Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 202022 Í gær..? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Freyja Ísfold Guðmundardóttir „Fór til Reykjavíkur í Flyover Iceland.“ Sigurður Mikael Jóhannsson „Fór í flugtak.“ Hrafnhildur Amalía Jóhanns- dóttir „Fór á langasand að moka sand og grjóti.“ Matthildur Kristín Hólmfríð- ardóttir „Fór í Flyover Iceland og á langasand.“ Aga- og útskurðarnefnd KSÍ birti á fimmtudaginn úrskurð sinn sinn vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagríms gegn leikmanni Ber- serkja. Féllu þau 10. júlí þegar lið- in áttust við í 4. deild karla. Sam- kvæmt úrskurðinum fær Atli Stein- ar Ingason, leikmaður Skalla- gríms, fimm leikja bann sem tek- ur gildi strax auk þess sem hann verður í banni frá leikvelli Skalla- gríms í Borgarnesi á meðan leik- bannið varir. Þá fær knattspyrnu- deild Skallagríms sekt að upphæð 100.000 krónur sem skal greiða til KSÍ vegna atviksins. Atvikið átti sér stað eins og fyrr segir í leik Skallagríms og Berserkja þegar liðin mættust á Skallagrímsvelli í Borgarnesi 10. júlí. Kom upp það atvik að Atli Steinar kallaði ókvæðisorðum að Gunnari Jökli John á grundvelli hörundslitar hans snemma í síðari hálfleik. Slíkt verður ekki liðið innan vallar sem utan var aganefndin samdóma um. Stjórn Skallagríms ákvað í kjölfarið að leikmaðurinn muni ekki spila meira með liðinu í sumar. Í yfirlýsingu frá félaginu síðastliðinn föstudag segir: “Stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms tók fyrir úrskurð aganefndar KSÍ vegna máls Atla Steinars Ingasonar leikmanns liðsins, á fundi sínum fyrr í dag. Eftir að hafa farið yfir úrskurðinn, þar sem Atli er dæmdur í fimm leikja bann, er það niðurstaða stjórnar að Atli muni ekki spila meira með liði meistaraflokks Skallagríms á þessu keppnistímabili. Þessi ákvörðun er tekin í samráði við þjálfara liðsins. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms harmar umrætt atvik og ítrekar að félagið mun ekki líða að leikmenn þess viðhafi framkomu sem feli í sér kynþáttafordóma, eða mismunun af nokkru tagi.” glh Borgnesingar í Skallagrími þurftu að sætta sig við tap gegn Ham- arsmönnum þegar liðin mættust í toppslag C riðils fjórðu deildar karla í knattspyrnu á miðvikudag- inn í Hveragerði. Það voru heimamenn úr Hvera- gerði sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Það kom á 26. mínútu þegar Bjarki Rúnar Jónínuson skil- aði knettinum inn fyrir mark þeirra gulklæddu. Tíu mínútum síðar varð Skallagrímsmaðurinn Birgir Theo- dór Ásmundsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem jók forystu Hamars og leiddu Hvergerðingar með tveimur mörkum í leikhléi. Í síðari hálfleik bætti Hamar við þriðja markinu á 59. mínútu. Þar var að verki Ingþór Björgvinsson og staðan orðin heldur svört fyrir Borgnesinga á þessum tímapunkti. loks þegar um stundarfjórðungur lifði af leik náði Magnús Helgi Sig- urðsson að koma þeim gulklæddu á blað og minnkaði muninn í tvö mörk. Arnar Eiríksson bætti svo við öðru marki Borgnesinga á ann- arri mínútu uppbótartíma og allt í einu var eins marks munur á liðun- um. Jón Bjarni Sigurðsson slökkti svo í allri von Borgnesinga til að sækja sér stig úr viðureigninni þeg- ar hann bætti við fjórða marki sinna manna áður