Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Á hjaranum „Ölduhæð er á bilinu 1,5 - 1,8 metrar,“ sagði skipstjórinn. „Það er bara með því besta sem gerist á þessum slóðum.“ Nú er ég ekki sjóveikur mað- ur, en þegar siglt var fyrir Straumnes og báturinn skaust upp og niður eins og fluga í súpu sem borin er á borð af skjálfhentasta þjóni veraldar, þá hvarflaði sannarlega að mér að selja upp bæði lungu og lifur, þó ekki væri nema bara til að stytta mér stundirnar á siglingunni. Þegar stigið var á land í Hlöðuvík á Hornströndum, þar sem dvalið var næstu daga, þóttist ég svo vitaskuld ekki hafa fundið fyrir neinu, jafnvel þótt rjóminn hafi komið þeyttur í fernunum upp úr lest bátsins og eggin hrærð. Tíminn er afstæður á Hornströndum, en hann er nú svo sem relatífur víðar hér í Vetrarbrautinni (þetta vita allir sem hafa séð Interstellar, sem er myndin þar sem Matthew McConaughey fer ekki úr að ofan). Þar er hvorki sími né rafmagn, ekkert internet. Bara gamla góða langbylgjan, takk fyrir pent. útvarpstækið, eða radíóapparatið eins og maður fer ósjálfrátt að kalla það undir þessum kringumstæðum, gengur vitaskuld fyrir batteríum. Því voru gömlu góðu veðurskeytin það eina sem var hlustað á. Svo var slökkt. Skeytin eru einstaklega notaleg á að hlýða, róandi lestur eftir kvöldmatinn og eina tenging okkar við umheiminn þessa daga á Hornströndum. Að öðru leyti vorum við algerlega utan þjónustusvæðis. Maður fer sjálfkrafa að fylgjast frekar náið með veðrinu í fríi sem þessu. Veðurguðirnir, að Ingó undanskildum, ráða því hvað er hægt að skoða hvern daginn. Þegar skýin lágu lágt yfir víkinni var farið í stuttar göngu- ferðir og einn daginn ákvað ég að gera bara ekki neitt. Það verk leysti ég einstaklega vel úr hendi. Eini heiðríki dagurinn var nýttur til að ganga frá Hlöðuvík á Hælavíkurbjarg og aftur til baka. Gangan var á að giska rúm- ir 20 km og tók allan daginn. En hún var þess virði. Áður en komið var að bjarginu hjó ég eftir því að vind andaði rólega á móti okkur. Þá fannst glögglega hvernig bjargið ilmaði af driti. Þegar komið var á bjargið sást yfir að Horni á þessum fallega degi. Sátum við dágóða stund á áfangastaðn- um, tjilluðum í sólinni og fylgdumst með fuglunum í bjarginu. Ég lagðist á magann, skreið varlega í átt til hafs og gægðist fram af brúninni. Það er býsna hátt niður, ég get vottað fyrir það. Ég brann líka á eyrunum. Það er auðvitað klisja að segjast njóta þess að vera svo langt frá amstri hversdagsins og raun ber vitni þarna norður á Hornströndum, utan síma- og netsambands, óravegu frá ysinu og þysinu og öllu því. En klisjur eru til vegna þess að í þeim felst sannleikur. Þetta er rosalega næs. Þarna er frið- sælla en á nokkrum öðrum stað sem ég hef heimsótt. Þegar komið er fram á minn aldur (ég er þrítugur) fer maður að kunna að meta slíkt. landslagið er óskaplega fallegt, jafnvel þó það hafi verið lagskýjað eða þoka megnið af ferðinni. Það er allt í lagi, skýjahulan sveipar landslagið dulúð en um leið hlýju, þar sem hún liggur eins og teppi yfir fjallstoppunum. Ég naut hverrar stundar í þessari stuttu ferð á hjara veraldar. Mig lang- ar að fara aftur á Hornstrandir ef Njörður, Ægir og Neptúnus lofa. Helst strax næsta sumar. Kristján Gauti Karlsson. Alþingi hefur samþykkt stofnun Ferðaábyrgðasjóðs í kjölfar heims- faraldurs kórónuveiru. Sjóðurinn var settur á fót þar sem ekki hafa allar ferðaskrifstofur getað staðið undir lögboðnum endurgreiðslum á pakkaferðum sem hefur ver- ið aflýst eða þær verið afbókað- ar vegna heimsfaraldursins. Hon- um er ætlað að veita þessum ferða- skrifstofum lán til að standa skil á endurgreiðslum til neytenda og tryggja þannig rétt þeirra auk þess að aðstoða ferðaskrifstofur í erfiðu rekstrarumhverfi um þessar mund- ir. Eftirlitsstofnun EFTA hefur yf- irfarið og samþykkt þessa ráðstöfun með tilliti til ríkisstyrkjaregla. Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum sem nemur ógreiddum endurgreiðslukröfum. lánunum skal eingöngu ráðstafað til að endurgreiða ferðamönnum lögboðnar endurgreiðslukröfur á hendur ferðaskrifstofum. Ferða- málastofa tekur við og afgreið- ir lánsumsóknir fyrir hönd Ferða- ábyrgðasjóðs og hefur eftirlit með framkvæmd laganna. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir ráð- herra ferðamála hafi jafnframt haf- ið undirbúning þess að leggja af nú- verandi tryggingakerfi með því að setja á stofn tryggingasjóð sem til framtíðar muni sjá um að tryggja neytendum endurgreiðslur komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofu. mm Samband ungra Framsóknar- manna, SUF, hefur sent inn um- sögn vegna breytinga á frumvarpi til stjórnskipunarlaga nr. 33/1944 um breytingu á stjórnarskrá lýð- veldisins Íslands. Umsögnin fjallar um ósk sambandsins um að ákvæði stjórnarskrár verði breytt þannig að einstaklingar sem eru á átjánda ári fái kosningarétt sama ár og þeir verða 18 ára. Núverandi ákvæði í stjórnarskrá kveður á um rétt ein- staklinga til þess að kjósa á og eftir 18 ára afmælisdag. Þetta telur SUF stuðla að ójafnrétti til eins mikil- vægasta réttar fólks í lýðræðisríki. ,,Það er ekki lýðræðislegt að neita ungu fólki um kosningarétt ein- göngu vegna þess hvenær þau fæð- ast á árinu. Þeir sem fæðast á sama ári eru taldir vera jafningjar í aug- um samfélagsins. Þeir fylgjast að í gegnum grunnskóla, taka lokapróf saman og loks útskrifast svo sam- an. Samt eru þessir „jafningjar“ ekki jafnir þegar kemur að einum mikilvægasta rétti sem fyrirfinnst í lýðræðisríki, sjálfum kosningarétt- inum,“ segir í umsögn þeirra um frumvarpið. mm Töluvert hvassviðri samhliða mik- illi úrkomu gekk yfir allt norðvest- anvert landið í lok síðustu viku. úrkoman var mest og hvassast á Vestfjörðum og á norðvestanverðu landinu, en veðursins gætti einnig á Snæfellsnesi. Á föstudaginn flett- ist til að mynda malbik af þjóð- veginum milli afleggjarans niður á Djúpalónssand og Vatnshellis á Snæfellsnesi. Meðfylgjandi mynd tók starfsmaður Snæfellsbæjar sem benti vegfarendum í færslu á Fa- cebook síðu bæjarins á að fara var- lega. mm Ferðaábyrgðasjóður tekinn til starfa Malbik flettist af vegarkafla á útnesinu Jafningjar ekki jafnir þegar kemur að kosningum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.