Hugur og hönd - 2020, Qupperneq 11

Hugur og hönd - 2020, Qupperneq 11
HUGUR OG HÖND 2020  11 Philippe Ricart er mörgum les- endum Hugar og handar kunnur enda er hann fjölhæfur list- handverksmaður sem hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín. Þó að Philippe hafi unnið í margs konar efnivið er hann líklega best þekktur fyrir vefnað sinn. Árið 2015 fékk hann Skúlaverðlaunin fyrir teppi sem hann hafði ofið úr íslenskri ull. Það er Handverk og hönnun sem veitir þessi árlegu verðlaun með stuðningi Samtaka iðnaðarins. Í fyrra fékk Philippe svo sérstaka viðurkenningu Handverks og hönnunar fyrir handofið sjal sem ber heitið „Heiðalönd“. Philippe hefur einnig unnið mikið í spjöldum og hafa mörg falleg belti og annars konar bönd komið úr höndum hans. Við upphaf ársins 2019 fékk Philippe þá hugmynd að hanna og vefa eitt bókamerki fyrir hverja viku ársins. Ólíkt því sem fer með flest áramótaheitin hélt Phililppe sitt heiti. Hann gladdi alla Facebook-vini sína með því að birta vikulega mynd af nýju spjaldofnu bókamerki, samtals 52 merki. Marjatta Ísberg Philippe og bókamerkin Hér má sjá sýnishorn af bókamerkjum Philippes. Ljósmyndari Kristján Mack.

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.