Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 202010 „Þetta er svo mikið óréttlæti. Þegar það kostar ekki krónu að leyfa eldri borgurum að vinna sér til bjargar og þeim er meinað það. Þegar verið er að skerða greiðslur Trygginga- stofnunar á móti lífeyrisgreiðslum; eða þegar eldri borgarar missa öll réttindi sín í verkalýðshreyfing- unni eftir áratuga starf. Þetta er svo ótrúlegt, að það er ekki hægt að þegja lengur,“ segir Halldór Gunn- arsson formaður kjararáðs Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. Á landsfundi lEB -landssam- bands eldri borgara, fyrir skömmu, las Halldór samþykkt félagsins frá í júní, þar sem lýst er vantrausti á stjórn lEB vegna þess að hún hafi engum árangri náð í hagsmunabar- áttunni síðustu tíu ár. Ef ekki yrði breyting þar á, myndi félagið íhuga að segja sig úr landssambandinu. Hér á eftir fer endursögn frá- sagnar af landsfundi lEB fyrir skömmu, fengin af vef samtakanna; lifðu núna. Vildi ekki vera formaður áfram Á heimasíðu lEB er fjallað um kjaramál eldri borgara og greint frá umræðu á lansfundi samtak- anna. Nokkrar umræður spunnust um hægaganginn sem mörgu eldra fólki hefur þótt ríkjandi síðustu árin. Þórunn Sveinbjörnsdóttir for- maður lEB gagnrýndi það einnig í leiðara nýjasta lEB blaðsins sem kom út um mánaðamótin, hversu hægt hefur þokast. Haukur Hall- dórsson stjórnarmaður í lEB var formaður nefndarinnar sem vel- ferðarráðherra skipaði um lífskjör og aðbúnað aldraðra, en hún skilaði áliti fyrir einu og hálfu ári og lagði til að kjör þeirra sem njóta tak- markaðra réttinda í almannatrygg- ingakerfinu, m.a.vegna þess að þeir hafa ekki búið nægilega lengi hér á landi, yrðu lagfærð. Frumvarp þar að lútandi var loks lagt fyrir Al- þingi og samþykkt fyrir þinglok. Ráðherranefndin hélt áfram störf- um, en Haukur er ekki lengur for- maður hennar. „Ég gaf ekki kost á mér til áframhaldandi formennsku vegna þess að ég var ósáttur við starf nefndarinnar,“ segir hann á vef lEB. „Mér fannst eins og það væri takmarkaður áhugi hjá stjórn- völdum að bæta kjör eldri borg- ara.“ Haukur telur að eldri borg- arar þurfi sterkara bakland í barátt- unni. Þar þurfi verkalýðshreyfingin og opinberir starfsmenn að koma að málum. „Síðan þurfum við sjálf að vera sammála um hvað við setj- um í forgang,“ segir hann og bend- ir á að sú hafi ekki alltaf verið raun- in. „Stjórnmálaflokkar óttast ekki eldri borgara, það er vandinn,“ seg- ir Þorbjörn Guðmundsson vara- maður í stjórn lEB. Framboð ef ekki kemst hreyfing á málin En hvað er til ráða þegar stjórn- málamenn daufheyrast við bænum eldri borgara? Halldór Gunnarsson telur að fyrsta atriðið sé að reyna að ná samstöðu með verkalýðshreyf- ingunni um að taka upp mál eldri borgara. Þá þurfi að styrkja lands- sambandið fjárhagslega og auka sjálfstæði þess. Eldri borgarar hafi á sínum tíma ekki viljað vera með í lottóinu og fái því ekki framlög af þeim peningum eins og Öryrkja- bandalagið. „Við verðum að hafa peninga til að gera það sem þarf og svo finnst mér sjálfsagt að lands- sambandið styrki