Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 03.12.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 7 LÍF&STARF I ngólfur Ómar Ármannsson sendir þættinum nýmeti. Þar er ekki hagað rími með hortittum frekar en vanalega: Hagar frjósa, hníga strá, hélurósir skarta. Myrkum ósi merlar á mánaljósið bjarta. Norðanrosinn nístir brá, næðir um kvos og vengi. Hrími flosuð hélustrá hníga á frosið engi. Eftir þennan fágæta kveðskap Ingólfs Ómars verður samt að víkja frá gleði- efnum, og gera þá sáru játningu, að ekki tókst undirrituðum vel til í síðasta vísnaþætti, þegar hin fallega haustvísa Óskars Sigurfinnssonar í Meðalheimi var öðrum eignuð. Sagði ég hana orta af Þór Sigurðarsyni frá Sellandi í Fnjóskadal: Grösin sölna, grána fjöll, glöggt er haustsins letur. Svona fara sumrin öll, -senn er kominn vetur. Þór Sigurðarson er hins vegar afskap- lega ljóðelskandi maður og líkt og margir slíkir, þá semur hann afskaplega fallegar náttúrustemmur. Næsta vísa, eftir Þór, er nefnilega ögn svipuð ofanskráðri vísu. Vísuna orti Þór einn frostkaldan morgun austur í Sellandi, umvafinn hinni fágætu fjallasýn sem prýðir heimahaga hans: Fjöllin hefur fallið á, frostið bítur neðra. Grámað hélu getur strá gulli verið fegra. Þó afsaki ekkert mistök mín, þá þekkjast þess dæmi, að misfarið hafi verið með réttan höfund að vísu. Man þar til, að vísa, sem Jón heitinn í Garðsvík samdi, sást á prenti eignuð Baldri á Ófeigsstöðum í Köldukinn. Þá orti Jón þessa myndrænu vísu: Þekkist enn á okkar jörð ófrjálst takið sauða. Inn í Baldurs björtu hjörð barstu lamb hins snauða. Í sárabætur fær svo öðlingurinn aldni, Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi, það sem lifir þáttar. Nú styttist til fengitíðar hjá sauðfjárbændum. Á fengitíð ársins 1954 orti Óskar: Fengitíminn fer í hönd, flestir þessu kvíða. Hrútar slíta hlekkjabönd, -hver á öðrum ríða. Erfitt verkið á mig fær, ekki skal þó súta. Bardagi við blæsma ær og blóðmannýga hrúta. Svo þarf líka að bæta á í reykkofanum: Leggur reyk í lungu mér, lendi í stórum vanda, Ótilneyddur enginn fer inn í þennan fjanda. Þessa mánuði er mikið um umsóknir og styrkveitingar vegna COVID-ástandsins. Ríkisstjórnin mokar peningum inn í samfélagið. Næstu þrjár vísur Óskars, ortar á árunum 1957–’58, lýsa vel styrkveitingum þess tíma: Öllu hjálpa völdin virk, vilja engan pretta. Til að fæðast fá menn styrk; -fallega byrjar þetta. Styrk í vöggu, styrk við nám, styrk í raun og baga, styrk á leirburð, styrk á klám, styrk til ellidaga. Verið ekki í máli myrk, margt til bóta sjáið, við fáum bráðum stóran styrk, styrk til að geta dáið. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 263MÆLT AF MUNNI FRAMLambadagatalið gefið út í sjöunda sinn: Megintilgangurinn að breiða út fegurð sauðkindarinnar Lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbónda og ljósmyndara í Sýrnesi í Aðaldal, er komið út og er það í sjöunda sinn sem hann sendir frá sér sérstakt lambadagatal. Ragnar hefur veg og vanda að útgáfunni líkt og undanfarin ár, hann tekur flestar myndanna á búi sínu í Sýrnesi og vinnur að auki við uppsetningu og hönnun dagatalsins, sér um fjármögnun þess og dreifingu. Samkvæmt venju eru ljósmyndirnar teknar á sauðburði frá árinu áður, þ.e.a.s. á Lambadagatali 2021 eru allar myndirnar teknar á sauðburði 2020 og endurspegla því líka veðurfarið á þeim árstíma. Fallegt með þjóðlegum fróðleik Að venju prýða dagatalið stórar andlits- myndir af fallegum, marglitum, nýlega fæddum lömbum í náttúrulegu umhverfi. Dagatalið er í A4 stærð og er hver mánuður á einni blaðsíðu. Það er gormað með upp- hengju og því auðvelt að hengja það upp þar sem hentar. Á það eru merktir allir hefð- bundnir helgi- og frídagar. Einnig eru merk- ingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Dagatalið er því ekki bara fallegt heldur líka gagnlegt með sínum þjóðlega fróðleik. Finn velvild í garð sauðfjárbænda Lambadagatölin hafa hlotið góðar viðtökur undanfarin ár og vinahópur Facebook- síðunnar Lamba Lamb er nú rétt að ná þúsund manns. Útgáfan hefur verið fjármögnuð á Karolina Fund þar sem þau eru keypt í forsölu. Að sögn Ragnars er megintilgangur útgáfunnar „að breiða út sem víðast, fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar. Það er líka mjög svo skemmtilegt og gefandi að standa í þessu og finna þá miklu velvild sem er meðal fólks til okkar sauðfjárbænda og íslensku sauðkindarinnar en hún hefur fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar og án hennar værum við ekki til sem þjóð í dag,“ segir hann. /MÞÞ Að venju prýða dagatalið stórar an dlitsmyndir af fallegum, marglitum, nýlega fæddum lömbum í náttúrulegu umhverfi. Lambadagatölin hafa hlotið góðar viðtökur undanfarin ár og vinahópur Facebook-síðunnar Lamba Lamb er nú rétt að ná þúsund manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.