Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2020, Page 2

Skessuhorn - 22.07.2020, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 22. JúlÍ 20202 Sumarið er stutt, verum úti þeg- ar gott er veður, og njótum. Búast má við norðaustan átt á morgun, bjart verður með köfl- um vestanlands en dálítil rign- ing eða skúrir í öðrum landshlut- um. Á föstudag verður vindátt svipuð en þó hægari. Skúrir um landið sunnanvert og lítilsháttar rigning við norðurströndina. Hiti 5 til 13 stig. Á laugardag verð- ur norðaustanátt og dálítil væta með köflum en bjart að mestu suðvestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á sunnudag og mánudag er spáð áframhaldandi norðaust- lægri átt og rigningu með köfl- um. Úrkomulítið vestanlands. Hiti breytist lítið. Á vef Skessuhorns í liðinni viku var spurt, „Notar þú bílbelti?“ Af- gerandi meirihluti svarenda, eða 89% sögðu, „já, alltaf“. 9% svör- uðu, „já, oftast“. Langfæstir eða 1% sögðu, stundum og annað eins svaraði, „nei, aldrei“. Í næstu viku er spurt: Hveru marga kaffibolla á dag drekkur þú að jafnaði? Eigendur Sigur-garðar, þeir Sindri Arnfjörð Sigurgarðarson og Arnór Guðmundsson ásamt Ásu Erlingsdóttur fögnuðu þrí- tugsafmæli fyrirtækisins í liðinni viku en reksturinn er í blússandi sókn. Eigendur Sigur-garðars eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Næstu vikur VESTURLAND: Skessu- horn verður gefið út næstkom- andi miðvikudag, 29. júlí. Eftir það fer starfsfólk í viku sumar- leyfi og verður skrifstofan lok- uð til og með þriðjudeginum 4. ágúst. Ekkert blað kemur því út 5. ágúst. Fyrsta tölublað eftir frí kemur út miðvikudaginn 12. ágúst. -mm Fyrirlestri Snorra- stofu frestað REYKHOLT: „Af óviðráðan- legum ástæðum hefur fyrirlestri Valgerðar Bergsdóttur myndlist- armanns á Reykholtshátíð ver- ið frestað. Nýr tími verður til- kynntur síðar, en markmið Val- gerðar var að fjalla um steinda glugga Reykholtskirkju. Vegna hins stutta fyrirvara er ekki mögulegt að finna nýjan fyrirles- ara og mun því Snorrastofa ekki bjóða upp á neinn fyrirlestur á Reykholtshátíð,“ segir í tilkynn- ingu frá Snorrastofu. Sjálf Reyk- holtshátíðin heldur hins veg- ar sínu striki og verður dagana 24.-26. júlí næstkomandi. Þar flytja margir af fremstu tónlist- armönnum þjóðarinnar sígilda tónlist á fernum tónleikum, auk þess sem Reykholtskirkja boð- ar til hátíðarmessu næstkom- andi sunnudag, allt samkvæmt venju.“ -mm Breytingar hjá réttindagæslu fatl- aðs fólks LANDIÐ: Halldór Gunnars- son lét af störfum sem yfirmaður réttindagæslumanna 1. júlí síð- astliðinn. Hann kom til starfa í velferðarráðuneytinu sem rétt- indagæslumaður í Reykjavík og á Seltjarnarnesi árið 2011. Það sama ár voru sett lög um rétt- indagæslu fyrir fatlað fólk. Í nóvember 2012 tók Halldór við starfi sérfræðings fyrir réttinda- vakt ráðuneytisins og starfi yf- irmanns réttindagæslumanna. „Halldóri er þakkað það frum- kvöðla- og uppbyggingarstarf sem hann vann fyrir réttinda- gæslu fatlaðs fólks,“ segir í til- kynningu. Við starfi yfirmanns réttindagæslumanna tók Jón Þorsteinn Sigurðsson sem starf- að hefur sem réttindagæslumað- ur frá árinu 2011, meðal ann- ars hér á Vesturlandi. Jón mun einnig starfa áfram sem réttinda- gæslumaður í hlutastarfi. -mm Síðustu misseri hafa fjölmargir íbú- ar á Akranesi fjárfest í svokölluð- um „sit on top“ kayökum. „Þess- ir bátar eru mjög hentugir til veiða og styttri ferða á góðum dögum. Okkur finnst við hins vegar ekki sjá notkun á þessum bátum í samræmi við fjölda þeirra. Við viljum fá sem flesta á sjó en grunar að einhverj- ir séu