Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 20208 Féll af vinnupalli BORGARBYGGÐ: Óhapp varð í Borgarnesi skömmu fyrir klukkan átta á föstudagskvöld þegar maður féll af vinnupalli. Féll hann úr þriggja metra hæð af pöllunum. Sá sem til- kynnti óhappið flutti manninn á heilsugæslustöðina og hafði samband við lækni. Maðurinn kenndi sér einskis meins eftir fallið að sögn lögreglu og hélt vinnu sinni áfram eftir læknis- skoðunina, en var hvattur til að fylgjast vel með eigin ástandi. -kgk Föstudagsfok VESTURLAND: Haustveð- ur gerði um vestanvert landið síðastliðinn föstudag og lentu nokkrir í vandræðum vegna hvassviðris. Aðfararnótt föstu- dags var lögreglu tilkynnt að næturgestir í Sælingsdal í Döl- um hefðu tapað fortjaldi af tjaldinu sínu í rokinu. Á föstu- daginn fóru lögreglumenn að Garðagrund á Akranesi, en stærðarinnar trampólín hafði fokið úr garði í Jörundarholti og út á götuna. Náðu lögreglu- menn að losa trampólínið í sundur og koma því aftur inn í garðinn þar sem það var fest niður. Þá fauk einnig trampól- ín upp úr garði við lindarholt í Ólafsvík, en náðist að koma því fyrir og festa niður. -kgk Eignaspjöll AKRANES: Haft var samband við lögreglu um liðna helgi og greint frá því að þrír pilt- ar hefður skemmt einingu úti- bekks og borðs á Merkurtúni á Akranesi. lögregla fór á stað- inn og þá tóku tveir piltar til fótanna en sá þriðji varð eft- ir. Ræddi lögregla við hann, en fleiri ungmenni voru á svæð- inu. Var lögreglu tjáð að ein- ingin hefði dottið í sundur þeg- ar verið var að færa hana, en drengirnir hafi einhverra hluta vegna ákveðið að brjóta hana enn frekar í sundur. Haft var uppi á drengjunum sem hlup- ust á brott, haft samband við foreldra alla og greint frá af- skiptum lögreglu. Barnavernd voru jafnframt veittar upplýs- ingar um málið, bæjaryfirvöld látin vita og einingin fjarlægð. -kgk Stútar við stýrið VESTURLAND: Skömmu fyrir miðnætti 14. júlí var öku- maður stöðvaður á Skorradals- vegi, grunaður um ölvun við akstur. lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hafði áður látið kollega sína á Vesturlandi vita af ferðum mannsins. Hann var látinn blása og í kjölfar hand- tekinn og gert að veita blóð- sýni. Þá var ökumaður stöðv- aður, grunaður um ölvunar- akstur á Akranesi í hádeginu á sunnudaginn. Hann reyndist ekki hafa ökuskírteini meðferð- is og ökuréttindi hans reynd- ust enn fremur vera útrunnin. Sama dag var ökumaður stöðv- aður í Borgarnesi og kærður fyrir að aka eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Bíllinn var kyrrsettur og tekin skýrsla af ökumanninum. -kgk Fastir í á BORGARBYGGÐ: Franskir ferðamenn lentu í vanda þegar þeir festu bíl sinn í á á Arnar- vatnsvegi síðdegis á sunnudag. Kallað var eftir aðstoð frá Björg- unarsveitinni Oki til að komast til fólksins. Mikilla tungumála- örðugleika gætti, að sögn lög- reglu, og þurfti aðstoð túlks til að halda uppi samskiptum við fólkið. Fólkinu varð ekki meint af og lítið tjón varð á bílnum, sem var orðinn nokkuð blaut- ur en þó ökuhæfur, að sögn lög- reglu. -kgk Fékk hamar í höfuðið BORGARBYGGÐ: Slys varð þegar unnið var að bygginga- framkvæmdum við hús í Borg- arbyggð. Einn þeirra sem vann í húsinu missti hamarinn sinn skömmu fyrir kl. sjö að kvöldi. Í sömu andrá og það gerðist gekk tveggja