Bændablaðið - 03.12.2020, Page 57

Bændablaðið - 03.12.2020, Page 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 57 Prjónaðir ástarvettlingar og lúffur fyrir dömur og herra úr DROPS Eskimo. Stykkið er prjónað með mynstri með hjörtum. DROPS Design: Mynstur nr EE-292 og nr EE-293 LÚFFA: Stærð: S (M/L) Garn: DROPS ESKIMO (fæst í Handverkskúnst) - Rauður nr 08: 150 (150) g - Rjómahvítur nr 01: 50 (50) g ÁSTARVETTLINGAR: Stærð: S (M/L) Garn: DROPS ESKIMO (fæst í Handverkskúnst) - Rauður nr 08: 150 (150) g - Rjómahvítur nr 01: 50 (50) g Prjónar: Sokkaprjónar nr 7 (stærð S) eða nr 8 (stærð M/L) – eða þá stærð sem þarf til að 12L og 16 umf í sléttu prjóni (stærð S) eða 11L og 15 umf í sléttu prjóni (stærð M/L) verði 10x10 cm. Sokkaprjónar nr 6 (stærð S) eða nr 7 (stærð M/L) – fyrir stroff. Úrtaka: Byrjið úrtöku 1 lykkju áður en komið er að merki í hvorri hlið: Setjið 1L á hjálparprjón fyrir aftan stykkið, takið 1L óprj, setjið lykkju af hjálparprjóni aftur á vinstri prjón, prjónið 2L slétt saman, lyftið óprj lykkjunni yfir = fækkað um 2L. Endurtakið úrtöku í hvorri hlið vettlings = fækkað um 4L í umferð. Ástarvettlingur: Stærð S er prjónuð á sokkaprjóna nr 6 og 7. Stærð M/L er prjónuð á sokkaprjóna nr 7 og 8. Stroff á vettlingum er prjónað hvort fyrir sig. Síðan er lúffan/vettlingurinn settur saman og prjónaður áfram sem eitt stykki. Stykkið er prjón- að í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 21L á sokkaprjóna nr 6 eða 7 með rauðu. Prjónið 1 umf sl, prjónið síðan stroff 1 sl/2 br. Þegar stykkið mælist 8 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 9L jafnt yfir (aukið er út með því að slá uppá prjóninn eftir ca aðra og 3. hverja lykkju) = 30L. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann til þess að koma í veg fyrir göt). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 7 eða 8. Prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Prjónið nú 1 umf með rauðu JAFNFRAMT er síðasta lykkja felld af = 29L. Setjið allar lykkjur á þráð. Prjónið 1 stroff fyrir lúffu alveg eins. Setjið stroffin saman á sokkaprjóna nr 7 til 8. Prjónið 1 umf sl yfir allar lykkjur = 58L. Setjið eitt prjónamerki í 29. lykkju og síðustu lykkju í umf (= miðja að framan og miðja að aftan). Haldið áfram í sléttu prjóni, JAFNFRAMT í síðustu umf er lykkjum fækkað hvoru megin við prjónamerkin – SJÁ ÚRTAKA Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 5 sinnum = 38L. Prjónið 1 umf án þess að fækka lykkjum. Setjið 2 ný prjónamerki í stykkið, í 10. og í 29. lykkju talið frá miðju að framan (= í hvora hlið). Í næstu umf er lykkjum fækkað hvoru megin við nýju prjónamerkin – SJÁ ÚRTAKA Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 8 sinnum = 6L eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að. Festið vel. Frágangur: Saumið saman lykkjurnar yst efst á strofii. Lúffa/ur Stærð S er prjónuð á sokkaprjóna nr 6 og 7. Stærð M/L er prjónuð á sokkaprjóna nr 7 og 8. Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 21L á sokkaprjóna nr 6 til 7 með rauðu. Prjónið 1 umf sl, prjónið síðan stroff 1L sl/2L br. Þegar stykkið mælist 8 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 3L jafnt yfir (aukið er út með því að slá uppá prjóninn eftir 7. hverja l. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann til þess að koma í veg fyrir göt) = 24L. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 7 til 8. Prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í 9. lykkju. Þegar M.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram með rauðu þar til stykkið mælist 14 cm. Aukið nú út með því að slá uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með prjónamerki fyrir þumal. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt. Endurtakið útaukningu í næstu umf = 5L fyrir þumal. Prjónið 2 (3) umf án útaukninga. Setjið síðan 5 þumallykkjur á þráð. Fitjið upp 1 nýja L fyrir aftan L á þræði = 24L. Setjið tvö prjónamerki í stykkið, í 1. og í 13. lykkju (= hliðar). Haldið áfram í sléttu prjóni. Þegar stykkið mælist 24 (26) cm er fækkið lykkjum hvoru megin við l með prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í hverri umf alls 5 sinnum = 4L eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að. Festið vel. ÞUMALL: Setjið 5 þumallykkjur aftur til baka á sokkaprjóna nr 7-8. Prjónið upp 5L aftan við þumal = 10L. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni þar til þumallinn mælist 5 (6) cm. Setjið tvö prjónamerki í þumalinn, í 1. og í 6. L (= hliðar). Í næstu umf er lykkjum fækkað hvoru megin við lykkjur með prjónamerki. Endurtakið úrtöku í næstu umf = 2L eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp og prjónið eins og vinstri vettlingur, nema spegilmynd. Setjið prjónamerki í 4.L fyrir útaukningu á þumli. Hekluð snúra (einungis fyrir lúffur): Heklið 120 cm langa snúru með ll með 2 þráðum af rauður á heklunál nr 10. Snúran er saumuð föst að innanverðu á hvora lúffu við hlið á þumli. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Ástarvettlingar HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 6 1 5 8 2 3 9 4 1 7 5 8 1 4 5 8 2 4 5 9 4 6 3 1 1 4 7 9 1 3 7 5 9 6 2 5 3 2 5 9 4 7 Þyngst 9 5 3 6 8 3 6 7 6 2 4 3 9 3 2 9 8 5 8 1 7 3 4 4 6 5 8 1 7 2 4 1 9 6 2 7 3 5 8 1 4 7 1 3 6 8 4 5 3 3 6 4 6 3 7 1 3 2 6 5 2 7 9 1 8 4 3 3 6 1 2 4 2 8 4 6 3 7 2 4 5 3 7 8 1 9 6 7 2 8 Fór í eina af bröttustu vatns- rennibrautum á Tenerife FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Kristján Hrafn, eða Krummi eins og hann er alltaf kallaður, býr á Ísafirði og æfir fótbolta með Vestra og handbolta með Herði. Fjölskyldan á nokkrar kindur sem á sumrin ganga um fjöllin fyrir vestan og á haustin er skemmtilegt að smala þeim aftur heim. Nafn: Kristján Hrafn Kristjánsson. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Á Ísafirði. Skóli: Grunnskólinn á Ísafirði. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Mexíkóskt lasagna. Uppáhaldshljómsveit: Imagine dragons. Uppáhaldskvikmynd: Harry Potter og Jumaji. Uppáhaldsbókin þín? Harry Potter. Fyrsta minning þín? Veit ekki. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Fótbolta og handbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fót- bolta eða handbolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég fór í eina af bröttustu vatnsrennibrautum á Tenerife. Hvað verður skemmtilegt að gera í vetur? Fara á skíði. Næst » Kristján Hrafn skorar á frænku sína, Hildigunni Sigrúnu, að svara næst. STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.