Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 29 stað, fyrsta útgáfa af því korti kom út núna í júní. Nú í fyrsta skipti höfum við kort sem sýnir hvaða svæði á Íslandi eru nýtt til beitar og hvaða svæði ekki. Og nú þegar þetta kort liggur fyrir verður hægt að fara að safna upplýsingum um fjölda sauð- fjár á hverju beitarsvæði.“ Samstarfið við bændur hefur gengið mjög vel – Hvernig hefur samstarfið við bændur gengið? „Það hefur gengið mjög vel, þeir eru mjög áhugasamir um verkefnið og hafa komið með margar góðar athugasemdir og tillögur. Í sumar vorum við í sambandi við tugi bænda um að fá að setja upp vöktunarreiti á þeirra landi og alltaf var okkur tekið vel og fólk almennt mjög áhugasamt. En það er kannski ekki skrítið, þetta verkefni er okkur öllum til hagsbóta enda viljum við öll það sama, við viljum að landið sé í góðu ástandi og að það sé nýtt á sjálfbæran hátt og við viljum geta sýnt fram á breytingar sem verða vegna aðgerða okkar,“ segir Bryndís. – Þið eruð að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins, hvernig fer þessi vöktun fram? „Við erum að setja út fasta vökt- unarreiti (50 x 50 m) úti um allt land. Í hverjum reit eru metnir þættir sem gefa til kynna hvert ástand gróður- og jarðvegsauðlindarinnar er. Þessir þættir eru t.d. jarðvegsgerð, jarð- vegsdýpt, gróðurhæð, gróðurþekja, tegundasamsetning, jarðvegsrof og hrjúfleiki yfirborðs. Aðferðafræðin byggir mikið á þeirri aðferðafræði sem hefur verið nýtt og prófuð m.a. í Bandaríkjunum og Ástralíu en aðlöguð að íslenskum veruleika. Unnið verður að uppsetningu vöktunarreitanna næstu sumur og er áætlað að setja um 200 vöktunarreiti út á ári. Við stefnum að því að setja upp a.m.k. 1.000 vöktunarreiti í allt og áætlað er að endurmæla hvern reit á 5 ára fresti sem hluti af vöktun auðlindanna.“ Nota GPS-staðsetningartæki til að fylgjast yfir 100 lambám – Þið hafið verið að nota sauðfé með GPS-tækjum, hvað getur þú sagt mér um það og hvernig hafa kindurnar tekið verkefninu og hvaða niður- stöður eiga tækin á þeim að gefa? „Það er rétt, síðustu þrjú árin höfum við nýtt staðsetningartæki til að fylgjast með notkun yfir 100 lambáa, frá mismunandi landsvæð- um, á beitarsvæðum sínum. Tækin gefa okkur staðsetningu kindanna á 6 tíma fresti og höfum við á þessum þremur sumrum safnað upp gífur- legu gagnasafni. Gögnin gefa okkur innsýn í atferli sauðfjár í sumarhög- um m.a. geta þau sagt til um í hvern- ig land sauðfé sækir helst, hve stórt svæði hver kind nýtir og hvernig þessir þættir breytast t.d. eftir ástandi lands, veðurfari og landsvæðum. Við erum rétt svo byrjuð að vinna úr gögnunum en þau munu vera mikil uppspretta fróðleiks í framtíðinni. Eftir því sem við best vitum hefur aldrei verið gerð rannsókn á ferðum sauðfjár á þeirri stærðargráðu sem áætlað er í þessari rannsókn. Þessi rannsókn er því einstök á alþjóða- vísu auk þess sem hún er fyrst sinnar tegundar á Íslandi. Niðurstöðurnar munu nýtast jafnt innan og utan Landgræðslunnar, í að bæta beitar- stjórnun. En þess má geta að verk- efnið var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem er að hætta núna um áramótin,“ segir Bryndís og bætir við: „Fyrir utan vísinda- legt gildi rannsóknarinnar þá er þetta alveg rosalega skemmtilegt verkefni. Kindurnar og eigendur þeirra hafa tekið verkefninu vel, m.a. eru nokkr- ar sögur um að tækin hafi hjálpað til við að finna eftirlegukindur sem hafa farið í ævintýraferð.