Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202016 Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Síðasti jólasveinninn kemur til byggða á aðfangadag og á jóladag leggur sá fyrsti af stað aftur til síns heima. Einu sinni á ári gera þessir skrýtnu kallar sér ferð í bæinn með tilheyrandi hlátrasköllum, hurðaskellum og fíflalátum. Jólasveinarnir eru synir Grýlu og Leppalúði er að öllum líkind­ um faðir þeirra, en Grýla var ekki við eina fjölina felld því áður en hún kynntist Lúða átti hún vingott við Bola og Gust og átti með þeim fjölda trölla­ barna. Í dag eru flestir sammála um að jólasveinarnir séu þrettán og heiti Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyr­ gámur, Bjúgnakrækir, Glugga­ gægir, Gáttaþefur, Ket krókur og Kertasníkir. Sigfús Sigfússon þjóð sagna­ safnari sagði að jólasveinarnir væru í mannsmynd, klofnir upp í háls, með klær fyrir fingrum, kringlótta fætur og engar tær. „Þeir eru illir að eðlisfari og lík­ astir púkum og lifa mest á blóts­ yrðum manna og óvönduðum munnsöfnuði og eru rógsamir og rángjarnir, einkum á börn.“ Í dag líkjast þeir fremur fífla­ legum miðaldra offitusjúklingum, hallærislegum trúðum eða búðar­ fíflum en ógnvekjandi tröllum. Nöfn jólasveinanna hafa ekki alltaf verið þau sömu og í dag og áður gengu þeir undir ýmsum nöfnum sem oft voru staðbund­ in. Í Fljótunum koma fyrir nöfn eins og Pönnuskuggi, Guttormur, Bandaleysir, Lampaskuggi og Klettaskora. Í Mývatnssveit þekktust nöfnin Flórsleikir og Móamangi. Á Ströndum voru jólasvein­ arnir þrettán eða fjórtán og báru önnur nöfn.Tífall, Tútur, Baggi, Lútur, Rauður, Redda, Steingrímur, Sledda, Lækjaræsir, Bláminn sjálfur, Blámans barnið, Litli pungur, Örvadrumbur, Tífall og Tútur, Baggi og Hrútur, Rauður og Redda, Stein grímur og Sledda, sjálfur Bjálfinn og Bjálfans barnið, Bitahængir, Froðusleikir,, Glugga gægir og Styrjusleikir. Að sögn Sigfúsar Sigfússonar koma jólasveinarnir til lands­ ins í byrjun jólaföstunnar á „selskinnsbátum vestan frá Grænlandsóbyggðum eða, að sumra sögn, austan frá Finnmörk og kalla sumir byggðarlag þeirra Fimnam. Þeir leggja að landi í leynivogum undir ófærum og geyma báta sína í hellum og halda huldu yfir þeim uns þeir fara aftur nærri þrettánda.“ Sigfús segir jólasveinana skipta sér á bæi þegar þeir koma að landi og „hér þekkjast þeir oft varla frá púkum og árum af verknaði sínum og eru illkaldir sem hafís og heljur. Jólasveinar eiga kistur sem þeir bera menn á brott í.“ Upp úr miðri síðustu öld fara jólasveinarnir að taka á sig alþjóð­ lega mynd rauðhvíta jólasveins­ ins. Þeir verða vinir barnanna og færa þeim gjafir í skóinn síðustu dagana fyrir jól og eru ómissandi á jólaskemmtunum. Íslensku jólasveinarnir hafa haldið þeim sið að vera hávaða­ samir og hrekkjóttir og ekki er laust við að börn séu enn hrædd við þá. Hræðsla barnanna er full­ komlega eðlileg. Fullorðið fólk hikar ekki við að segja börnun­ um að þessir ókunnugu ríflega miðaldra offitusjúklingar, sem ganga um í skrýtnum rauðum fötum, komi í herbergið til þeirra á nóttinni og taki óþekk börn og þau sem ekki vilja fara snemma í rúmið. Einn þeirra er meira að segja þekktur gluggagægir. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Illir að eðlisfari Íslenski sumargotssíldarstofn- inn á sér merkilega sögu. Hann hefur mátt þola þung áföll síðustu áratugina: hrun í kringum 1970, fjöldadauða af völdum súrefn- isskorts fyrir tæpum áratug og alvarlega sýkingu af náttúrunn- ar völdum sem verið hefur við- varandi árum saman. Enn þá er stofninn þó talsvert mikilvæg stoð undir sjávarútvegi landsmanna. Rétt er að minna á strax í upp­ hafi að hin rómuðu síldarævintýri Íslendinga á öndverðri 20. öld byggðust ekki á íslenska sum­ argotssíldarstofninum heldur á norsk­íslensku vorgotssíldinni sem gekk hingað til lands frá Noregi á sumrin (og gerir enn). Stöku