Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 2020 15 Hreyfistöðvar voru formlega opnað- ar í Garðalundi þriðjudaginn 7. júlí síðastliðinn en um er að ræða ell- efu stöðvar víðsvegar um skógrækt- arsvæðið með fjölbreyttum æfing- um sem allir ættu að geta gert. Það eru sjúkraþjálfararnir Anna Sólveig Smáradóttir og Helga Sjöfn Jóhann- esdóttir sem settu saman æfingarnar í samstarfi við Akraneskaupstað og Íþróttabandalag Akraness. Blaða- maður Skessuhorns settist niður í Garðalundi með Önnu Sólveigu og ræddi við hana um hreyfistöðvarn- ar, sjúkraþjálfunina og almennt um mikilvægi hreyfingar. Hreyfistöðvarnar eru fyrir alla Hreyfistöðvarnar voru upphaflega hugsaðar til að virkja eldra fólk í hreyfingu „Við Helga Sjöfn erum báðar að þjálfa og kenna það sem heitir Hreyfistjórn. Þar erum við með fólk á öllum aldri. Á vorin höf- um við fært tímana út þegar veðr- ið er gott og síðasta sumar vorum við mikið hér í skógræktinni. Þá nýttum við tækifærið að prófa okk- ur aðeins áfram með þessar æfingar sem við vorum að setja saman fyr- ir hreyfistöðvarnar. Þá fundum við að þetta væri eitthvað sem gæti nýst fleirum en bara eldra fólki. Okkur fannst þetta til dæmis sniðugt fyrir þá sem koma hingað að hlaupa en eru kannski lítið að taka styrktaræf- ingar. Það fólk gæti þá nýtt þetta og tekið smá styrk samhliða hlaup- unum,“ segir Anna Sólveig og bæt- ir við að hreyfistöðvarnar eru settar upp með þeim hætti að hægt sé að aðlaga allar æfingar að nánast hverj- um sem er. „Þannig geta allir fundið æfingar við hæfi. Fjölbreytt hreyfing gerir manni svo gott.“ Aðspurð segir Anna Sólveig æf- ingarnar á hreyfistöðvunum vera nokkuð skotheldar og fólk ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að ráða ekki við þær eða fara fram úr sér. „Ef fólk finnur að það ræður illa við eitthvað er alltaf hægt að gera æf- inguna auðveldari. Það er alltaf best að fara bara rólega af stað og finna hvað maður getur. Það er hægt að gera færri endurtekningar, gera æf- inguna bara einu sinni og ef manni líður vel er hægt að koma aftur eft- ir nokkra daga og gera meira. Það er alltaf best að gefa sér tíma til að venjast nýjum hreyfingum og byggja hægt og rólega ofaná það. Ef þú gef- ur þér tíma og leyfir líkamanum að aðlagast nýju álagi smám saman er hægt að byggja sig upp í næsta þrep. En svo ef fólk er eitthvað óöruggt er sniðugt að finna einhvern sem þekkir til og fá aðstoð við að komast af stað. Gullna reglan er alltaf að byrja bara hægt,“ segir Anna Sólveig. Fyrir þá sem eru lengra komnir í hreyfingu er svo alltaf hægt að finna útfærslu á æfingunum til að gera þær erfið- ari. „Það þarf ekki alltaf þyngdir til að gera góða styrktaræfingu. Það er margt hægt að gera með eigin lík- amsþyngd, til dæmis að gera æfing- ar á öðrum fæti eða taka hnébeygju og stoppa aðeins í neðstu stöðu. Svo er alltaf hægt að gera fleiri endur- tekningar. Það þarf ekki endilega að fara í líkamsræktarstöð til að gera styrktaræfingar,“ segir Anna Sólveig og brosir. Opnaði eigin sjúkraþjálfun Anna Sólveig er fædd og uppal- in á Akranesi og hefur búið þar alla tíð, að undanskildum þrem- ur árum í Danmörku þegar for- eldrar hennar fóru þangað í nám og fimm árum þegar hún fór sjálf í nám til Bandaríkjanna. Hún er gift Símoni Hreinssyni og er móðir Gunnars Smára, 14 ára, auk þess sem hún á þrjá upp- komna stjúpsyni. Hún er sjúkra- þjálfari að mennt og hefur starf- að við það síðan 2004 og hefur nú, ásamt þremur öðrum sjúkraþjálf- urum, stofnað eigin stofu á Akra- nesi; Sjúkraþjálfun Akraness. „Ég hef komið víða við og safnað að mér reynslu og þekkingu og mér fannst þetta góður tímapunktur til að opna eigin stofu. Ég vann lengi á Reykjalundi og svo var ég hjá Hæfi Endurhæfingastöð í Egils- höll í tvö ár og var þar með í ferl- inu frá upphafi og lærði margt á því. Stofnaði Hreyfistjórn sam- hliða og hef auk þess unnið hjá Knattspyrnufélagi ÍA síðastlið- in tíu ár sem sjúkraþjálfari,“ seg- ir Anna Sólveig og bætir við að sjúkraþjálfun sé fjölbreytt starf og nýtir hún fjölbreytnina sjálf enda með breitt áhugasvið þó forvarn- ir og lýðheilsa séu mjög ofarlega á hennar áhugasviði. „Ég var ekkert að stefna á að fara í eigin rekstur en rétt fyrir síðustu áramót fór svo eitthvað af stað. Við vorum