Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202026 LÍF&STARF Mýkt lambsullarinnar skapar ný tækifæri Undanfarin þrjú ár hefur fyrir­ tækið Varma þróað nýtt íslenskt lambsullarband í samstarfi við Ístex sem unnið er úr ull af ásetn­ ingum. Markmiðið með verkefninu var að þróa band sem væri mýkra en hefðbundið einband sem notað er í vélprjón og um leið auka virði afurða íslenskra sauðfjárbænda. Nú eru ýmsar vörur frá VARMA úr bandinu komnar á markað og hefur þeim verið vel tekið auk þess sem ýmis þekkt íslensk vörumerki eru farin að láta VARMA framleiða fyrir sig vörur úr nýja lambsullar­ bandinu. „Eftir margháttaðar prófanir og endurbætur í öllu ferlinu frá bónda til vöru hefur tekist að ná frábærum árangri. Þetta er mál sem margir bændur tengjast og enn fleiri hafa áhuga á. Það hafði alltaf verið þessi gagnrýni með íslenska ullarbandið að það stingi svo mikið, svo ég fór á fjörur Ístex í von um samstarf með að þróa mýkra band sem svo sannarlega tókst,“ segir Páll Kr. Pálsson, fram­ kvæmdastjóri og eigandi VARMA. Minna þvermál lambsháranna Textílverkfræðingur Ístex, Sunna Jökulsdóttir, kom með góða þekk­ ingu inn í þróunarvinnuna. „Við höfðum áður skoðað mögu­ leikana á að skilja að togið og þelið en það eru ekki til neinar vélar sem gera það nógu vel þegar þarf að gera það í einhverju magni. Þá fengum við þá hugmynd að prófa lambsull­ ina, en þvermál háranna þar er mun minna en á fullorðnu fé. Eftir því sem þvermálið eykst því harðara prjónavoð fær maður og því meira stinga toghárendarnir sem standa út úr. Það er talað um míkrón­þvermál í þessu og á meðan íslensk ærull er um 34 míkrón þá er til dæmis merínóull í kringum 20 míkrón. Við náðum íslensku lambsullinni niður í 24 míkrón og erum því ansi nálægt merínóullinni í mýkt,“ útskýrir Páll og segir jafnframt: „Lambsullin sem nýtist í þessu ferli er af ásetningum, það er þau lömb sem fá að lifa og eru rúin eftir að þau eru sett í hús á haustin. Langstærstur hluti af mjúkri ull í heiminum er af lömbum og er til dæmis uppistaðan í merínó­ullarframleiðslu í löndum eins og Ástralíu og Nýja­Sjálandi. Vegna veðurfars er hægt að rýja öll lömb þar áður en þau fara í slátrun svo þar er mun meira magn af mjúkri ull í boði.“ Ullar- og þvottaferli Það var að ýmsu að huga í ferlinu frá bónda til fullunninna vara hjá VARMA og segir Páll undanfarin ár í þróunarvinnunni bæði hafa verið krefjandi og skemmtileg. „Það sem hefur skipt gríðarlega miklu máli er að lágmarka allt í ferlinu sem gerir ullina, bandið og prjónavoðina harða. Þar eru til dæmis rúningurinn, þvotturinn og þurrkunin mjög mikilvægir þættir sem og að öll efni og þurrkun séu þannig að ullin verði sem mýkst og meðfærilegust í vinnslu. Einnig þarf að passa upp á að ullarfitan sé ekki öll þvegin úr og lagði Ístex til heilmikla vinnu við að finna út úr þáttum sem að því sneru. Við gerðum líka heilmargt og skipt­ um til dæmis alfarið yfir í náttúruleg efni við þvott og mýkingu og breytt­ um þurrkunarferli voðarinnar ásamt ýfingu hjá okkur til að fá meiri fyll­ ingu inn í bandið þegar búið var að þvo voðina,“ segir Páll og bætir við: „Síðan prófuðum við að láta Ístex lita í nokkrum litum hluta af fyrstu kembunni, sem var 300 kíló, og komumst að því að litunin hefur áhrif á mýktina svo þá hófst ferli í kringum það að minnka þau áhrif. Vorið eftir voru framleidd 900 kíló af bandi sem við framleiddum alls kyns VARMA­vörur úr og prófuðum okkur áfram. Eftir það var bandið orðið eins mjúkt og við töldum okkur geta náð því og þá hófst alvöru magnframleiðsla á lambsullarbandi fyrir okkur hjá Ístex og erum við nú komin með band í 18 litum. Þannig að þetta er búið að vera mikil þró­ unarvinna og í raun tímamótaverk­ efni sem hefur kostað okkur yfir 15 milljónir króna. Við fengum styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins en Rannís hefur hafnað okkur í þrígang, sem er mjög sérstakt finnst okkur.“ Tengja saman hönnun og markaðssókn Fyrirtækið hefur ekki farið varhluta af ástandinu sem tengist heimsfar­ aldrinum á þessu ári en í upphafi árs störfuðu 20 manns hjá VARMA. Tveir þriðju hlutar veltunnar hafa undanfarin ár komið frá sölu til er­ lendra ferðamanna. „Við erum með um 140 vöru­ númer í yfir 500 útfærslum í dag og um 65% af VARMA­vörunum okkar eru úr íslenskri ull. Eftir að lambsullarbandið var endanlega tilbúið fórum við og kynntum það fyrir ýmsum fyrirtækjum og höfum í kjölfar þess aukið framleiðslu hjá okkur verulega fyrir sérmerki eins og Cintamani, Ellingsen, Epal, Farmers Market, Kormák & Skjöld, Rammagerðina og ýmsa fleiri, sem og ýmsa hönnuði eins og Magneu, Helgu Lilju, Sigrúnu Unnars og fleiri, sem hafa tekið íslenska lambsullarbandinu afbragðs vel. Við erum líka byrjuð að kynna nýja lambsullarbandið fyrir ýmsum erlendum aðilum, sem hafa verslað við okkur í gengum tíðina. Okkar markmið með lambsullarverkefn­ inu er að vinna með ullina á nýjan hátt með áherslu á sjálfbærni og umhverfismeðvitaðan hátt og nú erum við komin á þann stað að fara að tengja hönnun og markaðssókn saman,“ útskýrir Páll og segir jafn­ framt: „Minn draumur hefur alltaf verið að allar VARMA­vörurnar séu úr íslenskri ull og þetta er stórt skref í þá átt. Minn metnað­ ur er að skipta þeim vörum sem við framleiðum úr innfluttu bandi yfir í íslenskt lambsullarband. Það hefur verið megintilgangurinn með þessari vegferð sem og að tengja okkur meira við íslenskan land­ búnað, sauðfjárbúskap, hönnuði og íslenska náttúru, því það eru mikil lmarkaðstækifæri í því, sem við ætlum að nýta á næstu árum.“ /ehg Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri og eigandi Varma, segir að framleiðsla fyrir íslensk þekkt vörumerki hafi aukist verulega á árinu með tilkomu bands úr lambsull en hér sýnir hann peysur sem framleiddar eru fyrir Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar. Sólveig Davíðsdóttir var iðin á sníðaborðinu hjá Varma þegar blaðamaður Bændablaðsins leit við á dögunum. Hér sníðir hún flíkur fyrir hönnunarmerkið MAGNEA. Myndir / ehg Unnið við að sauma vörur í framleiðslusal fyrirtækisins í Ármúla í Reykjavík. Hér sýnir Birgir Einarsson prjónameistari vörur með Páli eiganda. Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Úr Pop-up verslun VARMA á Skólavörðustíg sem var opnuð nýverið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.