sinn­ um gekk íslenska sumargotssíldin þó grindhoruð eftir hrygningu á norðurmið og veiddist þá með spik­ feitri vorgotssíldinni, hinni frægu „Íslandssíld“. Jakob Jakobsson, fiskifræðingur og lengi forstjóri Hafrannsóknastofnunar, ritaði grein í Morgunblaðið árið 2001 um íslensku sumargotssíldina og byggist það sem hér er sagt um síldina fram til síðustu aldamóta að mestu á henni. Ofveiði og hrun Veiðar á sumargotssíldinni voru lítt stundaðar framan af 20. öldinni. Sunnanlands var sumargotssíldin einkum veidd í reknet vor og haust til beitu og síðar til söltunar. Undantekning á því var hið mikla síldarmok í Kollafirði og Hvalfirði veturna 1946/47 og 1947/48, en þá var síldin veidd í herpinót eins og tíðkaðist við Norðurland á sumrin. Jakob bendir á að um 1960 hafi nútíma hringnótaveiðar hafist með mikill tæknivæðingu síldveiðiskip­ anna. Farið var að stunda síldveiðar árið um kring og jókst þá afli sum­ argotssíldarinnar úr 20­30 þúsund tonnum í 100­130 þúsund tonn á fyrri hluta 7. áratugarins. Þessu fylgdi aukið veiðiálag og á tímabil­ inu 1965­1969 var ókynþroska smásíld verulegur hluti aflans. Þessi ofveiði ásamt lélegri nýliðun olli því að stofninum hrakaði ört. Jakob segir að um 1970 hafi svo verið komið að aðeins hafi fundist tvær torfur á vetursetustöðvunum við Hrollaugseyjar. Þá hafi hrygn­ ingarstofninn verið áætlaður aðeins 10­15 þúsund tonn en hafi verið um 300 þúsund tonn um og upp úr 1960 þegar hringnótaveiðar hófust sunn­ anlands. Þegar hér var komið sögu var gripið til þess ráðs að banna síldveiðar í hringnót og tók bannið gildi í ársbyrjun 1972. Endurreisn síldarstofnsins Það er skemmst frá því að segja að þessar ráðstafanir báru tilætlaðan árangur. Síldarstofninn rétti fljótt úr kútnum og haustið 1975 þegar takmarkaðar hringnótaveiðar voru leyfðar á ný var stofninn orðinn 100 þúsund tonn. Til þess að varna því að sagan endurtæki sig og stofninn hryndi aftur var mótuð sú nýtingarstefna að ekki mætti veiða meira en 20% af veiðistofninum. Síldarstofninn efldist svo hægt og bítandi og þegar leið að aldamótum var hann orðinn 400­500 þúsund tonn eða mun stærri en hann var fyrir hrunið. Jakob Jakobsson var stoltur af því hve vel tókst til við endurreisn síldarstofnsins og þreyttist ekki á að minna á þennan góða árangur þegar umræða stóð um það löngu seinna að setja hliðstæða aflareglu fyrir þorsk. Það var gert árið 1995 og var markið sett við 25% af veiðistofni. Breytilegar vetursetustöðvar Síldin hefur þann háttinn á að safn­ ast saman og leggjast í dvala hluta vetrar og velur sér þá gjarnan kalda staði sem gera henni kleift að hægja á líkamsstarfsemi sinni. Jafnframt gæti hún verið að skapa sér næði til þess að forðast afrán því hún þolir betur seltu­ minni sjó en þeir fiskar sem éta hana. Hins vegar snýr síldin fiskimennina ekki eins auðveldlega af sér. Fyrstu fimm árin eftir að síldveið­ ar voru leyfðar á ný (1975­79) voru vetursetustöðvarnar og þar með veiðisvæðið í bugtunum við sunn­ an­ og suðaustanvert landið, þ.e. í Meðallandsbugt, Mýrarbugt og Lónsbugt. Á árunum 1980­1989 hélt síldin sig inni á Austfjörðum á veiði­ tímanum og þá gátu íbúar þessara staða fylgst með flotanum athafna sig út um gluggana heima hjá sér, eins og marga rekur sjálfsagt minni til. Eitt sinn á þessu tímabili, í des­ ember 1981, kólnaði sjórinn reyndar svo í fjörðunum eystra að síldin hélst ekki við og fannst svo skömmu fyrir jól suður við Þorlákshöfn. Á tíunda áratugnum voru vetursetustöðvar síldarinnar á ýmsum stöðum 40­60 mílur austur af landinu. Eftir 1997 urðu menn varir við að síldarmagnið á Austfjarðamiðum fór minnkandi og árið eftir kom skýringin í ljós. Meginhluti stofnsins hafði valið sér vetursetustöðvar á gömlum síldarmið­ um úti af Snæfellsnesi. Færði sig inn á Breiðafjörð Þegar nokkur ár voru liðin af nýrri öld tók síldin sig enn á ný upp