Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 26

Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 26
26  HUGUR OG HÖND 2020 hvernig sú sem teiknaði munstrið í byrjun hefði vitað að það ætti eða mætti vera þannig. Hvar fékk hún þá vitneskju. Það gat ég ómögulega skilið. Því það kom aldrei til greina að ég mætti þar nokkru umbreyta. Þannig að ég ákvað að vinna eftir fyrirmynd þess sem veit. Ég notaði myndir sona minna og sonarsona frá þeim tíma er þeir teiknuðu frá innsta kjarna sköpunarinnar. Það er, frá þeim aldri er þeir skapa án gagnrýni“. Það er alltaf þessi spurning, hvað er list og hvað er handverk. Hvað gerir handverk að list. „Handverk án andagiftar, aldrei himninum nær”, las ég á sænsku einhvern tíman. Í þessum vefnaði er andagiftin barnanna. Safnasafnið Ljósm. Magnhildur Sigurðardóttir Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir, eða Hadda eins og hún er alltaf kölluð, er mörgum að góðu kunn. Sumarið 2019 sýndi Hadda í Suðurstofu Safnasafnsins í Eyjafirði vefnað sem hún vann eftir teikningum sona sinna og sonarsona. Í uppistöðunni er lín en í ívafi er ullarband litað af Höddu. Vefnaðaraðferðin er plokkað damask. Einlægar og barnslegar teikningarnar njóta sín einstaklega vel á þennan hátt. Um sýninguna í Safnasafninu segir Hadda: „Sýningin Handverk í Safnasafninu fékk mig til að hugsa um vangaveltur sem ég hafði sem barn um einmitt handverkið. Þá var farið og keypt munstur sem fylgt var eftir með mikilli nákvæmni, allar villur raktar upp og passað að fylgja fyrirmyndinni nákvæmlega, annars varð stykkið vitlaust. Svo var farið með verkið í verslunina til að láta ganga frá því. Ég man eftir að ég velti fyrir mér Andagift barna Guðrún Hadda Bjarna dóttir lauk námi frá málunar deild Myndlista skólans á Akur eyri 1991 og tók kennara próf frá Lista háskóla Íslands 2007. Hún nam við listadeild Lýð- háskólans í Eskilstuna í Svíþjóð 1987 og lærði þar vefnað 1981-1983. Áður hafði hún útskrifast sem þroskaþjálfi og unnið við það starf um árabil. Hadda hefur sett upp fjölda einka sýninga og tekið þátt í samsýningum, haldið nám skeið og kennt víða, aðallega handmennt en einnig myndlist. Þá hefur hún tekið að sér sýninga stjórn og haldið fyrirles tra. Hadda rak gallerí ásamt öðrum í Svíþjóð 1984-1987, síðar í Grófinni, opinni vinnustofu og listhúsi í Listagilinu á Akureyri 1992-1995 og einnig Samlagi listhúsi í Listagilinu 1997-2005. Nú rekur hún eigið gallerí og vinnustofu, Dyngjuna-listhús, að heimili sínu að Fífilbrekku í Eyja fjarðar sveit. Höfundur teikningar Edward Orri Kiernan.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.