Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 44

Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 44
44  HUGUR OG HÖND 2020 Skógarnytjar eiga sér ekki eins sterka hefð hjá almenningi hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Þessa hefð er nauðsynlegt að skapa og styrkja. Efniviður til tálgunar er allt um kring, í garðinum, við sumarbústaðinn og úti í skógi. Á vorönn bauð Heimilisiðnaðarskólinn upp á námskeið í tálgun úr ferskum viði undir yfirskriftinni Tálgun fyrir heimilið – sjálfbærni og sköpun. Á námskeiðinu lærðu þátttakendur að tálga með ólíkum bitáhöldum, hnífum og öxum. Sérstök áhersla var lögð á nytjahluti svo sem gerð sleifa, spaða og smjörhnífa fyrir eldhúsið, skóhorn eða snaga fyrir heimilið eða drykkjarbolla fyrir gönguferðina. Námskeiðið var ætlað bæði fullorðnum og börnum frá 10 ára aldri. Sérstök áhersla var lögð á að börn og fullorðnir kæmu saman á námskeiðið þar sem eitt þátttökugjald var fyrir parið. Námskeiðið var fjögur kvöld sem kennd voru í húsnæði félagsins í Nethyl auk kennsluferðar í Ólaskóg í Kjós. Kennari á námskeiðinu var Ólafur Oddsson sem löngu er landskunnur fyrir námskeiðið Lesið í skóginn tálgað í tré. Samkomubann vegna Covid-19 setti að vísu strik í reikninginn við framkvæmd námskeiðsins að þessu sinni því fresta þurfti hluta þess. Góð þátttaka var á námskeiðinu og vonandi er þetta einungis upphafið að frjóu samstarfi HFÍ og Skógræktarinnar á þessu sviði. Tálgun úr ferskum viði Smjörhnífur og efniviður. Áhöld.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.