Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 11

Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 11
HUGUR OG HÖND 2020  11 Philippe Ricart er mörgum les- endum Hugar og handar kunnur enda er hann fjölhæfur list- handverksmaður sem hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín. Þó að Philippe hafi unnið í margs konar efnivið er hann líklega best þekktur fyrir vefnað sinn. Árið 2015 fékk hann Skúlaverðlaunin fyrir teppi sem hann hafði ofið úr íslenskri ull. Það er Handverk og hönnun sem veitir þessi árlegu verðlaun með stuðningi Samtaka iðnaðarins. Í fyrra fékk Philippe svo sérstaka viðurkenningu Handverks og hönnunar fyrir handofið sjal sem ber heitið „Heiðalönd“. Philippe hefur einnig unnið mikið í spjöldum og hafa mörg falleg belti og annars konar bönd komið úr höndum hans. Við upphaf ársins 2019 fékk Philippe þá hugmynd að hanna og vefa eitt bókamerki fyrir hverja viku ársins. Ólíkt því sem fer með flest áramótaheitin hélt Phililppe sitt heiti. Hann gladdi alla Facebook-vini sína með því að birta vikulega mynd af nýju spjaldofnu bókamerki, samtals 52 merki. Marjatta Ísberg Philippe og bókamerkin Hér má sjá sýnishorn af bókamerkjum Philippes. Ljósmyndari Kristján Mack.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.