Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 202014 „Garðaþjónustan Sigur-garðar annast nýsköpun og viðhald á allri almennri garðavinnu frá grænu yfir í grátt.“ Þannig lýsa eigend- urnir, þeir Sindri Arnfjörð Sigur- garðarsson og Arnór Guðmunds- son á laufskálum II í Borgarfirði, fyrirtæki þeirra á Facebook síðu fyrirtækisins. Síðastliðinn laugar- dag var stór dagur hjá þeim. Þrjá- tíu ár frá stofnun Sigur-garða og samtímis var vígð ný 663 fermetra skemma á laufskálum. Vinum, viðskiptafélögum, samstarfsfélög- um, nágrönnum og ekki síst nú- verandi og fyrrum starfsmönnum var boðið til grillveislu í og við nýju skemmuna. Fjölmenni mætti og gerði sér glaðan dag. Sindri Arnfjörð segir bjart yfir starfseminni. Verkefnastaða sé góð og hafi raunar verið mörg liðin ár. Starfsmenn á launaskrá eru 17 í sumar og verkefni víða um vestan- og sunnanvert landið. Sindri segir að frá upphafi hafi 87 starfsmenn komið við sögu hjá fyrirtækinu; harðduglegt fólk sem gjarnan sé hjá honum að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði. „Í rekstri eins og þeim sem við erum með skiptir öllu máli að veljist til starfa gott fólk sem er tilbúið að taka leiðsögn og starfa sjálfstætt. Við höfum verið heppin og það er ánægjulegt að fjölmargir af fyr- rum starfsmönnum okkar sáu sér fært að koma. Þetta er því hátíðs- dagur,“ sagði Sindri þegar blaða- maður Skessuhorns leit við í af- mælið. mm Sigur-garðar er þrítugt fyrirtæki og enn í sókn Ása Erlingsdóttir og Sindri Arnfjörð heima í garði á Laufskálum II. Á bakvið þau er planta sem nefnist hengi-reynir, en fleiri hengiplöntur er þar að finna, m.a. hengi-gullregn. Nokkrir af starfsmönnum Sigur-garða stilltu sér upp til myndatöku. Léttleikinn er gjarnan í fyrirrúmi. Í afmælinu var vígð ný 663 fermetra skemma á Lauf- skálum. Gestir komu færandi hendi með gjafir. Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari kom með umslag, en það var bundið við stein; „svo það fyki síður,“ sagði hann og rétti Sindra gjöfina. Meðfylgjandi myndir sýna nokkur af þeim verkefnum sem starfsfólk Sigur-Garða hafa sinnt að undanförnu. Hér eru starfsmenn að planta sígrænum plöntum og setja mulning yfir beðið við Borgir í Stafholtstungum. Frágangur við sumarhús sem stendur við Vörðuás í Munaðarnesi. Verkið unnu þær Fanney Guðjónsdóttir og Vigdís Helga Kristjánsdóttir. Lokafrágangur á stígum og þöku - l ögn við þrjár lóðir við Stekkjarhól í Munaðarnesi. Nýlega luku Sigur-garðar við stórt verkefni í Sundlaug Borgarness. Alls var lögð 500 m2 hellulögn og rúmlega 200 m í sögun á hellum og 70% af því bogalínur eða hringir. Nýlega var lokið við hreinsun á malarbeðum og plöntun sumarblóma á lóð Norðuráls á Grundartanga, en Sigur-garðar hefur annast lóðavinnu síðustu árin. Samsetning stéttar og sólpalls. Verkið vann Kristján Guðmundsson úr Borgarnesi fyrir Sigur-garða.Nýlega var lokið við hellulögn og frágang í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Stígagerð við sumarhús í Svignaskarði. Unnið við reisingu á nýju skemmunni á Laufskálum II í nóvember síðast- liðnum. Eiríkur J Ingólfsson ehf. sá um að reisa húsið sem nú er tilbúið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.