málaferli Gráa hersins myndarlega. Ef ekki tekst að koma neinni hreyfingu á mál- in finnst mér að landssambandið eigi að hafa forystu um að kosin séu sjálfstæð kjararáð í félögum lands- sambandsins, sem vinni í kjarabar- áttunni og m.a. að framboði eldri borgara, í flokkum eða með sjálf- stæðu framboði,“ segir Halldór. Málstaðurinn okkar megin Haukur Halldórsson segist ekki trúa á digurbarkalegar yfirlýsing- ar og að menn láti glamra í vopn- um. „Ég tel málstaðinn vera okkar megin og dropinn holar steininn,“ segir hann en bætir við að barátt- an sé snúin. Þannig hafi til dæmis Tekjusagan, vefurinn sem fjármála- ráðuneytið setti á netið, ekki gefið rétta mynd af kjörum eldri borg- ara og erfitt hafi reynst að leiðrétta það. Það hafi komið upp hugmynd- ir um aðgerðir á vegum eldri borg- ara, svo sem eins og að stöðva um- ferð um Keflavíkurveginn og fleira og Grái herinn hafi farið í mál. Haukur segir að danskir eldri borg- arar hafi prófað að stofna stjórn- málaflokk sem bauð fram tvisvar sinnum. „Það kann að vera leið, ég ætla ekki að hafna því, alls ekki, en þá þurfa bæði landssambandið og félögin að vinna markvisst að því. Það þarf einnig að ríkja góð sam- staða um það meðal eldri borgar- anna sjálfra.“ Eiga eldri borgarar að stíga fram sem stjórnmálaafl? „Það er ljóst að eitthvað meira þarf til, en bara samtalið við stjórnvöld, þó það sé sannarlega mikilvægt,“ segir Þorbjörn Guðmundsson. Hann segir athyglisvert að á Siglu- firði hefðu eldri borgar tikynnt að þeir væru tilbúnir í framboð fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og þá hefðu stjórnmálaflokkarnir farið að tala við þá. Tveir fulltrúar eldri borgara hefðu komist í bæjarstjórn fyrir sína flokka og þeir hefðu skap- að sér þannig stöðu að þeir hefðu áhrif. Nú væri fullt samráð við þá um þau mál sem að þeim snúa. „Þau fóru ekki í sérframboð, held- ur létu flokkana vita að stuðning- ur þeirra ylti á að þeim yrði sköp- uð aðstaða til áhrifa.“ segir Þor- björn sem segist hafa hugsað alvar- lega um það að í haust þyrfti lykil- fólk í eldri borgara hreyfingunni að hittast og móta sér tiltölulega ein- falda og skýra stefnu. leggja fram 3-4 lykilmál sem þeir vildu ná fram og ganga eftir því við flokkana sem bjóða fram, hvaða afstöðu þeir hafi til þessara mála. Stilla þurfi flokk- unum upp fyrir kosningar og eldri borgarar þurfi að bjóðast til að taka örugg sæti á framboðslistum sinna flokka. Eftir kosningar þurfi þeir að geta unnið saman að því sem ein heild að tryggja framgang sinna brýnustu mála. „Mér finnst þetta tilraunarinnar virði,“ segir Þor- björn; „hvort eldri borgara hreyf- ingin eigi að fara að stíga fram sem hreyfing í stjórnmálum.