Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 22.07.2020, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 2020 17 Sumarið 2008 var Guðni Eyjólfsson á Akranesi 92 ára. Hann var þá ásamt fjölskyldu sinni við veiðar í Andakílsá seinni hluta mánudags og fyrir hádegi þriðjudag. Höfðu þeir 47 laxa upp úr krafsinu á tvær stangir og líklegt að þar hafi Íslandsmet fallið. Þessi veiði jafngilti því að veiðimennirnir hafi verið að fá fjóra laxa að meðaltali á klukkutíma á tvær stangir, eða lax á stöng á hálftíma fresti. „Við veiddum ekkert fyrstu þrjá klukkutímana en þá komu átta laxar úr sama hylnum á einum klukkutíma og eftir það var einfaldlega mokveiði þar til við hættum á hádegi á þriðjudag,” sagði Gunnar Jónsson, veiðifélagi Guðna og bróðursonur í samtali við Skessuhorn sumarið 2008. Aðrir veiðifélagar þeirra Gunnars og Guðna voru Birgir Guðnason, Guðni Steinar Helgason og Sverrir Heiðar Júlíusson. Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst 2020. Nánari upplýsingar um starfið veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is. Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem kemur fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. STARF FORSTÖÐUMANNS ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA Á AKRANESI Akraneskaupstaður auglýsir stöðu forstöðumanns íþróttamannvirkja lausa til umsóknar. Íþróttamannvirki á Akranesi eru Bjarnalaug, íþróttahúsið við Vesturgötu, íþróttahúsið á Jaðarsbökkum, sundlaugin Jaðarsbökkum, Akraneshöll, grasvellir, fimleikahús og Guðlaug - heit laug á Langasandi. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar • Rekstur og dagleg stjórnun íþróttamannvirkja • Stjórnun, ábyrgð og eftirfylgni starfsmannamála • Gerð starfs- og fjárhagsáætlana • Náið samstarf við Íþróttabandalag Akraness, skólasamfélagið og aðra sem sinna tóm- stundamálum Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri • Leiðtogafærni og vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi • Haldgóð þekking á málaflokknum • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi og faglegum metnaði • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.