“ Eigum þó enn þá stórt verkefni fyrir höndum – Heilt yfir, hvernig metur þú ástand gróðurs og jarðvegsauð- linda Íslands á þessum tíma, erum við á réttri leið eða er allt í skötulíki hjá okkur? „Þegar stórt er spurt, jú, jú, það hefur ýmislegt batnað á síðustu árum og áratugum en við eigum þó enn þá stórt verkefni fyrir höndum til að ástandið verði eins og best verður á kosið. Samkvæmt fyrsta stöðumati GróLindar, sem unnið er upp úr fyrirliggjandi gögnum, lendir aðeins 25% landsins í tveim- ur bestu ástandsflokkunum á meðan um 45% lands lenda í tveimur verstu ástandsflokkunum sem ein- kennast af svæðum þar sem virkni vistkerfa er takmörkuð og/eða rof mjög mikið. Þó að eitthvað af þess- um svæðum í verstu ástandsflokk- um séu náttúrlega með litla virkni og/eða mikið rof, t.d. áreyrar eða svæði mjög hátt yfir sjó, er töluvert af svæðum þar sem ástandið gæti verið mun betra. Við erum einmitt að vinna að því núna að aðgreina þessi svæði.“ Full bjartsýni – Ertu bjartsýn eða svartsýn á stöðu mála? „Ég er full bjartsýni, það eru margir hlutir að breytast í rétta átt og GróLind er eitt atriðið í þeirri vegferð. Ástand lands er oft verra en það gæti verið en þetta er bara vandamál sem þarf að leysa og það er fullt af lausnum, við þurfum bara að koma öll saman að borðinu og finna þessar lausnir. Lausnir sem bæði eru til góða fyrir þessar auð- lindir en einnig einstaklinga sem lifa af þessum auðlindum, búsetu í landinu og samfélagið í heild, en til þess að það gerist þurfum við öll að koma með opinn hug að borðinu en einnig þurfa stjórnvöld að tryggja að regluverkið geri okkur kleift að nýta þessar lausnir. Ég myndi t.d. vilja sjá í framtíðinni að við værum með stétt endurheimtabænda sem fengju greitt fyrir að bæta þess- ar auðlindir, það myndi draga úr kostnaði þjóðarinnar vegna skuld- bindinga okkar í loftslagsmálum, styrkja lífsskilyrði í dreifðari byggðum og tryggja búsetu í landinu.“ – Í hvað á svo að nýta gögnin? „Gögn um ástand lands og breytingar á ástandi og um staðsetn- ingu beitarsvæða er hægt að nýta á margs konar hátt. Þær gagnast bændum við að skipuleggja beitar- nýtingu, við skipulagningu leita og til að sjá hvaða áhrif mismunandi landnýting hefur. Þær munu verða nýttar í starfi Landgræðslunnar m.a. í skipulagningu og forgangsröðun endurheimta aðgerða. Þær gagn- ast sveitarstjórnum og skipulags- yfirvöldum í skipulagningu svæða undir þeirra umsjón og þær gagn- ast stjórnvöldum m.a. í því að meta losun frá landi. Þær munu einnig gera okkur kleift að sýna fram á ávinning aðgerða okkar m.a. í landbótum. Þar að auki erum við að byggja upp gríðarlegt gagnasafn sem mun nýtast vísindamönnum framtíðarinnar að svara spurningum m.a. um áhrif hlýnunar á auðlindirn- ar og árangur þeirra endurheimtaað- gerða sem við erum í í dag. Kannski er þó mikilvægasta hlut- verk GróLindar að gefa