Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 20208 FRÉTTIR Farga þurfti geitahjörð á Grænumýri: Ekki stætt á öðru en að farga geitunum – segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir Í kjölfar nýlegra riðutilfella á sauðfjárbúum í Skagafirði vakti Anna María Flygenring, formað- ur Geitfjárræktarfélags Íslands, athygli á því að einnig hefði þurft að skera niður stóra hjörð geita á Grænumýri, þrátt fyrir að riða hafi aldrei verið staðfest í íslensk- um geitum. Skoða þurfi hvort nauðsynlegt sé að skera niður geitahópa í slíkum tilfellum, þar sem íslenski geitastofninn sé mjög viðkvæmur og í útrýmingarhættu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýra­ læknir hjá Matvælastofnun, segir að geitur geti í öllu falli borið smitefni og því hafi ekki verið annar kostur í stöðunni. Anna María sagði í umfjöllun í síðasta Bændablaði að hingað til hefðu gilt sömu reglur um niðurskurð varðandi geitfé og sauðfé, þrátt fyrir að ekki hafi verið sannað að riðan smitaðist á milli. Það þyrfti að skoða alvarlega reglur um niðurskurð. Íslenskar geitur væru öðruvísi en sauðfé, meðal annars hvað varðar genasamsetningu. Rannsóknir skortir „Þekkt er að geitur geta fengið riðu þó svo ekki hafi greinst riða í geitum hér á landi enn þá. Ekki er hægt að taka undir fullyrðingar þess efnis að íslenskar geitur séu svo sérstakar að þær fái ekki riðu, því rannsóknir skortir. Í öllu falli geta geitur borið riðusmitefni og geitur þær sem skornar voru á Grænumýri nýlega voru í miklum samgangi við sauðféð á bænum og því ekki stætt á öðru en að farga þeim, því miður,“ segir Sigurborg. Hún bætir við að ráðherra hafi boðað að núverandi fyrirkomulag forvarna og aðgerða gegn riðu verði tekið til endurskoðunar á komandi misserum og þá muni þetta mál örugglega koma inn í þá vinnu.“ /smh Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands. Mynd / Aðsend Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Trausti Jóhannesson, skógarvörður á Suðurlandi, með öskju af könglum en hægt er að kaupa þá í Byko, Garðheimum og hjá markaði Farfugla í Laugardal. Jólakönglar frá Skógræktinni Starfsmenn Skógræktarinnar á Suðurlandi voru duglegir í haust að tína köngla af trjám og safna þeim saman. Könglarnir fóru síðan í fangelsið á Litla-Hrauni þar sem fangar fengu það hlutverk að pakka könglunum í sérstakar jólaöskjur, sem eru seldar í verslunum. Þá hafa fangarnir líka séð um að setja trjágreinar í búnt, sem starfs­ menn skógræktarinnar hafa klippt, aðallega af furu, og eru m.a. seld­ ar sem jólaskreytingar eða leiðis­ skreytingar. Á meðfylgjandi mynd er Trausti Jóhannesson, skógarvörður á Suðurlandi, með öskju af köngl­ um en hægt er að kaupa þá í Byko, Garðheimum og hjá markaði Farfugla í Laugardal. /MHH Matvælastofnun varar við neyslu á eggjum frá Landnáms- hænum ehf. í Hrísey. Fyrir- tækið hefur með aðstoð Matvælastofnunar innkallað allar lotur í varúðarskyni af eggjum vegna þess að eiturefnið díoxín hefur mælst yfir leyfileg- um mörkum í þeim. Matvælastofnun biður fólk sem hefur keypt slík egg að neyta þeirra ekki heldur skila þeim þangað sem þau voru keypt, gegn fullri endurgreiðslu. Á Facebook­síðu Landnámseggja segir að ástæða þessa sé líklega mengun úr jarðvegi vegna eldsvoða sem varð í Hrísey síðastliðið vor. „Hænurnar okkar hafa nú verið inni frá miðjum október og er von okkar að gildi sýna sem tekin voru 26. nóvember hafi lækkað en þeirrar niðurstöðu er að vænta í kringum 10. desember nk.,“ segir enn fremur. Hrísey: Díoxín-menguð landnámshænuegg Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: Gamla útboðsleiðin fyrir tollkvóta búvara verði tímabundin tekin upp – á að lágmarka áhrif kórónuveirufaraldursins á innlenda framleiðslu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíus- sonar sjávarútvegs- og land bún- aðarráðherra gerir ráð fyrir að núverandi fyrirkomulag útboða fyrir tollkvóta búvara verði lagt af tímabundið og eldra fyrir- komulag tekið upp