Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 15 Hamar ehf. hefur formlegt sam­ starf við Alfa Laval Nordic A/S og mun með því renna enn styrkari stoðum undir þjónustu fyrirtæk­ isins við íslenskan sjávarútveg og matvælaframleiðslu Markmið Hamars er að vera leiðandi fyrirtæki í þjónustu við sjávarútveg á Íslandi. Er þetta einn hlekkur í áætlunum Hamars á þeirri vegferð. Frá og með 1. desember 2020 er í gildi samkomulag á milli Hamars ehf. og Alfa Laval Nordic A/S, food and water division, um að hið fyrrnefnda verði formlegur umboðs- aðili á Íslandi. Í þessu samstarfi falla saman tvö sterk fyrirtæki á sínu sviði sem mun skila sér í öflugri þjónustu til viðskiptavina beggja fyrirtækja á Íslandi. Hamar ehf. mun sjá um sölu og ráðgjöf á vörulínu Alfa Laval Nordic A/S, food and water division. Hamar mun einnig veita viðgerðarþjónustu og útvega Alfa Laval varahluti. „Hamar hefur á liðnum árum stát- að af úrvals þjónustu við viðskipta- vini og er þetta skref liður í að efla þá þjónustu sem fyrir er. Hamar ehf. sinnir þjónustu við íslenskan sjávar- útveg og viljum við meina að Alfa Laval sé eitt besta og áreiðanlegasta merki í skilvindum, mjölvindum og varmaskiptum. Við erum ákaflega spennt fyrir því að geta nú verið hluti af þeirri löngu og merkilegu sögu sem tengist Alfa Laval.“ Að sögn Kára Pálssonar, fram- kvæmdastjóra og annars stofnenda Hamars, er mikil tilhlökkun fólgin í þessari tilkynningu. „Með þekkingu Hamars, færni og getu í sambland við vörulínu og sérfræðiþekkingu Alfa Laval er íslenskum sjávarútvegi og mat- vælaframleiðslu veittur aðgangur að nýju og sterku samstarfi. Við erum þess vegna full eftirvæntingar og hlökkum til samstarfs við Alfa Laval með það í huga að efla enn frekar þjónustu við okkar viðskipta- vini.“ Lars Bloch Area, sölustjóri hjá Alfa Laval Nordic, er einnig ákaf- lega ánægður með að þessi samvinna sé komin á það stig sem nú hefur verið náð. Að sögn Lars, sem er ábyrgur fyrir markaðssetningu og þjón- ustu Alfa Laval á Íslandi, mun það styrkja stöðu þeirra á Íslandi að vera í sambandi við Hamar ehf. Lars segir einnig að það hafi verið ásetningur þeirra lengi að verða meira áberandi á Íslandi og það mun verða raunin með því samkomulagi sem hefur verið undirritað og mun færa Alfa Laval nær sínum viðskiptavinum á Íslandi. /HKr. H U GV IT HRÁEFN I H R E I N L E IK I Hamar ehf. hefur formlegt samstarf við Alfa Laval Nordic A/S – Íslenskum sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veittur aðgangur að nýju og sterku samstarfi Landnámshænan: Fróðleikur um fiðurfé Nýtt tölublað af Landnáms­ hænunni, blaði eigenda og ræktenda félags landnámshænsna, er komið út og er það 1. tölublað ársins 2020. Að vanda eru í blað­ inu áhugaverðar, skemmtilegar og fræðandi greinar sem höfðar til alls áhugafólks um íslensku landnámshænunnar og ræktun hennar. Í formála segja ritstjórar að blaðið sé frábrugðið síðasta blað að því leyti að lítið sé af fréttum af félagsstarfinu enda hafi það verið í lágmarki á þessu ári. Þrátt fyrir það er blaðið efnismikið og fjölbreytt. Fjallað er um samkomu- lag Eigenda og ræktendafélags landnáms hænsna og Slow Food- samtakanna sem felst í því að félagið hefur fengið leyfi til að nota Rauða snigilinn, merki samtakanna, á afurðir sínar. Í blaðinu er einnig fjallað um fiðurfellingu og drykkjarvatn fyrir hænur og landnámshænur í Hrísey. Brigitte Brugger, dýralæknir ali- fuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, ritar grein um frjóegg sem geta borið sjúkdóma og bendir á að gríðarleg áhætta geti fylgt því að smygla eggj- um til landsins. Einnig er í blaðinu að finna grein sem fjallar um félagslíf og hvort það sé mögulegt að hænum leiðist. /VH Bænda 17. desember 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.