getur orðið að já- kvæðri áminningu um að brosa ef þú myndar þau hugrenningatengsl, að fífillinn geymir fyrir þig brosið þar til þú sérð hann næst. Hugleiðsla þarf ekki að vera löng formleg íhugun á djúpum forn- um sannindum í óþægilegri stell- ingu á ákveðnum stað. Hugleiðsla getur einfaldlega verið hugarfarið okkar þegar maður á þessar dag- legu stundir með sjálfum sér, eins og til dæmis að vaska upp eftir mat- inn. Það getur verið stund til að vera meðvitaður um andardrátt- inn, gefa sér tíma til að skilja sjálf- an sig og hlusta á hugsanirnar sem koma og fara, ekki staldra við held- ur bara fylgjast með þeim flæða - og svo gera þetta með bros á vör því í stóra samhenginu er bara magnað að þú sért þarna á þessari stundu að upplifa alheiminn. Anda, hlusta og brosa, þetta þarf ekki að vera flók- ið. Já, ég mæli með bókinni. Það er eitthvað sérstakt við að byrja að hlusta svona á sjálfan sig með hug- leiðandi hugarfari. Upplifunin við að fylgjast með sínum eiginn huga getur verið eins og maður sé gest- ur sem kemur óvænt í heimsókn. Þú sérð hugann vera ögn undrandi þegar hann býður þér inn, það er allt á rúi og stúi, hug- urinn er vandræðalega að taka til í kringum sig, spjalla og reyna að hella upp á kaffi á sama tíma. Maður er ögn undrandi á þessu ástandi hjá huganum og jafnvel skammast sín aðeins, en þú verður að sýna þessu skilning því allt sem þú upplifir þarna er auðvitað á þinni ábyrgð. Þetta er samt allt í lagi, þú gefur þessu smá tíma. Á endanum komið þið ykkur vel fyrir, eigið góða stund yfir kaffibollanum talandi um allt og ekkert og það rennur upp fyrir þér hvað þér þykir vænt um þennan hug þinn. Það verður hugarfarsbreyting við að heimsækja sjálfan sig svona, sérstaklega þegar maður ímynd- ar sér að hver einasta manneskja í kringum okkur er með hug eins og við sjálf - hug með kannski svip- aðri óreiðu, vandræðalegheitum og væntumþykju. Ég held að innri friðurinn komi með því að heim- sækja hugann sinn oftar, sama hve vandræðalegur hann er - bara mæta með bros á vör, hjálpa honum að taka til þarna uppi og sýna að þér þykir vænt um hann. Kannski kem- ur svo ytri friðurinn eftir það, þeg- ar þú og hugurinn farið í heimsókn hjá öðrum og mætið með væntum- þykjuna. Prófaðu að heimsækja hugann þinn Birkir hefur gaman af því að mynda fugla. Birkir Pétursson heldur ljósmyndasýningu Birkir Pétursson er nú með ljósmyndasýningu á Laxárbakka. Ljósm. arg Þessa skemmtilegu mynd af Akraneskirkju tók Birkir. Falleg speglamynd af Akranesvita.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.