Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 BÆKUR& MENNING Ný bók eftir Bjarna Harðarson, rithöfund og útgefanda: Síðustu dagar Skálholts Höfundur færir hér í letur ósegjanlega sögu af ringul- reið við endalok Skálholtsstóls 1796. Brugðið er upp mynd af bekkingum skólapilta, lénsveldi Stefánunga, mannfelli förufólks, hinum sannheilaga Eilífagvendi og uppsveitadrjólum sem reyna að koma á byltingu. Barátta hefst með deilum milli hreppstjóra Biskupstungna og Skálholtsbiskup um samastað eins hreppsómaga. Málið kemur fyrir Alþingi á Þingvöllum og dagar þar uppi. Í kaflanum hér á eftir bregður höfundur upp mynd af íslenskum byltingarmönnum sem koma víg­ reifir heim á Skálholtsstað. Síðustu dagar Skálholts eru lokaþáttur þríleiksins sem hófst með bókunum Í skugga drottins og Í Gullhreppum sem hlutu báðar afburða viðtökur lesenda. Bændauppreisn „Þegar það spyrst út um Skálholts­ sveitir að s t i f t sk i s t a Skálholts sé alfarin upp í Borgarfjörð verður kurr meðal almúga. V i n n u f ó l k staðarins veit ekki lengur hvar það er n i ð u r k o m i ð því að ekki getur staðurinn Skál holt verið annarstaðar en þar sem stifts­ kistan er. Og sé hún farin þá hefur staðurinn farið með henni. Herra Finnur Jónsson gleðst ósegjanlega þegar hann heyrir að ferjustrákur á Spóa staðaferju hafi vísað frá norskum hégómamönnum sem komu frá því að sjá goshverina á Söndunum. Þeir hefðu næst viljað sækja heim sögustaðinn Skálholt en strákurinn sagt þeim að halda áfram götuna og fara norður fyrir Mosfell og þá fyndu þeir á endan­ um Skálholt, það væri þar einhver­ staðar. Þangað hafði hann séð farið með kistuna mánuði fyrr. Sumir sögðu reyndar að mennirnir væru ekki norskir heldur skoskir og enn aðrir að þarna hefðu verið breskir tignarmenn. Háæruverðugum superintendant Skálholtsstiftis þykir það allt jafn hlægilegt og gott. Best sé að þetta hafi verið þrír mismunandi hópar sem allir dvelji nú norðan við Mosfell og leiti Skálholts. Mikils sé til að vinna að umferð hégóma­ manna afleggist enda geti hún hrein­ lega fordjarfað þetta viðkvæma og erfiða land. Tímasóun af þessu tagi sé heldur aldrei Guði þóknanleg og nær því að vera til háborinnar skammar fyrir þá menn sem svona fara um. En það er ekki allt sem þessu fylgir ábati, og hvarf vísibiskups og stiftskistunnar vekur upp hina áður kulnuðu bændauppreisn Jóns Illuga­ sonar. Kvis um að stólsjarð­ irnar yrðu nú seldar undan heiðarlegum l a n d s e t u m hefur til þessa verið sem hvert annað fjarstæðu tal ráð leysingja. En úr því að Skálholt er ekki lengur þá horfir allt uggvæn­ lega. [. . .] Eftir þessa ræðu verður löng þögn á kirkjuhlaðinu. Þegar frá líður sammælast þeir sjö karlar sem eftir eru af upprunalegum flokki að bíða þess að kirkjupresturinn Frant frá Hrepphólum eða einhver önnur standspersóna eigi hér leið um. Nei, þeir ætla ekki að blanda einhverri vinnumannsskepnu eða kvenmann­ svæflu í þetta vandasama mál, fortakslaust ekki. Og foringjarnir monsjör Páll og bóndinn Eiríkur skorast báðir undan því að fara fylgdarlaust og án boðs á fund bisk­ ups, þess gamla gæflynda herra sem er í aldurdómi og mest við rúmið. Og þeir sjálfir sekir menn. Það finna þeir enn betur þegar þeir hafa nú skilið sitt samlag við skálkinn Jón Illugason. Þeir hafa nú hummað utan við kirkjudyr í hálfra aðra eykt og farið er að kula á þessum síðsumarsdegi. Skálholtshlöð eru vita mannlaus á þessum Drottins degi, enginn maður rekur svo mikið sem nefið út og undir kvöld gefa mennirnir þetta allt frá sér. Draga sig af stað upp á sína Sultarsveit. Þeir nátta sig flestir miðsveitis og eru komn­ ir heim úr erindisleysu sinni um miðjan mánudag. Og þó halda þetta áfram að vera hinir harðfengu uppsveitardrjólar sem guðhræddu og lítilsigldu fólki í neðri byggðum stendur stuggur af.