Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 8
8  HUGUR OG HÖND 2020 fegra hin hversdagslegu ílát. Form, litur og áferð falla fullkomlega að notagildinu. Bragðast drykkurinn og maturinn betur úr ílátum sem höfða til fegurðartilfinninga okkar? Spurning sem er áhugavert að hugleiða. Hvers vegna er okkur ekki sama um lögun, lit og áferð þeirra íláta sem við höfum valið? Oftast veljum við af kostgæfni þá muni til borðhalds sem höfða til fegurðarþarfar okkar. Hér er ekki meiningin að greina þarna á milli. Notagildið og fegurðin myndar einingu. Askurinn og súpuskálin eru gott dæmi um þetta þar sem formið þjónar notagildinu. Gluggi út í heim Kaupstaðurinn að Gásum er talinn hafa verið helsti kaup- staður fyrir Norðurland þar sem fór fram kaupstefna að sumarlagi með til heyrandi um svifum, eftir- væntingu og bið fólks eftir framandi varningi frá fjarlægum menningarheimi. Einnig átti sér stað útflutningur ýmissa verð- mæta landans, svo sem á vaðmáli, brennisteini, lýsi og fiski. Einnig urðu Íslendingarnir fyrir menning - ar legum áhrifum þegar þeir kynnt ust ýmsum fögr um list mun- um sem voru fluttir að Gásum með skipum frá Evrópu, Bjarma landi (Rússlandi og Balkan lönd un um). Í dag má segja að þær Caroline og Hrefna vinni nytjahluti sína í leir og að leirbrotin frá 14. og 15. öld séu kveikjan að þeirra nýsköpun. Enn eitt dæmið um hvað hönnun íláta að því er snertir lögun, form, efni og lit, hefur í raun haldist í öllum meginatriðum gegnum aldirnar og skapað það sem má kalla klassíska hönnun. Þannig var kaupstefnan að Gásum og er enn menningarlegur gluggi Íslands. Rannsóknir Fornleifarannsóknir að Gásum fóru fyrst fram árið 1907 undir stjórn Daníels Bruun og Finns Jónssonar. Í þeim uppgreftri fundust einungis bein og brýni, engin leirbrot. Síðar voru fjórir prufuskurðir teknir 1986 af þeim Bjarna F. Einarssyni og Margréti jarðefni, oxíð ýmiss konar til að lita glerung, eins og járnoxíð sem gefa rauð/brúna liti, koparinn sem gefur græna og kóbalt sem gefur blá blæbrigði. Form og notagildi Ílát, í-lát, að láta í, að geyma, að halda utan um. Skálar, bollar, diskar, könnur og ker ýmis konar eru ílát sem eru notuð til að geyma og halda utan um matvæli og vökva; vatn, vín, olíur og edik, eða til að borða af eða drekka úr. Það er áhugavert hvernig þær Caroline og Hrefna hafa leitað í arfleifð mannsins við gerð leirmuna. Brot ýmissa leirmuna sem komið hafa í ljós við fornleifauppgröft á Gáseyri, eða þar sem verslunarstaðurinn að Gásum var grafinn upp, gáfu til kynna hverslags leirmunir hafa verið notaðir þarna á 13. og 14. öld; lögun og litur, áferð. Notagildið er það sem hefur skapað formið, lögun ílátanna. Liturinn og áferðin er svo til- hneiging manneskjunnar til að gátu gestir fengið súpu, en vegna reglna um hvað þurfi til svo mætti laga og selja súpu á svona útisvæði, varð að laga súpuna í löglegu eldhúsi og flytja hana svo í stórum pottum til Gáseyrar, síðan var gestum boðið að kaupa skál og fá í kaupbæti súpu. Þarna má segja að framleiðslan á súpuskálum fyrir Miðalda- dagana hafi byrjað, sem síðar þróaðist til ýmissa annarra gerða íláta. Hrefna nefnir einnig að lögun skálanna hafi verið sótt í grunnform asksins, þess merka íslenska mataríláts. En hann var gerður úr tré, oft rekaviði og var hann samansettur úr stöfum og gjörðum. Stafirnir mynduðu bogalaga form ílátsins og voru þeir festir saman með þremur gjörðum. Þannig var stærð og lögun skálanna fengin og má gera sér í hugarlund samlíkinguna, með því að skoða ask án loks og handfangs. Litaskali leirkeranna er hefð- bundinn; blá, græn og brún blæbrigði. Nota þær hefðbundin Gásaleir 2019. Ljósmynd: Hefna Harðardóttir.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.