Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202046 HROSS&HESTAMENNSKA Sýningarárið 2020: Öflugt ár þrátt fyrir heimsfaraldur Sýningarárið 2020 var að mörgu leyti öflugt ár í íslenskri hrossa- rækt. Þetta var um margt sérstakt ár vegna kórónuveirufaraldurs en kynbótasýningar gengu þó sam- kvæmt áætlun. Landsmót sem átti að vera á Hellu í ár var ekki hægt að halda en þess í stað var blásið til Landssýningar kynbótahrossa, þar sem efstu hross ársins voru heiðruð í öllum flokkum ásamt afkvæmahestum. Alls voru haldnar 16 sýningar um landið og aldrei hafa fleiri hross verið dæmd á miðsumarssýningum eins og nú. Alls voru felldir 1388 dómar og voru fullnaðardómar 1222. Þetta er afar góður fjöldi, sérstaklega miðað við að það var ekki Landsmót en við höfum náð að viðhalda afar góðri mætingu hrossa til dóms á síðastliðnum árum. Það sem hafði að öllum líkindum jákvæð áhrif á mætingu hrossa til dóms í vor, var fyrrnefnd Landssýning kynbótahrossa, sem haldin var á Gaddstaðaflötum við Hellu. Þetta var eins dags viðburður, haldin laugardaginn 27 júní. Þar sem ekki var unnt að halda Landsmót þótti verðmætt að ná að halda einn hátíðardag hrossaræktar­ innar þar sem hægt væri að kynna og heiðra efstu hross í einstaklingssýn­ ingum og ekki síst þannig að hægt væri að kynna þá stóðhesta sem áttu rétt á afkvæmaverðlaunum. Á þess­ um degi komu fram 10 efstu hrossin í öllum flokkum hryssna og stóðhesta. Þá voru fjórir hestar sýndir til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi. Það voru þeir Stormur frá Herríðarhóli, Ölnir frá Akranesi, Konsert frá Hofi og Skaginn frá Skipaskaga. Skaginn stóð efstur þessara hesta og hlaut að launum Orrabikarinn, en þetta var í fyrsta skipti sem þessi bikar er veittur efsta hesti með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi, gefinn af Orrafélaginu. Þá voru þrír hestar sem komu fram með afkvæmum og hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi en það voru þeir Loki frá Selfossi, Óskasteinn frá Íbishóli og Skýr frá Skálakoti en Skýr stóð efstur og hlaut Sleipnisbikarinn. Það var Félag hrossabænda sem stóð að viðburðinum, ásamt Rangár­ bökkum ehf., Horses of Iceland verk­ efninu og Ráðgjafar miðstöð landbún­ aðarins. Hægt var að horfa á streymi frá viðburðinum á vef Eiðfaxa og velja um streymi á íslensku, ensku og þýsku. Fjöldi manns í alls 20 löndum horfði á við burðinn á streyminu en rúmlega 1.000 manns voru á staðn­ um. Breytingar á ræktunarkerfinu Á Landssýningunni voru stóðhestar heiðraðir á grunni nýrra reglna um afkvæmaverðlaun í fyrsta skipti en þær má sjá í heild sinni inná heima­ síðu RML. Ein aðal breytingin á af­ kvæmaverðlaununum er sú að nú hljóta hross verðlaun byggt annað hvort á aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs, sem farið var að reikna í fyrsta skipti í vor. Stormur frá Herríðarhóli hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og Loki heiðursverð­ laun á grunni þessarar nýju aðal­ einkunnar en þetta er afar verðmæt viðbót og skemmtileg. Þá hlutu þeir einnig afkvæmaverðlaun á ár­ inu þeir Borði frá Fellskoti (fyrstu verðlaun) og Sveinn Hervar frá Þúfu í Landeyjum (heiðursverðlaun); ræktendur og eigendum allra þessara hesta er óskað hér enn og aftur til hamingju með árangurinn. Fleiri breytingar voru gerðar á árinu eins og þekkt er en gagngerar breytingar voru gerðar á kynbóta­ kerfinu; unnið eftir nýjum dóm­ skala, aðaleinkunn var reiknuð á grunni nýrra vægistuðla og kynntar nýjar aðaleinkunnir sem aukaupp­ lýsingar en það er hæfileikar án skeiðs og aðaleinkunn án skeiðs sem fyrr segir. Þessar breytingar gengu í heild sinni vel í gegn. Framtíðin mun að sjálfsögðu leiða í ljós gagnsemi þeirra og verðmæti. Þróunin mun að sjálfsögðu halda áfram. Hvað varðar notkun á hinum nýja dómaskala, þá er viðbúið að það taki tvö til þrjú ár þannig að nýr dómskali fari að virka að fullu, með t.d. þeirri samræmingu dóm­ arahópsins sem þarf til. Þegar með­ altöl eiginleikanna eru skoðuð þá eru ekki miklar breytingar á þeim á milli ára (sjá töflur). Meðaltöl eigin­ leikanna hafa heldur verið að hækka á síðastliðnum árum en notkun á dómskalanum hefur haldist á milli ára sem lýsir sér í nánast óbreyttu staðalfráviki þannig að dómarnir eru ekki að verða t.d. miðlægari með árunum. Gaman er að skoða árlega hvaða feður eru á bak við sýnd hross en alls voru 275 stóð­ hestar sem áttu afkvæmi sem komu til dóms í ár. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvað stóðhestar áttu 10 eða fleiri sýnd afkvæmi á árinu. Þá voru einnig tekin í notkun ný dómblöð í ár en þau gefa færi á því að stiga ákveðna undirþætti eigin­ leikana (t.d. fótaburður, skreflengd, mýkt…á tölti) á línulegum skala frá 1 til 5. Þetta gefur færi á því að lýsa hverjum hesti á mun ítarlegri hátt en áður og munu verða afar verðmætar upplýsingar til framtíðar. Þetta mun meira að segja kannski gefa færi á því að meta kynbótagildi hrossa sérstaklega fyrir framhæð eða mýkt eða fótaburð í framtíðinni! Hæstu hross ársins Alls voru sýndar 49 fjögurra vetra hryssur í fullnaðardóm á árinu og voru þær um 5% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins var Drift frá Austurási eða 8,24, ræktendur Driftar eru Ragnhildur Loftsdóttir og Haukur Baldvinsson en eigandi er Anja Egger­Meier. Drift er dóttir Draupnis frá Stuðlum en fyrstu afkvæmi hans komu til dóms í ár og lofar hann afar góðu sem kynbótahestur. Fjögur afkvæmi komu til dóms; framfalleg og myndar leg og efnileg á gangi. Drift er stólpagripur með 9,0 fyrir háls, herðar og bóga og bak og lend og 8,5 fyrir samræmi. Þá hlaut hún 8,5 fyrir tölt, brokk og samstarfsvilja; skref­ mikil, samstarfsfús og fluga hestefni. Drift stóð efst fjögurra vetra hryssna á Landssýningunni. Með aðra hæstu einkunn ársins eða 8,28 var List frá Efsta­ Seli, sýnd á miðsumarssýningu á Gaddstaðaflötum. Ræktendur henn­ ar eru Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson og eigandi er Gæðingar ehf. List er undan Skaganum frá Skipaskaga og gæðingamóðurinni Lady frá Neðra­Seli en hún hlýtur heiðursverðlaun í ár. List er afar fín­ leg og framfalleg hryssa með 9,0 fyrir