Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 34

Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 34
34  HUGUR OG HÖND 2020 Handverksfólk á Þingeyri Skálinn víkingasetur sem staðsettur er við Hafnarstræti 2 á Þingeyri við Dýrafjörð er heillandi heimur handverks tengdu tímabili víkinga. Þar standa fyrir búi hjónin Borgný Gunnarsdóttir og Þórir Örn Guðmundsson. Við systur vorum svo heppnar sumar sem leið að fá leiðsögn um setrið og kynningu á því sem þar fer fram. Þau hjón taka þar aðallega á móti hópum í fyrirfram skipulögðum heimsóknum. Hugmyndin er sú að ferðamenn af skemmtiferðaskipum geti fengið fræðslu um víkingatímann, bakað víkingabrauð yfir opnum eldi, skoðað handverk af ýmsu tagi tengt víkingatímanum og fengið að klæða sig upp í fornklæði. Einnig er opið í Skálanum við hin ýmsu tilefni og uppákomur og má finna upplýsingar um það á fésbókinni undir „Skálinn“. Á Dýrafjarðardögum er þar fullt út úr dyrum og mikið um að vera. En hver er hún þessi kona sem af svo hagri hönd saumar alla búninga víkingasetursins ásamt ýmsu öðru handverki. Borgný Gunnarsdóttir er fædd á Fremstuhúsum í Dýrafirði árið 1953 dóttir hjónanna Rannveigar Guðjónsdóttur og Gunnars Friðfinnssonar. Hún lærði prjón af föður sínum átta ára gömul og má segja að handverksáhuginn hafi byrjað þar. Faðir hennar var myndlistarmenntaður og samtíða Erró í Myndlista- og handíðarskóla Íslands. Borgný lauk prófi frá handavinnudeild Kennaraháskóla Íslands 1973 og síðan þá alltaf sinnt kennslu í grunnskólum og á hinum ýmsu námskeiðum. Borgný telur metnaðarfulla kennslu í KÍ hafa lagt grunninn að handverksáhuga sínum. Þar voru kenndar margar tegundir handverks, bæði arfleifð horfinna kynslóða en einnig lögð áhersla á hönnun og sköpun byggða á arfleiðfðinni. Nýjustu straumum og stefnum þess tíma voru líka gerð góð skil. Áhugi á víkingaklæðum Einfaldleiki handverks frá landnámstímanum/ víkingatímanum með öllum sínum dásamlegu skreytingum hefur alltaf heillað Borgnýju sem og áhuginn á því hvernig fólk fór að öllu því sem unnið var á tímum landnáms. Hún telur sig stöðugt vera að auka skilning sinn og kunnáttu á því sviði. Fyrir rúmum 25 árum eignaðist hún erlenda kunningja og vini sem lifðu og hrærðust í víkingasamfélaginu. Í framhaldi af því fylgdist hún með stofnun víkingafélaga hér á landi og í atvinnuátaki 2003 lagði atvinnufulltrúi Ísafjarðarbæjar til að á Þingeyri yrði stofnað áhugafélag um víkingatímann. Sá félagsskapur setti sér metnaðarfull markmið og fór boltinn þá að rúlla fyrir alvöru og Borgný sökkti sér niður í allt sem tengdist fatasaumi víkingatímans og öðru handverki því tilheyrandi. Allt var auðvitað handunnið og hver flík sérsniðin á tilvonandi eiganda, hlutföll og snið grandskoðuð, saumspor, frágangur, skreytingar og litun. Þess má geta að í einn kvenmannskyrtil þarf um tvo metra af efni og tekur vinnan við hann allt upp undir viku eða á milli 30 til 40 tíma, við aðstæður dagsins í dag. Það má velta fyrir sér hversu langan tíma sama vinna hefur tekið í þá tíð. Þekking á handverki tengdu víkingatímanum Sem fyrr segir var það handavinnudeildin í KÍ sem lagði góðan og sterkan grunn að frekara framhaldi handverksins. Eftir stofnun víkingafélagsins hér á Þingeyri var Kristín Bergmann fengin til að kenna Borgný og Þórir. Borgný Gunnarsdóttir

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.