ára gamalt barn framhjá og fékk hamarinn í höfuðið. Barnið hlaut skurð á enni og var ekið til móts við sjúkralið, sem flutti barnið ásamt foreldrum til læknis. -kgk Bílvelta Ökumaður á ferð um Borgar- fjarðarbraut á mánudag velti bíl sínum skammt frá Seleyrar- gili. lögregla og sjúkralið fóru á vettvang. Maðurinn slasaðist ekki illa í bílveltunni, en hlaut minniháttar meiðsli eftir atvik- ið. -kgk/ Ljósm. mkg. Geyst ekið Hraðakstur er ennþá áberandi í umdæmi lögreglunnar á Vest- urlandi og að sögn lögreglu sjást enn nokkuð háar tölur. Einn hlaut þannig 120 þúsund króna sekt síðastliðinn miðvikudag er lögreglumenn við almennt eftirlit mældu hann á 130 km hraða á klst. á Vesturlandsvegi við Kúludalsá. Síðdegis á laug- ardag var ökumaður stöðvaður á 140 km hraða á klukkustund í umdæminu og þarf að reiða fram 150 þús. krónur í sekt. -kgk Ekið á búfé VESTURLAND: Ökumað- ur tilkynnti að hann hefði ekið á kind á Snæfellsnesvegi um tíuleytið á sunnudagsmorgun, með þeim afleiðingum að kind- in drapst og bifreiðin skemmd- ist talsvert. Þessi ökumaður lét vita, en að sögn lögreglu hef- ur mikið borið á því í sumar að ekki sé látið vita þegar ekið er á búfénað í umdæminu. Fyrr í vikunni, eða á föstudag, var til- kynnt um geitur á ferð á Snæ- fellsnesvegi til móts við lyng- brekku. Haft var samband við eiganda þeirra sem nálgaðist þær. -kgk Kerru stolið AKRANES: lögreglu var greint frá því á mánudag að kerru hefði verið stolið frá at- vinnuhúsnæði á Akranesi. Kerr- an er þriggja metra löng, með skráningarnúmer og hafði ver- ið lagt á atvinnulóðinni. Hún er merkt Trésmiðjunni Akri og lögregla lýsir eftir henni. Málið er til rannsóknar . -kgk Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur í samstarfi við Hrafn Art unnið að gerð kynn- ingarmyndbanda fyrir sveitarfé- lagið. Fyrra myndbandið var kynn- ingarmyndband fyrir þá sem eru á ferðalagi um Hvalfjarðarsveit og var birt um síðustu mánaðamót. Nú er búið að birta seinna mynd- bandið sem er kynningarmyndband um hvernig sé að búa í Hvalfjarð- arsveit. arg Reykhóladagar verða haldnir hátíð- legir dagana 24.-26. júlí. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, skipuleggjanda hátíðarinnar, segir að undirbúning- ur hafi gengið vel í ár. „Við ætlum að hafa þetta hógværa hátíð í ár, í ljósi ástandsins í samfélaginu. Við höfum fært eins marga viðburði og við getum út og reynum að vera eins mikið utandyra og hægt er,“ segir Jóhanna. Hátíðin hefst með stuttum reiðtúrum fyrir börn á föstudeginum og klukkan 18 ætla Félagasamtökin að afhenda Reyk- hólahreppi ærslabelg, sem mun án efa hitta í mark hjá yngstu kyn- slóðinni og jafnvel þeim eldri líka, ef þeir þora! Þá verður skemmtileg dagskrá á föstudagskvöldinu í Báta- og hlunnindasýningunni sem byrj- ar með Pub-quiz kl. 19:30 og eftir það verða Gaddi og Rakel með tón- listarviðburð. laugardagurinn byrjar á Rey- khóladagahlaupinu áður en boðið verður upp á skemmtilega og fjöl- breytta dagskrá fyrir alla fjölskyl- duna. Sem dæmi verður boðið upp á kjötsúpukeppni á litlu Grund og hin árlega dráttarvélafimi ver- ður á sínum stað, þar sem keppen- dur fara fimlega í gegnum þrauta- braut á dráttarvélum. Þá verður læðutog, þar sem hinn frægi bíll, læðan, verður dregin og að því lo- knu verður farið í þarabolta áður en