Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 20202 FRÉTTIR Friðheimar í Reykholti taka í notkun nýtt 5.600 fermetra gróðurhús: Mun tvöfalda framleiðsluna og rúmlega það Verið er að taka í notkun þessa dagana nýju 5.600 fermetra gróðurhúsbyggingarnar hjá Friðheimum í Reykholti. Byrjað var að færa plöntur inn í uppeld- ishúsið í fyrri viku, en það er einn hluti af fjórþættri byggingu sem auk uppeldishúss samanstendur af vörumóttöku, pökkun og gróð- urhúsi. Knútur Rafn Ármann hefur rekur Friðheima ásamt eiginkonunni, Helenu Hermundardóttur, og fjölskyldu frá 1995. Þau fagna því 25 ára afmæli á þessu ári. Knútur segir að byrjað verði að færa plöntur inn í gróðurhúsið sjálft í þessari viku, en það er tvískipt. Munu tvöfalda framleiðsluna og rúmlega það „Með þessari byggingu munum við tvöfalda okkar framleiðslu og rúmlega það. Magnið ræðst af því hvernig við röðum í það plöntum fyrir smátómata og stóra tómata. Ef við miðum við framleiðslu á hefðbundnum tómötum, þá væri hægt að framleiða þarna um 100 kg á fermetra á ári. Ræktunarrýmin í þessari byggingu eru um 4.600 fermetrar, þannig að framleiðsla á slíkum tómötum gæti verið nærri 500 tonn á ári.“ Knútur segir að ræktun Piccolo­ tómata, eins og þau séu mikið að framleiða, skili kannski um þriðj­ ungi í vigt á við hefðbundna tómata. „Við munum bæta við ræktunina hjá okkur á Piccolotómötunum og einnig í hefðbundnu tómötunum,“ segir Knútur. Leggja áherslu á bragðgæði Friðheimar voru útnefndir framúrskarandi fyrirtæki 2020 af Creditinfo og hafa verið út­ nefndir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árin 2017, 2018, 2019 og 2020. Friðheimabændur leggja áherslu á að rækta tómata með mestu bragðgæðum sem völ er á og í góðri sátt við náttúruna. Tómatarnir eru ræktaðir allt árið um kring með fullkominni tækni á vistvænan hátt þar sem græn orka, tært vökvunarvatn og líf­ rænar varnir gera tómatana ferska og heilsusamlega. /HKr. Eitt helsta stolt Friðheima er ræktun á Piccolotómötum sem þykja afar bragðgóðir. Þess má geta að umbúðirnar eru ekki úr plasti heldur náttúruvænu efni sem brotnar auðveldlega niður í náttúrunni. Nýja gróðurhús Friðheima er hér fremst á myndinni. Það er 5.600 fermetrar að flatarmáli og auk gróðurhúss er þar uppeldishús, pökkun og vörumóttaka. Myndir / Friðheimar Starfsfólk Friðheima hefur verið í óða önn við að gera nýja gróðurhúsið klárt. Hér er rafvirkinn, Helgi Guðmundsson í Hrosshaga, að tengja dælukerfi hússins sem er mjög öflugt. Ostamálið farið að vinda upp á sig: Úttekt á framkvæmd tollamála í burðarliðnum – Talið er að málið sé viðamikið og taki margra mánaða rannsóknarvinnu þar sem fleira er undir en innflutningur á ostum Alþingi samþykkt undir lok nóv- ember beiðni níu þingmanna Miðflokksins um að úttekt færi fram á framkvæmd tollamála hjá Skattinum. Skoðun þessara mála var þegar komin í gang hjá sérfræðingum innan tollsins og Ríkisendurskoðun skoðar nú framkvæmd úttektar á málinu. Aðdragandi málsins var umræða um meint lögbrot við tollmeðferð vegna innflutnings á ostum og misræmi í upplýsingum frá ESB­ löndum um útflutning á ostum og um innflutning á sömu ostum til Íslands á öðrum tollnúmerum. Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamband kúabænda (LK) sendu Bjarna Benedikssyni fjármálaráherra tölvupóst þann 28. maí 2020, þegar rúm tvö ár voru liðin af gildistíma samningsins. Erindið var innflutningur á osti í töluverðu magni sem fluttur var inn á röngu tollnúmeri og þar með tollfrjáls sem jurtaostur, en seldur á Íslandi sem venjulegur ostur. Vísað var til þessa bréfs í umræðum á Alþingi. Starfshópur settur í málið Þann 24. september 2020 skipaði fjármála­ og efnahagsráðuneytið starfshóp til að skoða hvort misræmi væri að finna milli magns í útflutningstölum úr gagnagrunni Evrópusambandsins og innflutningstölum Hagstofu Íslands vegna ákveðinna tegunda landbúnaðarvara, þ.e. nautakjöts, svínakjöts, kjúklingakjöts og mjólkurafurða. Niðurstöður þess starfshóps voru birtar að morgni 22. október. Þar er m.a. bent á að það þurfi að auka nákvæmni í skjölun og eftirfylgni við tollafgreiðslu. Áframhald boðað á vinnu starfshóps „Við viljum fara nánar ofan í þetta og ég hef þess vegna ákveðið að þessari vinnu skuli haldið áfram,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðum á Alþingi þann sama dag. Í framhaldinu fóru níu þingmenn Miðflokksins fram á það að úttekt færi fram á framkvæmd tollamála og var það samþykkt. Úttekt slíkra mála annast Ríkisendurskoðun sem er ein af undirstofnunum Alþingis. Það er því ljóst að úttekt mun fara fram. Gæti snúist um hundruð milljóna króna Samkvæmt heimildum Bænda­ blaðsins er málið mjög viðamikið og talið er að það snúist um að rík­ issjóður hafi orðið af hundruðum milljóna króna vegna meintrar rangrar tollmeðferðar við innflutn­ ing. Snýst það ekki eingöngu um innflutning á ostum, því ábendingar hafa einnig borist um hugsanlegt misferli við innflutning á kjöti og mögulega fleiri landbúnaðar­ afurðum. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í grein sem birtist á vefritinu Vísi 30. nóvember að þarna hefðu evrópskir ostar breytt eðli sínu á leið yfir hafið á leið til Íslands. Þessar eðlisbreytingar höfðu í för með sér gerbreytta tollmeðferð. Ætla mætti að „sparnaður innflytjenda“ vegna þessa hafi numið um 300 milljónum á síðustu tólf mánuðum. Þarna er þorsteinn samt eingöngu að tala um meint misferli við innflutning á ostum. Í niðurlagi greinar sinnar sagði hann: „Undanskot gjalda og skatta hafa verið landlægt vandamál á Íslandi ærið lengi. Löngu er kominn tími til að taka á þessari ósvinnu. Ekki ein­ asta verður ríkissjóður af réttmætum tekjum heldur skekkja öll undan­ skot heilbrigða samkeppni. Von mín stendur til að ráðherra fjármála og þingmeirihluti hans sjái loks ljósið og samþykki hærri fjárheimildir til tolleftirlits við fjárlagaafgreiðslu nú fyrir jólin.“ Tollurinn skoðar málið Samkvæmt fyrirspurn blaðsins til tollayfirvalda í sumar, var tollurinn þá þegar byrjaður að skoða málið og í svari sem barst í júlí kom fram að ábendingarnar væru til skoðunar af sérfræðingum embættisins en fjöldi mála sem vísað verður í feril fyrir endurákvörðun aðflutningsgjalda samkvæmt tollalögum lægi ekki fyrir. Vonir stæðu til að staðan skýrist töluvert á haustmánuðum eftir vinnu sérfræðinga. „Reynast ábendingarnar rétt­ ar gætu fyrstu málin sem byggja á ábendingum verið kynntar inn­ flytjendum á þessu ári. Við meðferð mála er nauðsynlegt að standa rétt að málsmeðferðarreglum skv. tolla­ lögum og stjórnsýslulögum,“ sagði m..a í svarinu. Allavega margra mánaða vinna að mati Ríkisendurskoðunar Skúli Eggert Þórðarson ríkisendur­ skoðandi sagði aðspurður síðastliðinn mánudag, að þegar forkönnun á málinu væri lokið yrði gerð áætlun hjá Ríkisendurskoðun um úttektina. Ekki væri hægt að meta umfangið fyrr en þetta lægi fyrir, en ljóst væri að slík úttekt tæki allavega nokkra mánuði. /HKr. Snjóblásarar Við erum með eitt stærsta snjóblásara úrval landsins. Hjá okkur finnur þú rétta snjóblásarann handa þér. ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Það verður væntanlega fleira en innflutningur á ostum sem tollayfirvöld og Ríkis endurskoðun munu gera úttekt á. Mynd / Úr safni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.