Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 202016 Í liðinni viku hófust tilraunaveiðar í smáum stíl í Andakílsá í Borgarfirði eftir þriggja ára hlé. Ekkert hefur verið veitt í ánni eftir að ríflega 20 þúsund rúmmetrum af aur úr inn- takslóni Andakílsárvirkjunar var fyrir mistök veitt í ána vorið 2017. Stjórn Veiðifélags Andakílsár hefur í samráði við fiskifræðinga og aðra helstu ráðgjafa sína tekið ákvörðun um að veitt verði í 60 daga á þessu sumri á eina stöng í tilraunaskyni. Einungis vönum laxveiðimönnum í Andakílsá stóð til boða að sækja um að veiða í ánni í sumar. Veiðum þeirra fylgja auk þess kvaðir svo sem um skrásetningu og upplýsingagjöf, einungis er leyfilegt að drepa tvo laxa á dag og úr þeim skal sömu- leiðis taka sýni til rannsókna. Að sögn Ragnhildar Helgu Jónsdótt- ur formanns veiðifélagsins verður reynslan af þessum tilraunaveiðum í sumar nýtt til að taka ákvörðun um næstu skref. Mögulega hefjast veið- ar næsta sumar og að þá verði hægt að veiða á tvær stangir líkt og fyrir umhverfisslysið vorið 2017. Líf að færast í ána Andakílsá er mjög aðgengileg lax- veiðiá. Veitt er frá brúnni á þjóð- veginum og upp að virkjun. Birgir Guðnason frá Akranesi hefur veitt í Andakílsá í sextíu ár, byrjaði sem smástrákur að fara þangað með föður sínum og þekkir því hverja þúfu og hvern stein í ánni. Faðir hans Guðni Eyjólfsson var reynd- ur veiðimaður á þessum slóðum, veiddi þar í hartnær sjö áratugi, síð- ast þegar hann var 95 ára árið 2011. Birgi fannst kærkomið að fá að taka þátt í tilraunaveiðum nú. Sjálf- ur sagði hann hafa óttast að ekk- ert yrði hægt að veiði í ánni í ára- tug eftir slysið. Það kom honum því skemmtilega á óvart að smálaxinn var mættur í stórum göngum. Hann var við veiðar ásamt Hilmari Magn- ússyni tengdasyni sínum þegar stjórn veiðifélagsins boðaði blaða- menn til upplýsingafundar síðast- liðinn föstudag. Óhætt er að segja að veiðin hjá þeim Birgi og Hilmari lofi góðu um að tekist hafi að end- urheimta lífríki árinnar. Þegar gest- irnir stoppuðu við árbakkann um klukkan ellefu um morguninn voru Birgir og Hilmar að landa níunda laxinum þá um morguninn. Anda- kílsá er því full af fiski, að mestu eins árs lax úr sjó. Mikil vinna að baki Ragnhildur Helga Jónsdóttir í Ausu er formaður stjórnar veiðifélagsins. Mikið hefur mætt á stjórnarfólki og öðrum landeigendum frá því vorið 2017. lýsti hún því áfalli sem aur- hlaupið í ána var 2017. „Öllum varð strax ljóst að gríðarlegt tjón hafði átt sér stað. Það fóru yfir 20 þúsund rúmmetrar af aur niður úr lóninu og fyllti bókstaflega alla veiðistaði ár- innar. Í stað hylja í ánni stóðu hval- bök af aur upp úr á þeim stöðum. Óhætt er að segja að þetta hafi rústað ánni og allt lífríki árinnar á þessum tímapunkti var horfið. Við vorum á einhvers konar núllpunkti. Seiðin í ánni voru öll dauð, hún var bókstaf- lega líflaus. Þegar þetta gerðist var einungis mánuður í að veiðitímabil- ið ætti að hefjast. Sem betur fer var laxinn þetta sumar ekki byrjaður að ganga úr sjó og upp í ána. Það náð- ist því þarna um sumarið 2017 að veiða fisk í klak, ná hrognum og ala upp seiði og sleppa þeim í sérstakar sleppitjarnir í ánni. Þannig tókst að viðhalda þeim góða laxastofni sem hér á heimkynni sín. Fiskur úr þessu klaki er því að koma til baka núna eftir ár í sjó,“ útskýrði Ragnhildur. Hún segir að því hafi verið ákveðið, að vel ígrunduðu máli og í samráði við alla helstu sérfræðinga, að hefja tilraunaveiðar í sumar í smáum stíl til að afla frekari upplýsinga. Veið- unum fylgir kvöð og einungis valdir menn sem gjörþekkja ána fengnir á bakkann. Þeir geta borið ástand ár- innar nú saman við reynslu sína fyrir umhverfisslysið. „Við förum í einu og öllu að ráðleggingum Hafró sem unnið hefur með okkur allar göt- ur síðan vorið 2017. Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur hefur ver- ið vakinn og sofinn yfir þessu með okkur. Nú verður því veitt á eina stöng í 60 daga og takmörk sett á hversu marga laxa má drepa. Ör- merktir fiskar verða rannsakaðir og veiðimenn þurfa að skila skýrslum um veiðistaði og annað sem þeir verða áskynja. Hugsanlega kemur í ljós að moka þurfi meira af efni upp úr ánni á einhverjum stöðum til að endurheimta veiðistaði, en fram- hald veiðanna verður ákveðið út frá þeirri reynslu sem nú fæst.“ Endanlegt tjón liggur ekki fyrir Ragnhildur Helga segir að Orka náttúrunnar, eigandi virkjunarinn- ar, hafi verið í góðu samstarfi við veiðifélagið eftir umhverfisslysið og lagt sig í líma við að bæta fyrir þann skaða sem búið var að valda. „Fyr- irtækið hefur lagt til sérfræðinga og gert allt sem í þess valdi stendur til að bæta fyrir tjónið.“ Hún upplýsti að ON hafi greitt landeigendum fyrir tapaðan veiðirétt undanfarinna þriggja ára en hins vegar eigi eftir að meta endanlegt tjón. „Við vit- um til dæmis ekki enn hvernig orð- spor árinnar verður eftir umhverf- isslys af þessari stærðargráðu og allt umtalið sem þessu hefur fylgt. Það á eftir að koma í ljós og væntanlega verður okkur bætt það fjárhagslega tjón sem veiðifélagið varð fyrir. Áin hefur breyst mikið eftir þetta og enn eru veiðistaðir sem ekki hef- ur náðst að endurheimta. En engu að síður er þetta allt á réttri leið og ástæða til bjartsýni. Smálaxinn er í það minnsta að skila sér úr sjó og vonandi munu þessar tilraunaveið- ar næstu tvo mánuði leiða það af sér að við getum hafið veiðar að nýju eins og þær voru síðast sumarið 2016. Væntanlega mun þá Stang- veiðifélag Reykjavíkur geta tekið við ánni að nýju,“ sagði Ragnhild- ur. mm Þykkt lag af límkenndum leir var hvarvetna í botni árinnar og upp á bakka hennar eftir umhverfisslysið og áin var gjörsamlega lífvana. Við árbakkann sást að vatn hafði hækkað um rúmlega hálfan metra þegar leirnum var hleypt niður. Tilraunaveiðar í Andakílsá lofa góðu Smálax úr upprunalega stofni árinnar er farinn að skila sér úr hafi Birgir Guðnason og Hilmar Magnússon eru hér að landa níunda laxinum á fimmtudagsmorgninum. Þeim var öllum sleppt að nýju. Kristján Már Unnarsson fréttamaður á Stöð2 spjallaði við Birgi á árbakkanum. Mikið hefur mætt á stjórn Veiðifélags Andakílsár síðustu árin. Hér eru þau á pall- inum við veiðihúsið f.v: Dagný Sigurðardóttir á Innri-Skeljabrekku, Ragnhildur Helga Jónsdóttir í Ausu og Jóhannes Guðjónsson í Efri-Hrepp. Þessi mynd var tekin vorið 2017 skömmu eftir að aurhlaupið í ána varð. Hér má sjá hvernig áin gróf sig niður í botn miðlunarlónsins ofan við virkjunina og leirinn var að falla úr bakkanum. Jóhannes Guðjónsson stendur uppi á bakkanum. Ljósm. Guðrún Guðmundsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.