háls, herðar og bóga og 8,30 í aðaleinkunn sköpulags. Þá er hún gæðingsefni á gangi, hágeng og vilj­ ug með 8,27 fyrir hæfileika. Með hæstu einkunn ársins í fjögurra vetra flokki hryssna í ár var Eygló frá Þúfum, með hvorki meira né minna en 8,59. Ræktandi henn­ ar og eigandi er Mette Mannseth. Eygló er undan Eldi frá Torfunesi og Happadísi frá Stangarholti. Hún er afar fríð, og vel gerð hryssa í sköpulagi með 9,0 fyrir háls, herðar og bóga og bak og lend og fótagerð. Þá er hún skrefmikil og skrokkmjúk, með m.a. annars 9,0 fyrir tölt og samstarfsvilja enda afar þjál, með léttan og fyrirstöðulausan vilja. 183 hryssur í fimm vetra flokki Í fimm vetra flokki hryssna voru sýndar 183 hryssur og voru þær 18% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins eða 8,43 var Kastanía frá Kvistum en hún var sýnd á miðsumarssýningu á Gaddstaðaflötum. Ræktandi hennar og eigandi er Kvistir ehf. Kastanía er undan Ómi frá Kvistum og Kötlu frá Skíðbakka III. Hún hlaut 8,06 fyrir sköpulag; með hátt settan háls og sterka yfirlínu í baki. Þá hlaut hún 8,63 fyrir hæfileika; afar flink og mögnuð á tölti með 9,5 fyrir bæði tölt og hægt tölt, 8,5 fyrir skeið og 9,0 fyrir samstarfsvilja og fegurð í reið, ótrúlegar einkunnir fyrir svo ungt hross. Með aðra hæstu einkunn ársins er undrahrossið Lydía frá Eystri­Hól. Hún hlaut í aðaleinkunn 8,46, rækt­ andi hennar og eigandi er Hestar ehf. Lýdía er undan Lexus frá Vatnsleysu sem hefur verið að gefa eftirtektar­ verð útgeislunarhross á síðastliðnum árum og móðir hennar er Oktavía frá Feti sem var eftirminnileg, einmitt fyrir útgeislun einnig. Lýdía er feg­ urðardjásn og sérstaklega framhá og sjálfberandi af svo ungu hrossi að vera. Hún hlaut 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, bak og lend og samræmi, afar reist og framhá og sameinar fínleika, léttleika og styrk í byggingunni. Þá hlaut hún 9,5 fyrir tölt, stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið; sannarlega eitt eftirtektarverð­ asta hross sem kom fram í ár. Með hæstu einkunn ársins var svo Álfamær frá Prestsbæ en hún hlaut 8,55 í aðaleinkunn. Ræktendur og eigendur er Inga og Ingar Jensen. Álfamær er undan Spuna frá Vesturkoti og Þóru frá Prestsbæ en hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi nú í haust. Álfamær er vel gerð hryssa með 8,5 fyrir flesta þætti sköpulagsins. Hún er skrefmikil og skrokkmjúk alhliða hryssa. Þá er hún snillingur á skeiði en hún hlaut 9,5 fyrir skeið; sniðföst, takthrein og einkar jafnvægisgóð. Hún hlaut einnig 9,5 fyrir samstarfsvilja enda afar taugasterk, þjál og flugviljug. 204 hryssur í fullnaðardóm Í flokki sex vetra hryssna voru sýndar 204 hryssur í fullnaðardóm og voru þær 20% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins var Þrá frá Prestsbæ en hún hlaut í aðaleinkunn 8,59. Ræktendur og eigendur er Inga og Ingar Jensen. Þrá er undan Arion frá Eystra­Fróðholti og Þóru frá Prestsbæ. Þrá er með 8,40 fyrir sköpulag þar sem hæst ber 8,5 fyrir háls, herðar og bóga, enda með afar hátt settan háls og lausa, framskotna bóga