garðpartí með Steinda og Audda hefst um kvöldið. Á sunnudeginum verður dagskráin í Króksfjarðarne- si, þar sem farið keppt verður í kas- sabílarallí og boðið upp á kaffihlað- borð í Handverkinu. arg Kærunefnd jafnréttismála hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að Þjóðkirkjan hafi brotið gegn jafn- réttislögum þegar sóknarprestur var skipaður í Garða- og Saurbæj- arprestakalli á síðasta ári. Nefnd- in segir í úrskurði sínum að Þjóð- kirkjan hafi ekki sýnt fram á að önnur sjónarmið en kyn umsækj- enda hafi ráðið úrslitum um hver var valinn sóknarprestur. Í yfirlýs- ingu frá Biskupsstofu vegna þess- arar niðurstöðu segir að Þjóðkirkj- an muni draga af úrskurði kæru- nefndar lærdóm og unnið verði að tillögum um umbætur. Skipað var í stöðu sóknarprests í fyrra þegar prestar voru enn embættismenn. Í úrskurðinum segir að kirkjan hefði þurft að sýna fram á að önnur sjón- armið en kynferði hefðu ráðið nið- urstöðunni. Það hefði kirkjan ekki gert. Því var niðurstaðan sú að brotið hefði verið gegn lögum um jafnan rétt kynjanna. Það var úrsúla Árnadóttir, sem nú starfar sem sóknarprestur á Blönduósi, sem lagði fram kær- una. Hún var einn umsækjanda um starf sóknarprests Garða- og Saur- bæjarprestakalls og kærði þá niður- stöðu kjörnefndar að velja Þráinn Haraldsson í stöðu sóknarprests. Matsnefndin telur úrsúlu búa yfir meiri starfsreynslu sem prest- ur innan kirkjunnar en Þráinn og hefði auk þess meiri menntun. Þá hefði hún fengið einkunnina 8,9 hjá matsnefnd sem fór yfir mennt- un og feril umsækjenda en Þráinn 8,2 og annar karlmaður sem sótti um 9,0. Gagnrýnir hún að meiri- hluti kjörnefndar væru samstarfs- fólk Þráins sem verið hafði prest- ur í prestakallinu í fjögur ár áður en hann var ráðinn sóknarprestur. Aðrir umsækjendur mættu hins vegar ekki hafa samband við kjör- nefndarmenn í ferlinu. Kærunefnd jafnréttismála segir í úrskurði sínum frá 9. júlí að leyni- leg atkvæðagreiðsla kjörnefndar hafi gert að verkum að ekki sé hægt að ráða fram úr hvort byggt hafi verið á sjónarmiðum um kynferði þegar prestur var valinn. úrsúla Árnadóttir segir í samtali við Skessuhorn að þetta hafi verið í annað skipti sem hún sækti um stöðu í prestakallinu, en án árang- urs. Í febrúar 2020 var ráðið í tvær stöður presta í Garða- og Saur- bæjarprestakalli og þá var enn og aftur gengið framhjá henni. Hún kveðst aldrei hafa fengið hrein- skiptin svör um hverju þessi snið- ganga í hennar garð sætti. „Ég er tilbúin að funda með Agnesi M Sig- urðardóttur biskupi í kjölfar þessa úrskurðar kærunefndar jafnfréttis- mála, en til þess fundar hefur hins vegar ekki enn verið boðað. Ég hef ekki heyrt neitt frá biskupi og Þjóð- kirkjan hefur ekki gert neina tilraun til sátta í málinu né hefur reynt að friða hug minn þrátt fyrir afgerandi úrskurð þess efnis að brotið hafi verið á réttindum mínum a.m.k. í tvígang. En ég fagna afdráttarlaus- um úrskurði kærunefndarinnar,“ segir úrsúla. mm Þjóðkirkjan braut gegn jafnfréttislögum Skjáskot af kynningarmynd- bandi um hvernig sé að búa í Hvalfjarðarsveit. Kynningarmyndband fyrir Hvalfjarðarsveit Jóhanna Ösp Einarsdóttir sér um skipulag hátíðarinnar. Hér er hún á hátíðinni síðasta sumar. Ljósm. úr safni/kgk Reykhóladagar eru framundan

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.