“ mm Á vefsíðu Ólafsdals við Gilsfjörð var fyrir helgi greint frá því helsta sem er í gangi á svæðinu. Þar segir m.a. að þessa dagana eru fjórir fornleifa- fræðingar frá Fornleifastofnun Ís- lands með bækistöð í Ólafsdal. Þrír þeirra eru að vinna við að fornleifa- skrá svæði í Saurbæ sem tengdist búsetu Sturlu Þórðarsonar sagnarit- ara á 13. öld með áherslu á Staðar- hól, þar sem Sturla bjó lengi, en auk þess aðra bæi í Staðarhólsdal. Einn fornleifafræðingur er síðan að vinna að því að „fleyta“ efni úr gólflögum í landnámsskálanum í Ólafsdal. Tveir bændur úr Saurbænum, þeir Arnar í Stórholti og Guðmundur á Kjarlaksvöllum, hafa að undanförnu unnið við að moka að og hylja síðan að mestu með torfþökum áhaldahús niðri í barðinu sem loftorka reisti fyrir Minjavernd í fyrra. Þá segir á heimasíðu Ólafsdals að gestir séu upp til hópa mjög fróð- leiksfúsir um sögu staðarins, minja- vernd og uppbyggingu. Þeir stoppa að meðaltali 1-2 klukkustundir í heimsóknum sínum. Margir þeirra ganga að víkingaaldarminjunum. Nú eru erlendir ferðamenn farnir að sjást meira, en þeir koma m.a. frá Þýskalandi og Póllandi. loks er sagt frá því að 14 manna hress hópur; „Jeppahópurinn,“ hafi ver- ið á ferð í liðinni viku. Það eru að mestu brottfluttir Húnvetning- ar sem ferðast hafa saman í um 30 ár. Eins og þekkt er studdu Hún- vetningar Torfa í Ólafsdal mikið og höfðu áform um að koma á „fyrir- myndarbúi,“ kennslubúi eða eins- konar búnaðarskóla með Torfa þó ekki hafi orðið af þeim áformum. Að endingu er greint frá því að grænmetið lítur vel út og vex hratt í Ólafsdal. mm/ Ljósm. Torfi Ólafur Sverrisson. Kartöflur voru settar niður í vor í Ólafsdal auk grænmetis. Það hefur dafnað vel í sumar. Tíðindi úr Ólafsdal Jeppahópur burtfluttra Húnvetninga var á ferð í Ólafsdal. Svipmynd frá Landsfundi LEB. Ljósm. lifdununa.is Eldri borgarar íhuga að stofna stjórnmálahreyfingu Utanvegar- akstur Haft var samband við Neyð- arlínu um hálf sjö á mánu- dagskvöld vegna utanvega- aksturs í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. lögregla fór á staðinn og kom að erlend- um ferðamönnum á Jökul- hálsi. Þeir kváðust hafa ekið þar eftir slóða en ekki kom- ist upp brattan kafla, lent í vandræðum og fest sig og af því hafi orðið akstur utan vegar. Dráttarbíll var kallað- ur á vettvang. Að sögn lög- reglu urðu einhver umhverf- isspjöll en málið er í ferli. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 11.-17. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 18 bátar. Heildarlöndun: 19.574 kg. Mestur afli: Ársæll Sigurðs- son HF-80: 2.534 kg í fjór- um löndunum. Arnarstapi: 10 bátar. Heildarlöndun: 14.310 kg. Mestur afli: Hrólfur AK-29: 2.610 kg í tveimur róðrum. Grundarfjörður: 13 bátar. Heildarlöndun: 51.863 kg. Mestur afli: Kap II VE-7: 27.977 kg í einni löndun. Ólafsvík: 33 bátar. Heildarlöndun: 79.885 kg. Mestur afli: Bárður SH-81: 24.247 kg í þremur róðrum. Rif: 24 bátar. Heildarlöndun: 31.188 kg. Mestur afli: Særif SH-25: 4.764 kg í einni löndun. Stykkishólmur: bátar. Heildarlöndun: 19.456 kg. Mestur afli: Bryndís SH-128: 7.292 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Kap II VE-7 - GRU: 27.977 kg. 13. júlí. 2. Bárður SH-81 - ÓLA: 11.075 kg. 14. júlí. 3. Bárður SH-81 - ÓLA: 7.602 kg. 15. júlí. 4. Bárður SH-81 - ÓLA: 5.570 kg. 13. júlí. 5. Særif SH-25 - RIF: 4.764 kg. 14. júlí. -kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.