Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 37

Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 37
HUGUR OG HÖND 2020  37 Flauelspokinn minn góði heimildum. Sennilegt er að pokinn góði hafi komið frá Evrópu með honum. Kannski færði hann konu sinni hann að gjöf. Pokinn er varðveittur í bankahólfi skv. leiðbeiningum frá forverði. Höfundur: Lára Magnea Jónsdóttir Ljósm. Ljósmyndaver Hörpu Hrundar Margt fallegt og einstakt leynist sennilega í fórum fólks og forvitnilegt að rýna svolítið í það. Ég á einn slíkan hlut sem er mér mikils virði þó það sé ekki talið í krónum og aurum. Hún Helga Magnea amma mín gaf mér þennan flauelspoka (tösku, lausavasa) fyrir um það bil 30 árum með þeim orðum að hann ætti aldrei að fara á safn. Sumu fólki af hennar kynslóð fannst illa farið með gripi að geyma þá í geymslum og að enginn fengi að sjá þá. Mín kynslóð metur það sennilega með öðrum hætti. Ég skyldi varðveita pokann og hún vissi að hún gæti treyst mér fyrir honum. Amma sagði að amma hennar hefði átt hann og notað við pilsið til að geyma í honum bandið sem hún var að prjóna úr. Væntanlega gekk hún á milli bæja prjónandi eins og vanalegt var á þeim tíma. Í seinni tíð hef ég velt fyrir mér aldri og uppruna pokans og hef m.a. sent fyrirspurn til danska þjóðminja safnsins. Útsaumurinn bendir til miðrar 19. aldar og það stenst miðað við mínar upplýsingar. Blúndan á pokanum er seinni tíma viðbót og er knipluð úr íslensku togi. Það er mjög fallegt handverk og einhver formæðra minna hefur skreytt pokann með henni. Móðir mín sat löngum stundum hjá tengdamóður sinni og sagði hún mér eftir ömmu að væntanlega hefði Sigríður Magnúsdóttir Möller (fædd Norðfjörð) átt pokann. Hún var langalangalangaamma mín. Sigríður Magnúsdóttir Möller var fædd 29. júní 1822 og lést 22. apríl 1896. Hún var í Reykjavík 1845 en 1890 var hún komin í Skagafjörðinn. Legstaður hennar er á Sauðárkróki. Hún var gift Christian Ludvich Möller (1811- 1881). Hann var gestgjafi og kaupmaður í Reykjavík skv. www.sogufelag.is www.heimilisidnadur.is Handa á milli Heimilisiðnaðarfélag Íslands í hundrað ár Áslaug Sverrisdóttir Með iðnbyltingunni varð til hreyfing um skipulagðan og vandaðan iðnað á heimilum. Markmið Heimilisiðnaðarfélags Íslands var að auka og efla þjóðlegan heimilisiðnað, vekja áhuga manna á því að framleiða nytsama hluti og varðveita um leið þjóðleg einkenni. Í þessari ríkulega myndskreyttu bók er rakið hvernig starf félagsins hefur þróast í takt við samfélagsbreytingar án þess að missa sjónar á því markmiði að auka og efla þjóðlegan heimilisiðnað á Íslandi. Bókin kemur út í haust. TILBOÐ Heimilisiðnaðarfélagið býður félögum bókina í forsölu á sérstöku tilboði: 7.100 KR. Pantanir sendist á: hfi@heimilisidnadur.is

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.