hlutlaust mat á stöðu auðlindanna hverju sinni og breytingar á stöðunni – mat sem við getum notað til að taka upp- lýstar ákvarðanir um að taka næstu skref,“ segir Bryndís. Ættum að geta gefið út ástandsmat eftir nokkur ár – Niðurstöður verkefnisins, hvenær munu þær liggja fyrir og hvers konar niðurstöður megum við bú- ast við? „Fyrstu niðurstöður verkefnisins lágu fyrir í sumar, þegar við gáfum út stöðumat af ástandi auðlindanna. Þar nýttum við okkur fyrirliggjandi kort til að meta ástandið á grófum kvarða. Að nokkrum árum liðnum, þegar við höfum náð að safna nægilegu magni á gögnum, ættum við að geta gefið út ástandsmat byggt á samþættingu gagnanna sem við söfnum, bæði í vöktunarreitum og með vöktun landnotenda, og gervi- tunglamyndum. Með þeim niður- stöðum munum við fá nákvæmara mat á ástandi lands og einnig geta séð hvernig ástandið er að breyt- ast frá einum tíma til annars. Þá er hægt að fara að tengja breytingar m.a. tengdar landnýtingu og veður- fari við breytingar á ástandi lands. Við gáfum líka út fyrstu útgáfu af kortlagningu beitarsvæða sauðfjár á sama tíma. Við erum núna að vinna í því að bæta þessa kortlagningu og á áætluninni er að kortleggja einnig beitarsvæði annarra grasbíta sem hafa áhrif á auðlindirnar t.d. hrossa, hreindýra og gæsa.“ GróLind er mikilvæg fyrir landið í heild – Er eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég vil bara undirstrika hvað verkefni eins og GróLind er mikil- vægt, ekki eingöngu fyrir landnot- endur og vísindasamfélagið heldur fyrir Ísland sem heild. Okkur ber skylda að fara vel með auðlindir landsins og grunnurinn að því að það sé hægt er þekking eins og GróLind skapar. GróLind mun sýna okkur, svart á hvítu, hvar við erum að gera vel og hvar við þurfum að bæta okkur,“ sagði Bryndís að lokum. /MHH Fást í bókabúðum og beint frá forlagi Sími 892 0855, flokiforlag@internet.is Suðureyri – Athafnasaga • Frá Suðureyri í Tálknafirði stunduðu Norðmenn hvalveiðar í tvo áratugi • Kópur BA 138 var gerður út á selveiðar í Íshafinu • Íslensk hvalveiðistöð var í fimm ár á Suðureyri • Selveiðar í íshafinu frá Austfjörðum og víðar Falleg kilja,196 bls. Tvær góðar að vestan Nótabátur leggst í víking Sögur og sagnir að vestan • Víkingaskipið á Þjóðhátíð Vestfirðinga 1974, • Mótun Vestfirðingsins • Í grautarskóla hjá Þorbjörgu • Sr. Jón Kr. Ísfeld og fleira og fleira Innbundin í vandaðri kápu, 175 bls Vöktunarreitir eru settir út í mismunandi vistkerfum en í melum taka mælingar oft stuttan tíma. Mynd / Bryndís Marteinsdóttir Í hverjum vöktunarreit er hlutfall mismunandi plöntuhópa og óvarins jarð- vegs mæld á línu innan reitsins með því að setja niður pinna og skrá alla þá plöntuhópa sem snerta pinnann. Alls eru gerðar 200 pinnamælingar í hverjum reit. Mynd / Áskell Þórisson Kind með GPS-tæki, ásamt lömbum sínum. Gögnin úr tækinu gefa innsýn í atferli sauðfjár í sumarhögum, geta m.a. sagt til um í hvernig land sauðfé sækir helst, hve stórt svæði hver kind nýtir og hvernig þessir þættir breytast t.d. eftir ástandi lands, veðurfari og landsvæðum. Mynd / Sigurjón Einarsson Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.