Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 14
14 HUGUR OG HÖND 2020
vatnið varð kolbrúnt og léttir að
sjá skítinn fljóta burt.
Við þurrkun voru notaðar
hárþurrkur og kjóllinn var
troðinn út í eins upprunalegt
form og hægt var. Til þess voru
notuð vel þvegin og þvæld
bómullarstykki sem tróð. Kjóllinn
var lagður á Melanex sem er
forvörsluefni sem líkist plasti.
Síðasta þurrkun fór svo fram á
passlegri gínu.
Eftir þvott og þurrkun hófst
viðgerðin. Þetta er ekki viðgerð í
okkar skilningi heldur aðferð til
að stoppa frekari skemmdir. Til
þess eru notuð sérstök
forvörsluspor og hárfínt silkinet.
Hárfínar nálar eru notaðar við
verkið. Notaður er silkiþráður,
silkinet, stækkunargler, sýrufrír
pappír sem kjóllinn er lagður á og
forvörslutítuprjónar sem eru
fínni en venjulegir títuprjónar.
Pilsfaldur var styrktur með
silkineti, rifa að framan saumuð
með forvörsluspori og bót saumuð
inn í silkinet. Mittisstrengur
styrktur með netinu. Hreinar
líningarnar, sem þó urðu ekki
hvítar við þvottinn, voru
saumaðar á aftur og tölurnar
festar á. Lausar krækjur festar og
nokkur göt styrkt með saumspori
og neti.
Eftir tvær vikur á Þjóðminja-
safni var haldið til Dalvíkur og
kjóllinn settur upp á sýningu í
Byggðasafninu Hvoli. Þar er hann
enn og nýtur sín á heimaslóðum.
Þess ber að geta að í glugga sem er
í sýningarrými er filma á gleri
sem hindrar útfjólubláa geisla
sólarinnar og varnar því að þeir
komist að kjólnum. Slíkir geislar
eyðileggja textíl og aðra muni á
söfnum hratt og örugglega.
Kjóll fyrir þvott, athugað hvort kjóll gæti legið heill í þvotti.
Svampur notaður við þvottinn.
Melanix.
Milt sápuvatnið hylur kjólinn. Silkinet og þráður.