og færði vetursetustöðvar sínar inn á Breiðafjörð. Hún hreiðraði um sig inni á Grundarfirði þar sem Hafrannsóknastofnun mældi yfir 600 þúsund tonn af fullorðinni síld haustið 2006 þegar hrygningarstofninn í heild mældist 750 þúsund tonn. Megnið af stofninum var sem sagt komið inn á þennan eina litla fjörð. Sjómenn fögnuðu því auðvitað að geta gengið að síldinni á vísum stað í skjóli fyrir veðri og vindum en veiðarnar voru þó ekki vandalausar vegna grynninga og margir máttu þola veiðarfæratjón af. Seinna færði síldin sig svo áfram í átt að Stykkishólmi þar sem einnig var á köflum erfitt að athafna sig. Á þessum slóðum var hægt að ganga að síldinni í nokkur ár. Síldardauðinn í Kolgrafafirði Haustið 2012 gerðist svo atburður sem skaut þjóðinni skelk í bringu. Um 300 þúsund tonn af síld eða 70% af hrygningarstofninum leitaði inn á Kolgrafarfjörð sem er á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. Þar lokaðist hún inni og náði ekki að forða sér út þegar ís myndaðist á firðinum. Talið er að 30 þúsund tonn af síld hafi drepist vegna súrefnisskorts þann 14. desember 2012 og 22 þúsund tonn til viðbótar aðeins rúmum mánuði síðar af sömu ástæðu. Alls 175 milljónir sílda eða 12% af hrygningarstofninum fóru forgörðum. Yfir fjórir milljarðar króna í útflutningsverðmæti. En hver var ástæðan fyrir því hvernig fór? Árið 2004 hafði verið byggð brú ásamt vegfyllingu í mynni Kolgrafafjarðar og var upphaflega talið að þessi þrenging á mynninu hefði átt hlut að máli með því að tak­ marka vatnsskipti við sjóinn úti fyrir firðinum. Niðurstaða sameiginlegrar rannsóknar Hafrannsóknastofnunar og Háskólans á Akureyri studdi ekki þá kenningu en hins vegar var ekki fyrir það tekið að þrengingin á fjarðar­ mynninu og sterkir straumar undir brúna hafi torveldað flótta síldarinnar. Við athugun á veðurfari dagana fyrir síldardauðann kom í ljós að verið hafði mikil stilla og slíkar aðstæður draga mjög úr því að súrefni berist úr andrúmsloftinu í sjóinn auk þess sem ís myndaðist á hluta fjarðarins sem dró enn frekar á að súrefni kæmist í sjóinn. Þar sem mjög mikið var af síld á firðinum fór svo að súrefnismettun sjávar varð mjög lág og leiddi til þess að tugir þúsunda tonna af síld drápust vegna súrefnisskorts. Langvinn sýking Nokkrum árum fyrir áfallið í Kolgrafa firði eða haustið 2007 fór að bera á sýkingu í síldarstofn­ inum sem átti eftir að hafa miklar afleiðingar í för með sér. Sams konar sýking hafði komið upp í norsk­íslenska síldarstofninum árið 1990 en gengið yfir á tveimur til þremur árum. Menn voru því vongóðir um að það sama myndi gerast hér. Annað hefur komið á daginn. Nú 13 árum síðar hamlar sýkillinn enn vexti og viðgangi ís­ lenska síldarstofnsins. Það segir sína sögu að áður en sýkingin kom upp var veiðikvóti síldarinnar kom­ inn upp í 150 þúsund tonn. Á þessu fiskveiðiári er kvótinn tæp 35 þús­ und tonn. Óhætt er að fullyrða að sýkingin hafi haft gríðarlega áhrif á stofninn þótt ekki sé hægt að útiloka að nýliðunarbrestur hafi orðið á sama tíma en það er talin langsóttari skýring. Staðan í dag Í nýjustu skýrslu Hafrannsókna­ stofnunar er síldarstofninn metinn um 290 þúsund tonn og áætlað að hann muni stækka á næstu árum vegna bættrar nýliðunar. Áfram sé þó óvissa um áhrif sýkingarinnar á þróun stofnstærðar. Metið sýkingarhlutfall er 13­35% í fjögurra ára síld og eldri en 5% í yngri síld. Rannsóknir benda til að um þriðjungur sýktrar síldar drepist af völdum sýkingarinnar. Það segir sína sögu að áð-ur en sýkingin kom upp var veiðikvóti síldarinn- ar kominn upp í 150 þúsund tonn. Á þessu fiskveiðiári er kvótinn tæp 35 þúsund tonn. Síldveiðiskip að veiðum skammt frá landi við Grundarfjörð haustið 2007. Mynd / Guðlaugur J. Albertsson Síldveiðar í Grundarfirði 28. okóber 2007. Mynd / Guðlaugur J Albertsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.