Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 2020 19 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vak- in á því að ný krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@ skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birt- ist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum. lausn á síðustu krossgátu var: „Heilabrot.“ Heppinn þátttakandi er Dóra Guðmundsdóttir, Bakkahvammi 3, 370 Búðardal. Innskot Rödd Lögur Í hálsi Þegar Risa þófi Óð Lokað Vænar Rasi Agnúi Op Sefa Þar til All- mikill Ólga Ikt Afinn Skýr Hylur Hvatur Björg Sko 4 Slæmur Hjara Skarð Fram- koma 499 Sk.st. Þei Óreiða Fjöldi Sk.st. 8 Eðli Loga Hætta 6 1050 Ófull Taut 3 Kaup Kann Titill Rof Samhl. Inn Snagar Tón Slá Innan Nöldur Rispur Skipar Kostur 1 Gáta Kvíðinn Forsögn Tvíhlj. Títt Ásamt Spurn Mæli- eining Dæs Næla Merkja Lyfti Tútta Suddi Auðið Grípa Rolla Blikk Hljóp Röð Lag Vissa Laðaði Sérhlj. Getur Læti Væl Rugga Hetjur Rennsli Hindrun Tegund Lána Þessi Dreifa Krydd Ásamt Feyra Ætlun Uxa Draup For- feður 7 Til Örðug Knæpa Kvað Deigur Hey Deigar 2 5 Fjölda Hópar Alltaf 1 2 3 4 5 6 7 8 Þ O L L Y N D I H E R M I R A K A O F Æ R Ó F Á L Ó N A S K I R Ó R A R Æ R A D U G U R S M Á D Ó T A F Ö G U R B L I K A J A T A G A T F R Ó E F Ó Á R A N G O L A A Ð E I N S A R G F A R G I L A A G G E F Á R Ð D Á R G Á R A I A T R S K O A L Ú Ð Ó S M J Ö L L R Æ L I S T S J Á L Ó Á K O M A E R S K Ó T D R A K U R Á T U P A L L U R R A N A M U N R U M A R E Y D A R T L E T U R H I M N A K O N U L N Á Ú F U R L E N D A R L E S T S A R G F Á D M H E I L A B R O T L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Sumarlesari vikunnar Áfram heldur sumarlesturinn á Bókasafni Akraness. Að þessu sinni er spjallað við Særúnu Erlu. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ég heiti Særós Erla og ég er 10 ára. Í hvaða skóla ertu? Brekkó. Hvaða bók varstu að lesa og hvernig var hún? Handbók fyrir ofurhetjur fimmta hluti: Horfin. Hún var mjög spennandi og ég fann miklar til- finningar við að lesa hana. Hvar er best að vera þegar þú ert að lesa? Mér finnst voða gott að vera uppí rúmi með hundana mína. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Uppáhalds bókin mín er Gæsa- húð: Skugginn í kjallaranum. Da- vid Walliams og Gunnar Helga- son eru í uppáhaldi. Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Hún væri um stelpu sem er að fara í nýjan skóla en lendir í ein- elti. Kynnist vingjarnlegri stelpu sem stendur með henni í barátt- unni við leiðinlega krakka. Þær hjálpa öðrum krökkum sem eru að lenda í því sama. Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt í sumarlestrinum? Nei. Þetta er þriðja sumarið sem ég tek þátt. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég er búin að fara til Ísafjarð- ar. Svo ætla ég að fara norður á Hofsós að hafa það kósý með skyldfólki. „Ísbjarnarsögur“ er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mund- ir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og sam- tímalegu samhengi. Spurningaskrá- in er hluti af þriggja ára rannsókn- arverkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsókna- sjóði Rannís. Spurningaskránni er svar- að á vefsíðu menningarsögulega gagnasafnsins Sarpur, https:// www.sarpur.is/Spurningaskra. aspx?ID=2083958 Þær frásagn- ir sem berast verða varðveittar um ókominn tíma og gerðar öllum að- gengilegar, nema annað sé tekið fram. Nöfn heimildarmanna birt- ast ekki. Markmið rannsóknarverkefnis- ins, sem ber heitið „Ísbirnir á villi- götum,“ er að auka þekkingu á fjölþættum tengslum dýra, manna og umhverfis á tímum loftslags- hlýnunar og hækkandi sjávarmáls. Unnið verður út frá sjónarhorni samtímalista, þannnig að í verk- efninu verða mörk menningar og raunveruleika skoðuð, samverkandi áhrif loftslagsbreytinga á umhverf- isrof og fólksflutninga. Í rannsók- inni verður safnað saman textum, myndum, hljóði, lífsýnum og öðru efni sem tengist ferðum ísbjarna til landsins. Verkefnið er hýst innan listahá- skóla Íslands og er unnið undir stjórn aðalrannsakendanna Bryn- dísar H. Snæbjörnsdóttur, prófess- ors við myndlistardeild listahá- skóla Íslands, og Mark Wilson, prófessors í myndlist við University of Cumbria í Bretlandi. Meðrann- sakendur verkefnisins eru Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Há- skóla Íslands, og Æsa Sigurjónd- óttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið er unnið þvert á fræðigreinar, en þátttakendur koma úr myndlistardeild listaháskóla Ís- lands, Institute of the Arts í Uni- versity of Cumbria (UK), félags- fræði-, mannfræði- og þjóðfræði- deild Háskóla Íslands, og íslensku- og menningardeild Háskóla Ís- lands. Samstarfsstofnanir eru Þjóð- minjasafn Íslands, Anchorage Mu- seum í Alaska (US), listasafnið á Akureyri, Bureau of Ocean Energy Management (US) og Rannsóknar- setur Háskóla Íslands á Ströndum. -fréttatilkynning Myndin sýnir ísbjörn á gangi í Kaktovik, Alaska, BNA. (© Snæbjörnsdóttir/Wilson 2018). Þjóðminjasafn Íslands safnar frásögnum um ísbirni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.