að nýju til 1. febrúar 2022. Verði frumvarpið samþykkt verður tollkvóta fyrst úthlutað til hæstbjóðanda komi til útboðs á þessu tímabili, svo til þess er næsthæst bauð og síðan koll af kolli. Tilgangurinn er að lágmarka áhrif kórónuveirufar- aldursins á innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða. Frá þessu er greint á vef Landssambands kúabænda (LK). Þar er forsaga þessara breytinga á lagaumhverfinu rakin. „Forsagan er sú að 1. janúar 2020 var tekið upp nýtt fyrirkomulag um útboð toll­ kvóta, svokölluð hollensk leið. Með hollensku leiðinni stýrir lægsta boð verði á tollkvóta og var stuðst við það fyrirkomulag við úthlutun toll­ kvóta fyrir seinni helming þessa árs. Með nýrri úthlutunaraðferð lækkaði verð á tollkvótum fyrir nautgripa­ kjöt um 40% frá fyrra útboði, úr 331 krónu í 200 krónur á kílóið. Verð á tollkvótum fyrir osta lækkaði um 5,5% frá fyrra útboði. Verði frumvarpið samþykkt verð­ ur aftur tekið upp eldra fyrirkomulag útboðs á tollkvóta og verður honum því fyrst úthlutað til hæstbjóðanda, svo til þess er næsthæst bauð og þannig koll af kolli uns tiltækum kvóta hefur verið úthlutað að fullu og greiða bjóðendur tilboðsfjárhæð­ ina að fullu. Innlend framleiðsla tekur höggið af fækkun ferðamanna Í greinargerð með framlögðu frum­ varpi segir m.a.: „Lagabreyt ingin var þannig lögð fram í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu. Meðal annars var horft til þess að hér á landi yrðu um tvær milljónir ferðamanna á ári hverju. Nú er hins vegar staðan talsvert breytt vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Áhrifanna gætir víða en samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu hefur erlendum gestum t.d. fækkað gríðarlega milli ára. Í samanburði við árið 2019 var fækkun erlendra gesta um 53% í mars, um 99% í apríl og maí, 97% í júní, 80% í júlí, 75% í ágúst og 95% í september. Í ljósi framangreinds er ljóst að eftirspurn eftir matvælum hefur dregist talsvert saman en inn­ flutningur samkvæmt tollkvótum hefur á sama tíma haldist óbreyttur. Það er innlend matvælaframleiðsla sem tekur það högg og við því þarf að bregðast.“ [...] Á aðalfundi Landssambands kúabænda 2020 var því beint til landbúnaðarráðherra að fallið yrði frá þeirri nýju úthlutunaraðferð á tollkvótum sem tók gildi um mitt þetta ár. Þegar innleiðing þess kerfis var í umræðunni vöruðu forsvarsmenn bænda mjög við því að það myndi veikja tollvernd innlendra búvara enn frekar, á sama tíma og tollkvótar væru að stóraukast. Verð á tollkvótum fyrir naut­ gripakjöt hefur lækkað um 75% frá ársbyrjun 2019 og með nýrri úthlutunaraðferð lækkaði verð um 40% frá fyrra útboði í ársbyrjun 2020. Verð á tollkvótum fyrir osta lækk­ aði um 5,5% frá fyrra útboði í byrjun árs 2020 og hefur frá byrjun árs 2019 lækkað um 12%. Miklar verðlækkanir hafa dunið á íslenskum nautakjötsframleiðend­ um á sama tíma og ef fer sem horfir er hætta á að sá árangur sem náðst hefur í greininni undanfarin ár verði fyrir bí. Frá ársbyrjun 2018 hafa tollkvót­ ar ESB fyrir nautgripakjöt aukist úr 100 tonnum í 647 tonn og munu fara í 696 tonn við næstu áramót. Frá ársbyrjun 2019 hefur verð á tollkvótum farið úr 797 krónum í 200 krónur. Við upptöku hollensku leiðar­ innar fór verðið úr 331 krónu í 200 krónur. Tollvernd er því nánast að engu orðin. Í kjölfar úthlutunar tollkvóta með hollensku leiðinni um mitt ár 2020 lækkuðu allir sláturleyfishafar verð til bænda umtalsvert en mestu lækkanirnar námu um 30%. Augljóst er að slíkar verðlækk­ anir hafa umtalsverð áhrif á afkomu kúabænda. Þá lækkaði verð á toll­ kvótum fyrir osta úr 719 krónum í ársbyrjun 2020 í 680 krónur við síðustu úthlutun en í byrjun árs 2019 var verð á tollkvótum fyrir osta 774 krónur,“ segir á vef LK. /smh Verð á tollkvótum fyrir nautgripakjöt hefur lækkað um 75% frá ársbyrjun 2019 og með nýrri úthlutunaraðferð lækkaði verð um 40% frá fyrra útboði í ársbyrjun 2020.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.