Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 30
30 HUGUR OG HÖND 2020
þangað Innréttingar Skúla fógeta
kynntu landsmönnum lárétta
vefstóla. Með því að vefa band í
byrjun slöngunnar sparaðist
mikið garn þar sem ekki þurfti að
hafa langa spotta til festingar,
bandið var einfaldlega fest á efstu
slána. Seinna var svo farið að vefa
bönd í öðrum tilgangi. Þau voru
notuð bæði sem axlabönd, belti,
styttubönd, sokkabönd, skó-
reimar, sessubönd og til að binda
um hárið en einnig sem
skrautborðar bæði á kjólum,
svuntum, stökkum og skikkjum.
Því íburðarmeiri sem klæðnaður-
inn átti að vera þeim mun fínni og
breiðari bönd voru saumuð á
hann.
Rætur spjaldvefnaðar
Spjaldvefnaður á mjög fornar
rætur og telja sumir fræðimenn
jafnvel að hann sé fyrsta
vefnaðaraðferðin í veraldar-
sögunni. Ekki er vitað hvar
spjaldvefnaður er upprunnin en
leifar af honum hafa fundist í nær
öllum heimshornum. Aðeins í
„nýju“ heimsálfunum, Norður-
Ameríku og Ástralíu hafa engar
leifar fundist né heldur í
Suður-Afríku.
Elstu evrópsku böndin sem
fundist hafa í fornleifa-
uppgröftum eru talin vera frá um
700 fyrir okkar tímatal. Þau eru
frá Norður-Ítalíu frá svæðinu þar
sem s.k. Villanova-menning hafði
ríkt (nálægt Bologna). Elstu
spjöldin eru aðeins yngri en á
tveimur stöðum í Evrópu hafa
lýst stuttlega (bls. 232-242). Í
áðurnefndum greinum Sigríðar
Halldórsdóttur í Hug og hönd eru
einnig nákvæmar leiðbeiningar
um vinnubrögðin við spjaldvefnað.
Á youtube má finna ótal mörg
kennslumyndbönd á mismunandi
tungumálum, einkanlega á ensku
en einnig á Norðurlandamálum.
Þeir sem vilja fá persónulega
leiðsögn geta skráð sig á námskeið
í Heimilisiðnaðarskólanum þar
sem boðið er upp á kennslu bæði
fyrir byrjendur og lengra komna.
Hagnýt notkun
Talið er að fyrstu böndin sem ofin
voru í spjöldum hafi verið svo
kölluð upphafsbönd, þ.e. byrjun
vefjar var fest með bandi svo að
hann raknaði ekki upp. Þessi
aðferð var notuð þegar ofið var á
kljásteinavefstað, þ.e. vefstað
sem búinn var til úr tveimur
upprétt standandi stjökum og
einum sem lá efst á þeim og sem
uppistaðan var fest við. Slíkir
uppréttir vefstaðir voru notaðir
alls staðar í Evrópu og einnig hér
á landi, allt fram á 18. öld eða
bandinu þýðir að sum spjöldin
þurfa að standa í stað meðan
öðrum er snúið. Á þennan hátt
verða munstrin eins á báðum
hliðum bandsins en í andstæðum
litum.
Ef vefa átti sterk bönd voru þau
gjarnan ofin með tvöföldu skili og
er þessi aðferð erlendis oft nefnd
„íslenskur vefur“. Þá er
spjöldunum snúið þannig að horn
spjaldsins stendur efst (ekki slétt
hlið eins og í hinum aðferðunum).
Með því myndast skil bæði uppi
og niðri á milli þráða sem eru í
götum næst vefara og er ívafinu
brugðið í bæði skilin. Hér er ekki
farið nánar í að útskýra
vefnaðartæknina en þeim sem
vilja læra að vefa sjálfir er bent á
bók Ragnheiðar Bjarkar
Þórsdóttur Listin að vefa sem
kom út í desember í fyrra (2019). Í
henni er mismunandi aðferðum
Bandið frá Reykjaseli á Jökuldal er líklega elsta spjaldofið band sem fundist hefur hér á landi. Sýnt hér í endurgerð (tilgátu) Þorbjargar
Elfu Hauksdóttur. Ofið úr grófu garni til að sýna munstrið betur. Ljósmynd: Marjatta Ísberg.
Beislistaumur og axlabönd eftir Philippe Ricart. Ljósmyndari Kristján Mack.