sem bjóða upp á góðar hreyfingar. Þá er hún með 9,0 fyrir samræmi enda afar fótahá og 9,0 fyrir fótagerð. Þrá býr yfir mikilli skrokkmýkt, fótaburði og teygju en hún hlaut 9,0 fyrir tölt og skeið en einnig samstarfsvilja og fegurð í reið. Með aðra hæstu einkunn ársins var Líf frá Lerkiholti. Ræktendur og eigendur eru Kári Steinsson og Lerkiholt ehf. Líf er undan Stála frá Kjarri og Maríu frá Feti sem stóð efst í flokki 6 vetra hryssna á Landsmóti 2011. Líf er með 8,06 fyrir sköpulag þar sem hæst ber 8,5 fyrir bak og lend og hófa. Þá er Líf afar öflug og mögnuð alhliða hryssa, hágeng og rúm. Hún hlaut 9,0 fyrir tölt og fet, 9,5 fyrir skeið og 9,0 fyrir sam­ starfvilja; afar fjölhæf alhliða hryssa. Með hæstu einkunn ársins í sex vetra flokki hryssna var Askja frá Efstu­Grund. Ræktendur hennar og eigendur eru Sigríður Lóa Gissurardóttir og Sigurjón Sigurðsson. Askja er undan Skýr frá Skálakoti og Kötlu frá Ytri­Skógum og er heimsmeistarinn í tölti, Þokki frá Efstu­Grund, því bróðir Öskju að móðurinni. Askja stóð efst fjögurra vetra hryssna á síðasta Landsmóti og stóð efst í ár í sínum flokki á Landssýningunni. Askja er stór­ brotin gæðingur; næm, afar viljug og virkjamikil á gangi. Hún hlaut Sköpulag – meðaltöl og breytileiki í einkunnagjöf Höfuð Háls, herðar og bógar Bak og lend Samræmi Fótagerð Réttleiki Hófar Prúðleiki Sköpulag Meðaltal 7,91 8,36 8,21 8,29 8,05 7,72 8,23 7,71 8,18 Staðalfrávik 0,49 0,36 0,53 0,43 0,48 0,48 0,45 0,74 0,25 Hæsta gildi 10 9,5 9,5 9,5 9,5 9,0 9,5 10 9,09 Lægsta gildi 6,5 7,5 7,0 7,0 6,5 6,5 7,0 6,0 7,41 Hæfileikar – meðaltöl og breytileiki í einkunnagjöf Tölt Brokk Skeið Stökk Samstarfsvilji Fegurð í reið Fet Hægt tölt Hægt stökk Hæfileikar Aðaleinkunn Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs Meðaltal 8,33 8,04 6,84 8,12 8,44 8,22 7,75 8,07 7,87 7,96 8,04 8,17 8,17 Staðalfrávik 0,50 0,56 1,47 0,50 0,43 0,45 0,67 0,51 0,53 0,35 0,27 0,38 0,29 Hæsta gildi 9,5 9,5 9,5 9,5 10 9,5 10 10 10 9,11 8,94 9,3 9,12 Lægsta gildi 6 5 5 5 6,5 6,5 5,5 5 5 6 6,51 6,09 6,57 Stóðhestur Fjöldi afkvæma Spuni frá Vesturkoti 39 Konsert frá Hofi 34 Stáli frá Kjarri 33 Skýr frá Skálakoti 33 Ómur frá Kvistum 32 Arion frá Eystra-Fróðholti 32 Hrannar frá Flugumýri 31 Sjóður frá Kirkjubæ 22 Loki frá Selfossi 20 Ölnir frá Akranesi 20 Jarl frá Árbæjarhjáleigu II 19 Óskasteinn frá Íbishóli 18 Eldur frá Torfunesi 17 Arður frá Brautarholti 16 Kiljan frá Steinnesi 16 Kjerúlf frá Kollaleiru 14 Trymbill frá Stóra-Ási 14 Viti frá Kagaðarhóli 14 Framherji frá Flagbjarnarholti 13 Hróður frá Refsstöðum 12 Aðall frá Nýjabæ 12 Álfur frá Selfossi 11 Hrímnir frá Ósi 11 Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum 11 Herkúles frá Ragnheiðarstöðum 11 Aron frá Strandarhöfði 10 Toppur frá Auðsholtshjáleigu 10 Sólon frá Þúfum hlaut hæstu hæfileikaeinkunn ársins. Svarta Perla frá Álfhólum, „dunandi djasslag á fjórum fjaðrandi fótum“. Þorvaldur Kristjánsson fyrrverandii ábyrgðarmaður í hrossarækt hjá RML thorvaldur@holt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.