hikandi við að taka skrefið vegna þess að þeir telja sig ekki búa yfir nægilegri kunnáttu eða reynslu. Það er engin ástæða til að láta það stöðva sig því að slíkt kemur með ástundun,“ segir Guðmundur Benediktsson formaður Siglinga- klúbbsins Sigurfara. Hann segir mikilvægt að vera rétt útbúinn og geta lesið í aðstæður, veðurfar og sjólag áður en haldið er út á sjó. „Náttúran hér við Akranes býður upp á frábærar aðstæður til að stun- da kayaksportið, hvort sem fólk vill veiða eða skoða. Við viljum því hvetja bátaeigendur til að róa, við langasand, í Krókalóni, við Elínar- höfða og víðar. Möguleikarnir eru fjölmargir og allir í túnfætinum. Þess vegna ætlar Sigurfari að bjóða upp á námskeið á fimmtudaginn 23. júli kl. 19.00 i umsjón Gísla ra- kara. Mæting er við sjósetningar- rampinn niðri í höfn. Gísli er haf- sjór af reynslu, bæði í búnaði og sjóferðum. Við viljum benda á að ekki þarf að fara langt til að fjárfes- ta í búnaði því að hér i bæ er ver- slunin Ósinn (osinn.net) sem selur kayaka og það sem tilheyrir,“ segir Guðmundur að endingu. mm Flestir nýta ferðatékkann á Hótel Hamri í Borgarnesi Átjánda grín á Hamarsvelli liggur við bakgarð hótelsins og oft myndast skemmtileg stemning á veröndinni þar sem gestir hótelsins klappa fyrir góðum tilþrifum kylfinga. Hægt er að fylgjast með svoköll- uðu mælaborði ferðaþjónustunnar í gegnum heimasíðu Ferðamálastofu. Þar er meðal annars hægt að fylgj- ast með notkun 5.000 króna ferða- gjafa eftir landssvæðum og flokk- um ferðaþjónustu. Þá er einnig hægt að sjá hvaða tíu fyrirtæki hafa fengið flestar ferðagjafir í sinn hlut. Þar efst á lista er Icelandair Hót- el Hamar í Borgarnesi en alls hef- ur ferðagjöfum fyrir um 8,5 millj- ónir króna verið varið í þjónustu- kaup þar. Staðurinn er með þá sér- stöðu að vera hótel og veitingastað- ur á miðjum Hamarsvelli, golfvell- inum í Borgarnesi. „Frá þjóðveginum þá lætur hótel- ið ekki mikið yfir sér. Það er frekar látlaust ásýndar en þegar komið er á staðinn þá opnast hér nýr heim- ur sem heillar fólk upp úr skónum, fólk sem kemur aftur og aftur,“ seg- ir Guðveig lind Eyglóardóttir, að- stoðarhótelstjóri Hótel Hamars, í samtali við Skessuhorn. „Aðsóknin á hótelið í sumar hef- ur verið frábær og því má þakka þessi fallegi golfvöllur sem umlyk- ur hótelið, gott tíðarfar og ekki síst góð staðsetning frá höfuðborginni. Einstaklingar sem stunda golf hér- lendis er stór hópur, þetta er vin- sælt sport og hópurinn fer stækk- andi ef eitthvað er. Að sama skapi er þetta hópur sem kann að meta þjónustuna sem við erum að bjóða upp á á Hótel Hamri,“ bætir Guð- veig lind við. Hún segist jafnframt sjá miklar endurkomur í sumar. „Ánægjan kristallast í því hvað við sjáum marga koma aftur.“ Margir Íslendingar hafa þurft að fresta ferðalögum erlendis vegna Covid-19 og eru golfferðir Íslend- inga til Spánar og Flórída þar eng- in undantekning. Mikið hefur ver- ið um að hópar sem hafa átt pant- anir í golfferðir erlendis hafi komið á Hótel Hamar í staðinn og spilað golf á Hamarsvelli. „Aðsóknin væri heldur ekki svona góð nema fyrir það frábæra og þjón- ustulundaða starfsfólk sem starfar á hótelinu og var tilbúið að fara inn í sumarið án þess að vita við hverju mætti búast. Eftir lokunina í vor var einlægur áhugi og gleði að sjá líf aftur á vinnustaðnum og maður finnur fyrir miklu þakklæti að hlut- irnir séu komnir í gang aftur,“ segir Guðveig lind að endingu. glh Guðveig Lind Eyglóardóttir, aðstoðarhótelstjóri Hótel Hamars. Bjóða upp á námskeið í notkun sjókayaka

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.