“ /VH Bjarni Harðarson, rithöfundur og útgefandi. Valgerðarkirkja. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Kindasögur, 2. bindi Hjá bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi er nú komin út bókin Kindasögur, 2. bindi, eftir Aðalstein Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson. Fyrra bindi Kindasagna kom út á síðasta ári og hlaut afbragðsgóðar viðtökur landsmanna. Höfundarnir eru áhugamenn um sögur og sauðfé og þeir segja kinda­ sögur vera merkilega grein íslenskr­ ar sagnaskemmtunar sem eigi sér langa sögu en endurnýist þó sífellt með breyttum tímum og búskap­ arháttum. Hér á eftir fer textabrot úr bókinni. „Fjárbúskapur í borginni“ Árið 1964 kom svo að því að Alþingi samþykkti lög sem heimiluðu stærri kaupstöðum að banna eða takmarka búfjárhald innan sinnar lögsögu og í framhaldi af því setti Reykjavíkurborg reglur sem bönnuðu sauðfjárhald í borginni nema með sérstöku leyfi yfir­ valda. Fjárborgin við Blesugróf fékk þó að standa áfram í bili en brátt fór byggðin að þrengja að henni. Þegar stjórnvöld, verkalýðshreyf­ ing og atvinnu­ rekendur tóku höndum saman árið 1965 um að byggja í Breiðholti varð einsýnt að Fjárborgin var fyrir nýrri byggð. Árið 1966 varð samkomulag um að flytja hana upp á Hólmsheiði en ekkert varð úr því þegar borgaryf­ irvöld hættu við á síðustu stundu á þeim forsendum að fjárhús á þessum slóðum ógnuðu vatnsbólum. Fjáreigendur mótmæltu hástöfum og bentu á að hestamenn hefðu hindr­ unarlaust fengið úthlutað landi sem teldist sömuleiðis innan vatnasvæðis Reykjavíkur og væri bágt að sjá hvernig sauðatað gæti verið meiri mengunarvaldur en hrossaskítur. Þá væri alkunna að hrossataði væri sturtað í bílförmum upp í Heiðmörk til uppgræðslu og áburðar, alveg upp við vatnsbólin. En nú var svo komið að garð­ eigendur virtust njóta meiri samúðar í borgarstjórninni en fjáreigendur og yfirvöldum varð ekki haggað. Þess má geta að árið 1980 var fyrrnefnd heimild sveitarfélaga til að takmarka búfjárhald rýmkuð með lögum svo hún náði líka til smærri þéttbýlisstaða. Um þær mundir hafði Alþingi einnig til meðferðar frumvörp um fækkun refa og minka og um framleiðslu smjörlíkis. Við umræður um búfjárhaldsmálið komst Stefán Jónsson alþingismaður svo að orði: Herra forseti. Hér er að vísu á döfinni mál sem ég er andvígur. Ég er alinn upp í sjávarþorpi og kynntist þegar í æsku þessu dýrlega afbrigði íslensku sauðkindarinnar, garð­ rollunni, sem var kölluð stökkrolla á Austfjörðum, þar sem ég ólst upp, eða klifur­ rolla, því að sum afbrigði hennar hafa lært að klifra upp girðingarstaura. Það mun vera um þessi sérstöku afbrigði sauðkindarinnar líkt og um forustuféð að þeim afbrigðum er ekki til að dreifa í öðrum löndum. Ég er því mótfallinn að stuggað sé við þessu fé eða gerðar ráðstaf­ anir til að útrýma því. Ég mun þó ekki gera það að úrslitaatriði nú á síðustu þingdögum. En hin tvö fyrri málin eru þess háttar, sem hér eru á dagskrá, að ég fylgi þeim eindregið. Ég er þeirrar skoðunar, að smjör­ líki, þó vont sé, sé þess háttar að við komumst ekki hjá því að framleiða það og megi gera þær breytingar sem um er rætt. Ég tel einnig að við eigum að stuðla að fækkun refa og minka. Ég vík því til hæstv. forseta að við afgreiddum öll þessi mál í breyttri röð við 3. umr. ef það mætti koma því þannig til leiðar að refirnir yrðu þá látnir annast útrýmingu garðroll­ unnar og við gætum eitrað að svo búnu fyrir þá með smjörlíki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.