en flautað var til leiks- loka. Niðurstaðan 4-2 fyrir Hamar. Með sigrinum voru Hamars- menn einir á toppi C riðils með 15 stig og Skallagrímsmenn í öðru sæti með 12 stig. Borgnesingar áttu í gærkvöldi heimaleik gegn Ísbirn- inum, en leikurinn var ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun. glh Snæfellingar fóru enga skemmti- reisu til Stokkseyrar síðastliðið föstudagskvöld, þegar þeir mættu liði heimamanna í 4. deild karla í knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að Stokkseyringar burstuðu lið Hólmara og sigruðu með sjö mörkum gegn engu. Jón Jöull Þráinsson kom heima- mönnum yfir á 14. mínútu leiks- ins og Þórhallur Aron Másson bætti öðru marki þeirra við fjór- um mínútum síðar. Hjalti Jóhann- esson skoraði þriðja mark Stokks- eyringa úr vítaspyrnu á 25 mínútu og tveimur mínútum síðar var hann aftur á ferðinni - og aftur úr víta- spyrnu. Það var síðan Andri Einars- son sem skoraði síðasta mark fyrri hálfleiksins á 32. mínútu og staðan 5-0 í hléinu. Síðari hálfleikur var ekki nema þriggja mínútna gamall þegar lár- us Hrafn Hallsson kom Stokkseyr- ingum í 6-0. Hann var síðan aftur á ferðinni á 54. mínútu leiksins og heimamenn komnir í 7-0. Fleiri mörk voru ekki skoruð og urðu það því lokatölur leiksins. Snæfellingar hafa ekki riðið feit- um hesti frá keppni í 4. deildinni það sem af er sumri. liðið situr í 7. og neðsta sæti B riðils með aðeins eitt stig eftir fimm leiki, rétt eins og Álafoss í sætinu fyrir ofan. Næsti leikur Snæfells er heimaleikur gegn Birninum nætkomandi laugardag, 25. júlí. kgk Káramenn unnu stórsigur á Víði, 5-0, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudags- kvöld. leikið var í Akraneshöllinni. Strax á 11. mínútu áttu Káramenn laglega sókn upp vinstri kantinn sem endaði með því að brotið var á Andra Júlíussyni í vítateignum, í þann mund sem hann var að komast í upplagt marktækifæri. Andri fór sjálfur á punktinn og skoraði fyrsta mark leiksins. Marinó Hilmar Ásgeirsson kom Kára í 2-0 með góðu skoti í hornið fjær eftir fyrirgjöf frá hægri á 35. mínútu. Skömmu áður en flautað var til hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu, eftir að hendi var dæmd á varnarmann Kára. Pepelu Vidal fór á punktinn en Dino Hodzic sá við honum. Var það þriðja vítaspyrnan sem Dino ver í síðustu tveimur leikjum liðsins. Eggert Kári Karlsson skoraði þriðja mark Kára á 56. mínútu með skoti af stuttu færi eftir snarpa sókn. Á 79. mínútu fengu Káramenn hornspyrnu og boltinn barst á fjærstöng þar sem Sverrir Mar Smárason var mættur til að pota honum yfir línuna. Það var síðan Oliver Darri Bergmann sem innsiglaði 5-0 sigur Kára í uppbótartíma eftir frábæra móttöku í vítateig gestanna. Kári situr í 7. sæti deildarinnar með átta stig eftir sex leiki, tveimur stigum á eftir næstu liðum en með eins stigs forskot á ÍR í sætinu fyrir neðan. Næsti leikur Kári gegn Dalvík/Reyni í kvöld, miðvikudaginn 22. júlí. Sá leikur fer fram í Akraneshöllinni. kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. Frá leik Snæfellinga fyrr í sumar. Ljósm. sá. Snæfellingar burstaðir Knattspyrnu- deildinni gert að greiða sekt og vísar leikmanni frá Skallagrímur tapaði í toppslagnum Stórsigur Kára

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.