fleiri hér á Akranesi í svipuðum spor- um og þetta var bara rétti tíminn fyrir okkur að sameinast og opna stofu,“ segir Anna Sólveig. Hreyfistjórn Sjúkraþjálfun Akraness er til húsa við Suðurgötu 126 en í sama húsi hafa þær Anna Sólveig og Helga Sjöfn verið með Hreyfistjórn, sem þær stofnuðu árið 2015 en hef- ur verið til í einhvers konar mynd frá árinu 2005. „Mér fannst spenn- andi tækifæri að geta sameinað tvær af mínum vinnum undir sama þak,“ segir Anna Sólveig. „Okkur lang- ar að skapa góða upplifun fyrir þá sem koma til okkar, hvort sem er í Hreyfistjórn eða sjúkraþjálfun. Við erum með litla en vel útbúna lík- amsrækt fyrir þá sem eru hjá okkur í sjúkraþjálfun og vonandi getum við svo opnað það fyrir fleirum síðar. Það eru margir sem vilja geta æft í rólegu umhverfi með smá stuðningi og við sjáum möguleika í okkar að- stöðu til að skapa eitthvað svoleið- is,“ segir Anna Sólveig og bætir við að einnig sé hægt að koma til þeirra í Hreyfistjórn og fá æfingaprógram til að koma sér af stað í hreyfingu. Þarft að vera tilbúin að gera breytingar Aðspurð segir Anna Sólveig hlut- verk sjúkraþjálfara fyrst og fremst vera að hjálpa fólki af stað og fræða og leiðbeina í átt að betri heilsu eða færni í því sem skiptir það máli. „Okkar hugsun er að hafa gott flæði bæði inn og út af stofunni, að fólk þurfi ekki að bíða lengi eftir því að komast að og að fólk fái leiðbeining- ar og aðstoð sem það getur svo nýtt sér til að verða sjálfstæðari í sínu endurhæfingarferli og tekið ábyrgð á eigin heilsu,“ segir Anna Sólveig og bætir við að sumir þurfi jafnvel bara nokkur skipti vegna síns vanda á meðan aðrir þurfa meira. „Sjúkra- þjálfun virkar þannig að þegar fólk kemur til okkar þarf það að vera tilbúð að gera breytingar því eðli málsins samkvæmt er eitthvað sem þarf að breytast hjá því. Ef þú vilt ná árangri þá verður þú að vera tilbúin að breyta því sem heldur aftur af þér og leggja í þá vinnu sem þarf. Hlut- verk sjúkraþjálfara getur í mörgum tilfellum verið bara leiðbeinandi og að gefa fólki tólin og kunnáttuna sem það þarf til að ná markmiðum sínum,“ útskýrir hún. Hreyfistjórn hentar öllum Anna Sólveig segir aðspurð að mik- il heilsuvakning hafi orðið í sam- félaginu okkar undanfarin ár. Hún segir þó að enn séu of margir sem hreyfa sig ekki neitt. „Það er oft erfitt að komast af stað í hreyfingu, til dæmis eftir veikindi eða meiðsli. Fólk veit kannski ekki hvar það eigi að byrja en þá er um að gera að leita aðstoðar. Það er svo mikil- vægt að við hreyfum okkur og allir geta eitthvað. Það hefur svo mikið að segja fyrir lífsgæði fólks að hugsa vel um líkamann sinn,“ segir Anna Sólveig en hún segir Hreyfistjórn einmitt henta vel fyrir þá sem eru að byrja. „Hreyfistjórn er þann- ig séð bara almenn heilsuefling. Hugmyndafræðin er að vinna með hreyfistjórnun í hreyfingum og gera liðkandi og styrkjandi æfing- ar sem auka færni fólks í allri hreyf- ingu. Við leggjum áherslu á líkams- vitund þannig að fólk læri betur inn á sig og geti beitt líkamanum þann- ig að það upplifi að það hafi stjórn á og ráði vel við hreyfinguna. Þann- ig nær fólk smám saman að byggja upp styrk, þrek, jafnvægi og hreyf- anleika sem skilar sér í betri hreyfi- færni í því sem hver og einn fæst við daglega,“ segir hún. Í Hreyfistjórn er boðið upp á þrjá mismunandi tíma, FysioFIT sem eru styrktartímar þar sem unnið er með lóð eða þyngdir sem mót- stöðu eða eigin líkamsþyngd, Fysio Flow (hreyfiflæði) þar sem er unn- ið er að því að bæta hreyfanleika og jafnvægi og að lokum Fysio Flex sem notaðir eru boltar og rúllur í sjálfsnudd. „Við tökum alltaf góða slökun í tímunum og leggjum upp úr rólegu og notalegu umhverfi þar sem taugakerfið fær þá hvíld sem það þarfnast inn á milli,“ segir hún. „Ég hvet alla til að kíkja í Garða- lund og prófa æfingarnar á hreyfi- stöðvunum,“ segir Anna Sólveig að endingu. arg „Fjölbreytt hreyfing gerir manni svo gott“ Rætt við sjúkraþjálfarann Önnu Sólveigu Smáradóttur um mikilvægi hreyfingar Anna Sólveig bendir hér á eitt af upplýsingaskiltunum sem komið hefur verið upp í Garðalundi. Anna Sólveig sýnir blaðamanni dæmi um æfingar sem fólk getur sjálft gert. Allir eiga að geta fundið æfingar við hæfi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.